Frábær fimleikaaðstaða á Egilsstöðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. janúar 2023 21:05 Mikil ánægja er með starf Fimleikadeildar Hattar enda eru þar mörg hundruð iðkendur að æfa fimleika meira og minna alla daga vikunnar í glæsilegu fimleikahúsi á Egilsstöðum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fimleikar eru sú íþróttagrein á Egilsstöðum og nágrenni, sem hefur slegið hvað mest í gegn á svæðinu en nú eru um fjögur hundruð börn og unglingar að æfa fimleika hjá Hetti. „Fimleikar eru geggjaðir“, segir formaður Fimleikadeildar Hattar. Fimleikarnir er sú íþróttagrein, sem er að slá í gegn á Egilsstöðum enda aðstaðan alveg upp á tíu í glæsilegu fimleikahúsi. Það er allta mikið líf og fjör í húsinu, krakkar út um allt að hoppa og skoppa og læra allskonar atriði, sem snúa að fimleikum. Um er að ræða börn og unglinga á öllum aldri. „Þessi deild byggist rosalega mikið á starfsemi einnar manneskju, Auðar Völu, sem býr hér rétt hjá en hún er að vísu farin í annað núna en við búum að því, sem hún hefur byggt upp hingað til. En svo erum við náttúrulega að æfa hópfimleika og við erum með krakka og iðkendur frá tveggja ára aldri og upp í meistaraflokk, svo hér er allur skalinn, bæði krakkar, sem keppa og krakkar, sem eru í áhugafimleikum,“ segir Hrund Erla Guðmundsdóttir, formaður Fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum. Hrund Erla Guðmundsdóttir, formaður Fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum, sem segir fimleika geggjaða.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig skýrir Hrund þennan mikla áhuga á fimleikum á svæðinu? „Fimleikar eru náttúrulega geggjaðir, ég held að það sé bara eitt og sér nóg. Þetta er gríðarlega góð og öflug deild hér, þannig að það er ekkert skrýtið.“ Iðkendur frá Hetti hafa keppt á fjölmörgum mótum hér heima og erlendis og staðið sig mjög vel. Hrund segist vera mjög stolt af starfi deildarinnar. „Já, mjög stolt enda er starfið alveg ótrúlega mikil lyftistöng fyrir samfélagið okkar hérna.” Um 400 iðkendur æfa hjá fimleikadeild Hattar í glæsilegu fimleikahúsi á Egilsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Múlaþing Fimleikar Höttur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Fimleikarnir er sú íþróttagrein, sem er að slá í gegn á Egilsstöðum enda aðstaðan alveg upp á tíu í glæsilegu fimleikahúsi. Það er allta mikið líf og fjör í húsinu, krakkar út um allt að hoppa og skoppa og læra allskonar atriði, sem snúa að fimleikum. Um er að ræða börn og unglinga á öllum aldri. „Þessi deild byggist rosalega mikið á starfsemi einnar manneskju, Auðar Völu, sem býr hér rétt hjá en hún er að vísu farin í annað núna en við búum að því, sem hún hefur byggt upp hingað til. En svo erum við náttúrulega að æfa hópfimleika og við erum með krakka og iðkendur frá tveggja ára aldri og upp í meistaraflokk, svo hér er allur skalinn, bæði krakkar, sem keppa og krakkar, sem eru í áhugafimleikum,“ segir Hrund Erla Guðmundsdóttir, formaður Fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum. Hrund Erla Guðmundsdóttir, formaður Fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum, sem segir fimleika geggjaða.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig skýrir Hrund þennan mikla áhuga á fimleikum á svæðinu? „Fimleikar eru náttúrulega geggjaðir, ég held að það sé bara eitt og sér nóg. Þetta er gríðarlega góð og öflug deild hér, þannig að það er ekkert skrýtið.“ Iðkendur frá Hetti hafa keppt á fjölmörgum mótum hér heima og erlendis og staðið sig mjög vel. Hrund segist vera mjög stolt af starfi deildarinnar. „Já, mjög stolt enda er starfið alveg ótrúlega mikil lyftistöng fyrir samfélagið okkar hérna.” Um 400 iðkendur æfa hjá fimleikadeild Hattar í glæsilegu fimleikahúsi á Egilsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Múlaþing Fimleikar Höttur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira