Innlent

Frá­bær fim­leika­að­staða á Egils­stöðum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Mikil ánægja er með starf Fimleikadeildar Hattar enda eru þar mörg hundruð iðkendur að æfa fimleika meira og minna alla daga vikunnar í glæsilegu fimleikahúsi á Egilsstöðum.
Mikil ánægja er með starf Fimleikadeildar Hattar enda eru þar mörg hundruð iðkendur að æfa fimleika meira og minna alla daga vikunnar í glæsilegu fimleikahúsi á Egilsstöðum. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fimleikar eru sú íþróttagrein á Egilsstöðum og nágrenni, sem hefur slegið hvað mest í gegn á svæðinu en nú eru um fjögur hundruð börn og unglingar að æfa fimleika hjá Hetti. „Fimleikar eru geggjaðir“, segir formaður Fimleikadeildar Hattar.

Fimleikarnir er sú íþróttagrein, sem er að slá í gegn á Egilsstöðum enda aðstaðan alveg upp á tíu í glæsilegu fimleikahúsi. Það er allta mikið líf og fjör í húsinu, krakkar út um allt að hoppa og skoppa og læra allskonar atriði, sem snúa að fimleikum. Um er að ræða börn og unglinga á öllum aldri.

„Þessi deild byggist rosalega mikið á starfsemi einnar manneskju, Auðar Völu, sem býr hér rétt hjá en hún er að vísu farin í annað núna en við búum að því, sem hún hefur byggt upp hingað til. En svo erum við náttúrulega að æfa hópfimleika og við erum með krakka og iðkendur frá tveggja ára aldri og upp í meistaraflokk, svo hér er allur skalinn, bæði krakkar, sem keppa og krakkar, sem eru í áhugafimleikum,“ segir Hrund Erla Guðmundsdóttir, formaður Fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum.

Hrund Erla Guðmundsdóttir, formaður Fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum, sem segir fimleika geggjaða.Magnús Hlynur Hreiðarsson

En hvernig skýrir Hrund þennan mikla áhuga á fimleikum á svæðinu?

„Fimleikar eru náttúrulega geggjaðir, ég held að það sé bara eitt og sér nóg. Þetta er gríðarlega góð og öflug deild hér, þannig að það er ekkert skrýtið.“

Iðkendur frá Hetti hafa keppt á fjölmörgum mótum hér heima og erlendis og staðið sig mjög vel.

Hrund segist vera mjög stolt af starfi deildarinnar.

„Já, mjög stolt enda er starfið alveg ótrúlega mikil lyftistöng fyrir samfélagið okkar hérna.”

Um 400 iðkendur æfa hjá fimleikadeild Hattar í glæsilegu fimleikahúsi á Egilsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×