Innlent

Ó­vissu­stigi Al­manna­varna af­létt

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Veðrið breyttist snögglega á höfuðborgarsvæðinu. 
Veðrið breyttist snögglega á höfuðborgarsvæðinu.  samsett/ólafur

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Suðurlandi, Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu aflýst óvissustigi Almannavarna á svæðinu. Sömuleiðis hefur samhæfingarstöð Almannavarna sem opnuð var í nótt, verið lokað.

Búist er við breytilegri átt og 3 til 10 metrum á sekúndu en norðaustan 10 til 15 metrum á sekúndu á Vestfjörðum. Snjókoma eða él í flestum landshlutum.

Gengur í norðvestan 10 til 18 metra á sekúndu á vestanverðu landinu í nótt með éljum. Norðlæg átt 5 til 13 metrar á sekúndu á morgun og él en vestlægari seinnipartinn og styttir þá upp um landið austanvert. Frost víðast hvar á bilinu 3 til 13 stig.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum og eru ferðalangar minntir á að fylgjast vel með veðri áður en haldið er af stað.

Veðrið á höfuðborgarsvæðinu hefur breyst fljótt í dag en í fréttinni hér að ofan má sjá breytinguna sem varð á skyggni á stuttum tíma hér á Suðurlandsbraut. 

Daníel Þorláksson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttastofu að lægja ætti skömmu fyrir miðnætti. Blindbylur gæti þó myndast vegna skafrennings og nýja snjósins sem nú þekur höfuðborgarsvæðið, eftir miðnætti. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×