„Angel gæti kennt þér að gráta, koma vel fram við konur og skora í úrslitaleikjum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2022 10:46 Ángel Di María ásamt fjölskyldu sinni og Adil Rami ásamt Pamelu Anderson. vísir/getty Eiginkona argentínska heimsmeistarans Ángels Di María sparaði ekki stóru orðin þegar hún gagnrýndi Adil Rami, fyrrverandi leikmann franska landsliðsins. Rami blandaði sér í umræðuna um látalæti Emilianos Martínez, markvarðar Argentínu, eftir úrslitaleik HM þar sem argentínska liðið vann það franska í vítaspyrnukeppni. Rami, sem varð heimsmeistari með Frökkum 2018, kallaði Martínez „mesta skíthælinn í fótboltanum.“ Di María, sem skoraði í úrslitaleiknum í síðustu viku, sagði Rami í kjölfarið að fara að grenja úti í horni. Rami var ekki fyrr búinn að jafna sig á þessu höggi þegar hann fékk annað, og talsvert þyngra, högg frá eiginkonu Di Marías, Jorgelinu Cardoso. „Angel gæti kennt þér að gráta, koma vel fram við konur og skora í úrslitaleikjum. Gleðilegt nýtt ár, snillingur,“ skrifaði Cardoso á Instagram. Í færslunni vísaði hún til sambands Ramis við Pamelu Anderson en Rami hélt framhjá strandverðinum fyrrverandi þegar þau voru í sambandi og kom afar illa fram við hana. Martínez er einn umtalaðasti og óvinsælasti leikmaður heims um þessar mundir. Eftir úrslitaleik HM söng Martínez níðsöngva um Kylian Mbappé og mætti með brúðu með andliti hans þegar Argentínumenn fögnuðu heimsmeistaratitlinum í opinni rútu í Búenos Aires. Mbappé, sem skoraði þrennu í úrslitaleiknum, tjáði sig í fyrsta skipti um stælana í Martínez eftir leik Paris Saint-Germain og Strasbourg í frönsku úrvalsdeildinni í gær. „Fagnaðarlæti eru ekki vandamál fyrir mér. Ég eyði ekki orku í svo léttvæga hluti. Það sem er mikilvægt fyrir mér er að gefa mitt besta fyrir félagið,“ sagði Mbappé sem skoraði sigurmark PSG þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Di María gekk í raðir Juventus í sumar eftir átta ár hjá PSG. Þar mætti hann Rami nokkrum sinnum. Sá franski leikur núna með Troyes. Hann lék 36 landsleiki á sínum tíma. HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira
Rami blandaði sér í umræðuna um látalæti Emilianos Martínez, markvarðar Argentínu, eftir úrslitaleik HM þar sem argentínska liðið vann það franska í vítaspyrnukeppni. Rami, sem varð heimsmeistari með Frökkum 2018, kallaði Martínez „mesta skíthælinn í fótboltanum.“ Di María, sem skoraði í úrslitaleiknum í síðustu viku, sagði Rami í kjölfarið að fara að grenja úti í horni. Rami var ekki fyrr búinn að jafna sig á þessu höggi þegar hann fékk annað, og talsvert þyngra, högg frá eiginkonu Di Marías, Jorgelinu Cardoso. „Angel gæti kennt þér að gráta, koma vel fram við konur og skora í úrslitaleikjum. Gleðilegt nýtt ár, snillingur,“ skrifaði Cardoso á Instagram. Í færslunni vísaði hún til sambands Ramis við Pamelu Anderson en Rami hélt framhjá strandverðinum fyrrverandi þegar þau voru í sambandi og kom afar illa fram við hana. Martínez er einn umtalaðasti og óvinsælasti leikmaður heims um þessar mundir. Eftir úrslitaleik HM söng Martínez níðsöngva um Kylian Mbappé og mætti með brúðu með andliti hans þegar Argentínumenn fögnuðu heimsmeistaratitlinum í opinni rútu í Búenos Aires. Mbappé, sem skoraði þrennu í úrslitaleiknum, tjáði sig í fyrsta skipti um stælana í Martínez eftir leik Paris Saint-Germain og Strasbourg í frönsku úrvalsdeildinni í gær. „Fagnaðarlæti eru ekki vandamál fyrir mér. Ég eyði ekki orku í svo léttvæga hluti. Það sem er mikilvægt fyrir mér er að gefa mitt besta fyrir félagið,“ sagði Mbappé sem skoraði sigurmark PSG þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Di María gekk í raðir Juventus í sumar eftir átta ár hjá PSG. Þar mætti hann Rami nokkrum sinnum. Sá franski leikur núna með Troyes. Hann lék 36 landsleiki á sínum tíma.
HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira