„Angel gæti kennt þér að gráta, koma vel fram við konur og skora í úrslitaleikjum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2022 10:46 Ángel Di María ásamt fjölskyldu sinni og Adil Rami ásamt Pamelu Anderson. vísir/getty Eiginkona argentínska heimsmeistarans Ángels Di María sparaði ekki stóru orðin þegar hún gagnrýndi Adil Rami, fyrrverandi leikmann franska landsliðsins. Rami blandaði sér í umræðuna um látalæti Emilianos Martínez, markvarðar Argentínu, eftir úrslitaleik HM þar sem argentínska liðið vann það franska í vítaspyrnukeppni. Rami, sem varð heimsmeistari með Frökkum 2018, kallaði Martínez „mesta skíthælinn í fótboltanum.“ Di María, sem skoraði í úrslitaleiknum í síðustu viku, sagði Rami í kjölfarið að fara að grenja úti í horni. Rami var ekki fyrr búinn að jafna sig á þessu höggi þegar hann fékk annað, og talsvert þyngra, högg frá eiginkonu Di Marías, Jorgelinu Cardoso. „Angel gæti kennt þér að gráta, koma vel fram við konur og skora í úrslitaleikjum. Gleðilegt nýtt ár, snillingur,“ skrifaði Cardoso á Instagram. Í færslunni vísaði hún til sambands Ramis við Pamelu Anderson en Rami hélt framhjá strandverðinum fyrrverandi þegar þau voru í sambandi og kom afar illa fram við hana. Martínez er einn umtalaðasti og óvinsælasti leikmaður heims um þessar mundir. Eftir úrslitaleik HM söng Martínez níðsöngva um Kylian Mbappé og mætti með brúðu með andliti hans þegar Argentínumenn fögnuðu heimsmeistaratitlinum í opinni rútu í Búenos Aires. Mbappé, sem skoraði þrennu í úrslitaleiknum, tjáði sig í fyrsta skipti um stælana í Martínez eftir leik Paris Saint-Germain og Strasbourg í frönsku úrvalsdeildinni í gær. „Fagnaðarlæti eru ekki vandamál fyrir mér. Ég eyði ekki orku í svo léttvæga hluti. Það sem er mikilvægt fyrir mér er að gefa mitt besta fyrir félagið,“ sagði Mbappé sem skoraði sigurmark PSG þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Di María gekk í raðir Juventus í sumar eftir átta ár hjá PSG. Þar mætti hann Rami nokkrum sinnum. Sá franski leikur núna með Troyes. Hann lék 36 landsleiki á sínum tíma. HM 2022 í Katar Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Rami blandaði sér í umræðuna um látalæti Emilianos Martínez, markvarðar Argentínu, eftir úrslitaleik HM þar sem argentínska liðið vann það franska í vítaspyrnukeppni. Rami, sem varð heimsmeistari með Frökkum 2018, kallaði Martínez „mesta skíthælinn í fótboltanum.“ Di María, sem skoraði í úrslitaleiknum í síðustu viku, sagði Rami í kjölfarið að fara að grenja úti í horni. Rami var ekki fyrr búinn að jafna sig á þessu höggi þegar hann fékk annað, og talsvert þyngra, högg frá eiginkonu Di Marías, Jorgelinu Cardoso. „Angel gæti kennt þér að gráta, koma vel fram við konur og skora í úrslitaleikjum. Gleðilegt nýtt ár, snillingur,“ skrifaði Cardoso á Instagram. Í færslunni vísaði hún til sambands Ramis við Pamelu Anderson en Rami hélt framhjá strandverðinum fyrrverandi þegar þau voru í sambandi og kom afar illa fram við hana. Martínez er einn umtalaðasti og óvinsælasti leikmaður heims um þessar mundir. Eftir úrslitaleik HM söng Martínez níðsöngva um Kylian Mbappé og mætti með brúðu með andliti hans þegar Argentínumenn fögnuðu heimsmeistaratitlinum í opinni rútu í Búenos Aires. Mbappé, sem skoraði þrennu í úrslitaleiknum, tjáði sig í fyrsta skipti um stælana í Martínez eftir leik Paris Saint-Germain og Strasbourg í frönsku úrvalsdeildinni í gær. „Fagnaðarlæti eru ekki vandamál fyrir mér. Ég eyði ekki orku í svo léttvæga hluti. Það sem er mikilvægt fyrir mér er að gefa mitt besta fyrir félagið,“ sagði Mbappé sem skoraði sigurmark PSG þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Di María gekk í raðir Juventus í sumar eftir átta ár hjá PSG. Þar mætti hann Rami nokkrum sinnum. Sá franski leikur núna með Troyes. Hann lék 36 landsleiki á sínum tíma.
HM 2022 í Katar Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira