Innlent

Þor­varður nýr for­maður vísinda­siða­nefndar

Atli Ísleifsson skrifar
Þorvarður J. Löve er nýr formaður nefndarinnar.
Þorvarður J. Löve er nýr formaður nefndarinnar. Blóðskimun

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað fulltrúa í vísindasiðanefnd til næstu fjögurra ára í samræmi við lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Þorvarður J. Löve er nýr formaður nefndarinnar.

Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins þar sem segir að hlutverk vísindasiðanefndar sé að meta vísindarannsóknir á heilbrigðissviði til að tryggja að þær samræmist vísindalegum og siðfræðilegum sjónarmiðum. 

„Vísindasiðanefnd er skipuð sjö aðalmönnum og sjö fulltrúum til vara. 

Skipun nefndarinnar er sem hér segir:

Aðalmenn

  • Þorvarður J. Löve, skipaður án tilnefningar, formaður
  • Áslaug Einarsdóttir, skipuð án tilnefningar
  • Kári Hólmar Ragnarsson, tilnefndur af forsætisráðuneytinu
  • Helga Ögmundsdóttir, tilnefnd af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu
  • Védís Helga Eiríksdóttir, tilnefnd af embætti landlæknis
  • Sveinn Hákon Harðarson, tilnefndur af Læknadeild Háskóla Íslands
  • Henry Alexander Henrysson, tilnefndur af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands

Varamenn

  • Sigurður Guðmundsson, skipaður án tilnefningar
  • Sigurdís Haraldsdóttir, skipuð án tilnefningar
  • Ólöf Embla Eyjólfsdóttir, tilnefnd af forsætisráðuneytinu
  • Stefán Baldursson, tilnefndur af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu
  • Elías Freyr Guðmundsson, tilnefndur af embætti landlæknis
  • Ólöf Birna Ólafsdóttir, tilnefnd af Læknadeild Háskóla Íslands
  • Eyja Margrét Brynjarsdóttir, tilnefnd af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands“


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×