„Ég er á allra síðustu stundu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 24. desember 2022 14:17 Þóroddur Ragnarsson segist hafa verið á allra síðustu stundu. Allt hafi þó blessast að lokum. Vísir/Vilhelm/Stöð2 Fjölmenni lagði leið sína í Kringluna í morgun. Sumir keyptu jólagjafir á síðustu stundu en aðrir voru einfaldlega bara á röltinu. Framkvæmdastjóri segir að um tíu þúsund manns heimsæki Kringluna milli klukkan 10 til 13 á aðfangadag. Sigurjón Örn Þórðarson framkvæmdastjóri Kringlunnar segir þennan mikla fjölda fólks hefðbundinn. Jólaverslunin hafi vel gengið í desember. „Við höfum náttúrulega lagt upp með það í Kringlunni að hér sé gott að koma og umhverfið allt sé hlýtt og notalegt. Þannig að okkur hefur gengið vel með það vegna þess að það má segja að hvert og eitt einasta mannsbarn á Íslandi hefur komið tæplega tvisvar sinnum í Kringluna í desember. Þannig eru tölurnar og við erum bara nokkuð lukkuleg með það,“ segir Sigurjón Örn. Hann segir að hljóðið hafi verið mjög gott í kaupmönnum eftir óvenjugott ár í fyrra. Árið 2021 hafi verið ein stærstu „kaupmannajól“ í manna minnum. Sigurjón Örn telur að það stefni í annað eins. „Verslun hefur kannski dreifst meira yfir á síðustu tvo mánuði ársins í kjölfar allra þessara tilboðsdrifnu viðburða í nóvember, þá er ákveðinn hluti jólaverslunar sem fer fram þá. En svo er alltaf bara ákveðinn hópur sem vill koma í hús og klára sína verslun í rólegheitum í desember.“ Fréttastofa ræddi við gesti og gangandi í Kringlunni í dag. Sumir voru á síðasta snúning en aðrir voru öllu rólegri: „Ég er á allra síðustu stundu, en ég er búinn að kaupa allar jólagjafirnar,“ sagði Þóroddur Ragnarsson og andaði léttar. Herbert Guðmundsson var á leið sinni að kaupa síðustu gjöfina þegar fréttastofa náði tali af honum í verslunarmiðstöðinni. „Maður getur náttúrulega ekki gert allt strax. Ég náttúrulega var að klára rosalega tónleikasyrpu, ég var á fjórtán tónleikum með Baggalúti og svo endaði ég núna með Emmsjé Gauta núna í Háskólabíói,“ sagði Herbert brattur. Verslun Jól Kringlan Reykjavík Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Sigurjón Örn Þórðarson framkvæmdastjóri Kringlunnar segir þennan mikla fjölda fólks hefðbundinn. Jólaverslunin hafi vel gengið í desember. „Við höfum náttúrulega lagt upp með það í Kringlunni að hér sé gott að koma og umhverfið allt sé hlýtt og notalegt. Þannig að okkur hefur gengið vel með það vegna þess að það má segja að hvert og eitt einasta mannsbarn á Íslandi hefur komið tæplega tvisvar sinnum í Kringluna í desember. Þannig eru tölurnar og við erum bara nokkuð lukkuleg með það,“ segir Sigurjón Örn. Hann segir að hljóðið hafi verið mjög gott í kaupmönnum eftir óvenjugott ár í fyrra. Árið 2021 hafi verið ein stærstu „kaupmannajól“ í manna minnum. Sigurjón Örn telur að það stefni í annað eins. „Verslun hefur kannski dreifst meira yfir á síðustu tvo mánuði ársins í kjölfar allra þessara tilboðsdrifnu viðburða í nóvember, þá er ákveðinn hluti jólaverslunar sem fer fram þá. En svo er alltaf bara ákveðinn hópur sem vill koma í hús og klára sína verslun í rólegheitum í desember.“ Fréttastofa ræddi við gesti og gangandi í Kringlunni í dag. Sumir voru á síðasta snúning en aðrir voru öllu rólegri: „Ég er á allra síðustu stundu, en ég er búinn að kaupa allar jólagjafirnar,“ sagði Þóroddur Ragnarsson og andaði léttar. Herbert Guðmundsson var á leið sinni að kaupa síðustu gjöfina þegar fréttastofa náði tali af honum í verslunarmiðstöðinni. „Maður getur náttúrulega ekki gert allt strax. Ég náttúrulega var að klára rosalega tónleikasyrpu, ég var á fjórtán tónleikum með Baggalúti og svo endaði ég núna með Emmsjé Gauta núna í Háskólabíói,“ sagði Herbert brattur.
Verslun Jól Kringlan Reykjavík Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira