Fótbolti

Ræða að setja Messi á peningaseðil í Argentínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi var borinn um völlinn með bikarinn alveg eins og Diego Maradona 1986.
Lionel Messi var borinn um völlinn með bikarinn alveg eins og Diego Maradona 1986. AP/Martin Meissner

Það er allt á öðrum endanum í Argentínu eftir heimsmeistaratitil fótboltalandsliðsins og Lionel Messi er fyrir löngu kominn í guðatölu í landinu.

Nú reyna menn að heiðra hetjuna sína á alla mögulega vegu og ein hugmynd um slíkt virðist hafa fæðst hjá Seðlabanka Argentínu.

Menn þar á bæ eru sagðir ræða möguleikanna á því að setja Messi á peningaseðil í næstu framtíð.

Messi myndi þá vera á þúsund pesó seðlinum sem er um 823 krónu virði í íslenskum krónum.

José Francisco de San Martin er núna á þúsund pesó seðlinum sem er stríðshetja úr sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á nítjándu öldinni.

Það yrði síðan líklegast vísun í „La Scaloneta“ á baksíðu seðilsins en það er gælunafn landsliðsþjálfarans Lionel Scaloni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×