Innlent

Hrifinn af því að gefa almenningi hlut ríkisins í Íslandsbanka

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. vísir/vilhelm

Fjármálaráðherra segist vera hrifinn af því að dreifa hlutabréfum ríkisins Íslandsbanka til almennings. Hann vill losa um eignarhald ríkisins þegar markaðsaðstæður eru hagfelldar. Fjármálaeftirlitið lýkur ekki við athugun á sölunni á þessu ári.

Bjarni Benediktsson segist enn ákveðinn í að losa um eignarhald ríkisins á Íslandsbanka.

„Í mínum huga er alveg augljóst að við þurfum að losa um eignarhald ríkisins á Íslandsbanka. Við þurfum bara að gera það þegar markaðsaðstæður eru hagfelldar. Þegar framkvæmd sölunnar verður jafn umdeild og hún var á þessu ári þá eru hlutirnir ekki eins og maður hefði viljað hafa þá. Ég var vonast til þess að með því að fá þessa skýrslu ríkiendurskoðanda þá getum við dregið saman þá þætti sem við viljum taka til endurskoðunnar og læra af,“ segir Bjarni.

Hann segir verið að skoða nokkrar leiðir við söluna.

„Við erum að skoða almennt útboð. Við gætum líka, ég hef alltaf verið hrifinn af því að afhenda landsmönnum hluta úr bankanum með dreifingu hlutabréfa. Við getum farið í aðrar aðferðir eftir atvikum.

Bjarni segir að undirbúningur sé hafinn.

„Við erum að smíða drög að framtíðarfyrirkomulagi um þetta. Við erum svona aðeins feta okkur inn í samtalið um það í Ráðherranefndinni.“

Það þurfi að meta vel hvort Íslandsbanki eigi aftur að selja í sjálfum sér.

„Það má alveg segja að það hefði mátt vera öðruvísi í síðustu sölu og kannski bara miklir kostir fyrir bankann að vera ekki beint að taka þátt í sölu á hlutabréfum í sjálfum sér.“

Fjármálaeftirlitið hefur síðan í sumar athugað hlutdeild söluráðgjafa í sölunni á Íslandsbanka, Samkvæmt upplýsingum þaðan er ekki von á niðurstöðu fyrr en eftir áramót.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×