Þetta sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu fyrir fund samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í húsnæði ríkissáttasemjara sem hófst klukkan níu í morgun.
„Við höfum komið til móts við Samtök atvinnulífsins, en við stöndum föst á þeirri kröfu okkar að verka- og láglaunafólk höfuðborgarsvæðisins þarf meiri hækkanir en undirritaðar voru í samningi Samtaka atvinnulífsins við Starfsgreinasambandið. En við höfum komið til móts við samtökin [SA] og sýnum aftur ríkulegan vilja okkar til að ná samningum,“ segir Sólveig Anna.
Í nýju tilboði Eflingar er samþykkt að hagvaxtarauki sem bætast átti á laun í apríl á næsta ári falli niður en á móti komi aðra launaliðshækkanir.
Aðspurð um hvort að um sé að ræða eftirgjöf af hálfu Eflingar segir Sólveig Anna að Efling sé með þessu að mæta þeirri stöðu sem upp er komin. „Við föllumst á þetta.“

Hún segir að Efling vilji sama samningstíma og samið hefur verið um – afturvirkan frá 1. nóvember og svo úr lok janúar 2024.
En er hún bjartsýn á að það takist að semja fyrir jól?
„Við skulum sjá hvað gerist í dag.“
