Innlent

Vél Icelandair snúið við vegna tæknibilunar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Vél Icelandair.
Vél Icelandair. vísir/vilhelm

Flugvél Icelandair, sem var á leið frá Keflavík til Denver, var snúið við í kvöld vegna tæknibilunar. Unnið er að því að útvega 158 farþegum Icelandair hótelherbergi.

Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við fréttastofu. Fyrst var greint frá málinu á mbl.is

„Tæknibilun kom upp fljótlega eftir flugtak. Samkvæmt verklagi er vélinni snúið við og til brottfararstaðar. Í kjölfarið var flugið fellt niður vegna afgreiðslutíma í Denver,“ segir Ásdís og bætir við að ekki hafi verið hægt að skipuleggja flug síðar í kvöld.  

„Þetta eru 158 farþegar sem við verðum að útvega hótelgistingu. Þetta er mjög óheppilegt,“ segir Ásdís Ýr.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×