Fótbolti

Lentu um miðja nótt en hundruð þúsunda tóku samt á móti þeim

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi og Lionel Scaloni stíga út úr flugvélinni í Buenos Aires. Messi heldur að sjálfsögðu á bikarnum.
Lionel Messi og Lionel Scaloni stíga út úr flugvélinni í Buenos Aires. Messi heldur að sjálfsögðu á bikarnum. AP/Gustavo Garello

Argentínsku heimsmeistararnir eru komnir heim til Argentínu eftir flug frá Katar og það er óhætt að segja að þeir hafi fengið rosalegar móttökur.

Það var kannski vitað en Lionel Messi og félagar lentu í Argentínu hins vegar klukkan fjögur um nótt.

Það breytti ekki því að það mættu hundruð þúsunda til að taka á móti þeim.

Í raun komst rútu Argentínska liðsins varla um göturnar fyrir fólki sem vildi sjá hetjurnar sínar.

Argentínumenn fá frí í dag til að fagna og sigurhátíð þeirra stendur örugglega yfir fram yfir jólahátíðina.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af móttökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×