„Ekki á hverjum degi sem leigubílstjórar gera svona lagað“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2022 21:15 Daníel Einarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama og Bandalags íslenskra leigubifreiðarstjóra ræðir við viðstadda á skrifstofu félaganna í dag. Gunnlaugur Ingvarsson sem fréttastofa ræddi einnig við situr lengst til hægri á mynd. Vísir/egill Hundruð félagsmanna í Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni við nýsamþykkt leigubílafrumvarp innviðaráðherra. Þeir lýsa þungum áhyggjum af breytingunum og krefjast áheyrnar stjórnvalda. Frumvarpinu er í grunninn ætlað að rýmka þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl, meðal annars með því að afnumdar verði takmarkanir á fjölda starfsleyfa. Hagsmunasamtök leigubílstjóra hafa mótmælt frumvarpinu harðlega, þeir vísa meðal annars til þess að breytingarnar kyndi undir ofbeldi gegn leigubílstjórum og skili almenningi verri þjónustu. Það hefur ríkt hálfgert ófremdarástand í leigubílamálum á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Löng bið eftir bíl virðist normið og dagurinn í dag var sérstaklega þungur hjá Hreyfli. 150 bílar voru úti á götum borgarinnar frá fyrirtækinu á þriðja tímanum en eru venjulega um 200. En það er erfið færð sem skýrir þann vanda, ekki verkfall bílstjóra. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Hreyfils, í það minnsta. Ofbýður framkoman Daníel Einarsson formaður Bandalags íslenskra leigubílstjóra, félags sem telur um 400 félagsmenn, segir að hundruð hafi lagt niður störf í dag, þar af einhverjir hjá Hreyfli. Það er búið að samþykkja frumvarpið, það var gert á föstudag. Hverju eruð þið að reyna að ná fram með þessum mótmælum núna? „Við reyndum að ná tali af ríkisstjórninni með ákalli af því að þetta gerðist svo hratt. Þessu var flýtt í gegnum þing án þess að gefa okkur færi á að andmæla fyrstu umræðu,“ segir Daníel við fréttastofu á skrifstofu félagsins í dag, þar sem nokkrir leigubílstjórar í verkfalli komu saman í dag. Boðið var upp á kaffi og kleinur og mönnum var heitt í hamsi. „Ég er bara að sýna samstöðu með félagsmönnum,“ segir Gunnlaugur Ingvarsson, leigubílstjóri. „Þetta er ekki á hverjum degi sem leigubílstjórar gera svona lagað. En okkur er svo ofboðið hvernig hefur verið komið fram við okkur. Hvernig stjórnvöld hafa hreinlega valtað yfir okkur eins og formaðurinn okkar hefur lýst.“ Leigubílar Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Blindir sjá fyrir sér mun verri þjónustu Leigubílafrumvarp sem rýmkar skilyrði til að reka leigubíl var samþykkt í gær. Leigubílstjórar hyggjast leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins og formaður Blindrafélagsins hefur áhyggjur af því að þjónusta við fatlaða muni versna til muna. 17. desember 2022 12:36 Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. 16. desember 2022 11:43 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Sjá meira
Frumvarpinu er í grunninn ætlað að rýmka þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl, meðal annars með því að afnumdar verði takmarkanir á fjölda starfsleyfa. Hagsmunasamtök leigubílstjóra hafa mótmælt frumvarpinu harðlega, þeir vísa meðal annars til þess að breytingarnar kyndi undir ofbeldi gegn leigubílstjórum og skili almenningi verri þjónustu. Það hefur ríkt hálfgert ófremdarástand í leigubílamálum á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Löng bið eftir bíl virðist normið og dagurinn í dag var sérstaklega þungur hjá Hreyfli. 150 bílar voru úti á götum borgarinnar frá fyrirtækinu á þriðja tímanum en eru venjulega um 200. En það er erfið færð sem skýrir þann vanda, ekki verkfall bílstjóra. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Hreyfils, í það minnsta. Ofbýður framkoman Daníel Einarsson formaður Bandalags íslenskra leigubílstjóra, félags sem telur um 400 félagsmenn, segir að hundruð hafi lagt niður störf í dag, þar af einhverjir hjá Hreyfli. Það er búið að samþykkja frumvarpið, það var gert á föstudag. Hverju eruð þið að reyna að ná fram með þessum mótmælum núna? „Við reyndum að ná tali af ríkisstjórninni með ákalli af því að þetta gerðist svo hratt. Þessu var flýtt í gegnum þing án þess að gefa okkur færi á að andmæla fyrstu umræðu,“ segir Daníel við fréttastofu á skrifstofu félagsins í dag, þar sem nokkrir leigubílstjórar í verkfalli komu saman í dag. Boðið var upp á kaffi og kleinur og mönnum var heitt í hamsi. „Ég er bara að sýna samstöðu með félagsmönnum,“ segir Gunnlaugur Ingvarsson, leigubílstjóri. „Þetta er ekki á hverjum degi sem leigubílstjórar gera svona lagað. En okkur er svo ofboðið hvernig hefur verið komið fram við okkur. Hvernig stjórnvöld hafa hreinlega valtað yfir okkur eins og formaðurinn okkar hefur lýst.“
Leigubílar Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Blindir sjá fyrir sér mun verri þjónustu Leigubílafrumvarp sem rýmkar skilyrði til að reka leigubíl var samþykkt í gær. Leigubílstjórar hyggjast leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins og formaður Blindrafélagsins hefur áhyggjur af því að þjónusta við fatlaða muni versna til muna. 17. desember 2022 12:36 Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. 16. desember 2022 11:43 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Sjá meira
Blindir sjá fyrir sér mun verri þjónustu Leigubílafrumvarp sem rýmkar skilyrði til að reka leigubíl var samþykkt í gær. Leigubílstjórar hyggjast leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins og formaður Blindrafélagsins hefur áhyggjur af því að þjónusta við fatlaða muni versna til muna. 17. desember 2022 12:36
Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. 16. desember 2022 11:43