Innlent

Ó­vissu­stig Al­manna­varna vegna veðurs

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs, á morgun mánudaginn 19. desember.

Appelsínugul viðvörun tekur gildi í fyrramálið klukkan 7:00 á Suðausturlandi og tekur óvissustigið til þess svæðis sem appelsínugula viðvörunin nær yfir. Von er á ofsaveðri og verður hvassast næst sjávarsíðunni. 

Gular og appelsínugular viðvaranir verða í gildi víðsvegar á morgun.Veðurstofan

Líkur eru á vindhviðum upp í 50 metra á sekúndu og brýnt er fyrir fólki að ekkert ferðaveður verði á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×