Björgunarsveitir frá öllu Suðvesturhorninu við störf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. desember 2022 12:01 Bílar sitja víða fastir og mörgum helstu vegum á Suðurlandi hefur verið lokað. Landsbjörg Mikið fannfergi hefur leikið landann grátt síðastliðinn sólarhring og hefur mörgum helstu vegum á Suðurlandi verið lokað. Hátt í hundrað björgunarsveitarmenn eru við störf á Suðvesturhorninu. Samgöngur hafa víða rakast á suðvestanverðu landinu vegna veðurs. Hellisheiði, Þrengsli og Krýsuvíkurvegur eru lokuð, ófært er um Mosfellsheiði og Kjósarskarð og víða annars staðar eru vegir lokaðir. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð í Þorlákshöfn í nótt fyrir þá sem komust ekki leiðar sinnar vegna veðursins. Flugferðum hefur mörgum verið aflýst eða seinkað og ferðum strætisvagna sem ganga norður til Akureyrar frá Reykjavík og um Suðurland verið aflýst. Strætóferðir í Reykjavík ganga samkvæmt áætlun en notendur þjónustunnar verið beðnir um að fylgast með rauntímakorti þar sem ferðum getur seinkað vegna slæmrar færðar. Frá aðgerðum á Grindarvíkurvegi.Landsbjörg „Margir ætla að nota daginn í innkaup og snatt svo fólk þarf að taka því rólega þangað til er búið að ryðja göturnar almennilega,“segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með starfsmann á Twittervaktinni í gærkvöldi og í nótt, sem er árlegur viðburður, þar sem greint var frá öllum útköllum lögreglu. Veðurtengdar tilkynningar voru áberandi og mikið um minniháttar umferðarslys tengd snjókomunni. Þá þurfti lögregla að koma nokkrum til aðstoðar í miðborginni í nótt sem komust ekki leiðar sinnar vegna ófærðarinnar. Minniháttar umferðarslys í snjónum, dráttarbílar færðu ökutæki af vettvangi. #löggutíst #færðin— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Tilkynnt var um sídettandi manneskju með trefil og húfu í miðbæ Reykjavíkur. Lögregla fór á stúfana og fann viðkomandi og kom henni heim #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2022 Snjórinn mældist dýpstur við Vogsósa í morgun, eða átján sentímetrar. Jólasnjórinn er því líklega kominn en stytta á upp í dag. Veðrið verður þó áfram leiðinlegt. „Það hvessir dálítið annað kvöld og svo verður mjög hvasst á mánudaginn og við erum komin með gula viðvörun fyrir Suðausturlandið þá út af stormi og öflugum vindhviðum,“ segir Þorsteinn. Björgunarsveitir hafa átt í nógu að snúast, sérstaklega á suðvesturhorninu, þar sem hundrað björgunarsveitarmenn eru að störfum. „Það er búið að kalla út sveitir á nánast öllu Suðvesturhorninu frá Vogum, Suðurnesjum og Grindavík. Það er fjöldi bíla í vandræðum á Grindavíkurvegi. Einhverjir fastir, einhverjir sem komast ekki út af föstum bílum,“ segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Helstu verkefni í morgun voru að koma heilbrigðisstarfsfólki til vinnu en útköllum fjölgaði í dagrenningu. „Við hvetjum fólk til að taka því rólega og huga að færð og veðri en í augnablikinu er best að vera heima,“ sagði Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29 Gular viðvaranir í gildi til hádegis Búist er við snjókomu sunnan- og vestanlands fram yfir hádegi. Gular viðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Breiðafirði og Suðurlandi gilda til hádegis. 17. desember 2022 09:09 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Samgöngur hafa víða rakast á suðvestanverðu landinu vegna veðurs. Hellisheiði, Þrengsli og Krýsuvíkurvegur eru lokuð, ófært er um Mosfellsheiði og Kjósarskarð og víða annars staðar eru vegir lokaðir. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð í Þorlákshöfn í nótt fyrir þá sem komust ekki leiðar sinnar vegna veðursins. Flugferðum hefur mörgum verið aflýst eða seinkað og ferðum strætisvagna sem ganga norður til Akureyrar frá Reykjavík og um Suðurland verið aflýst. Strætóferðir í Reykjavík ganga samkvæmt áætlun en notendur þjónustunnar verið beðnir um að fylgast með rauntímakorti þar sem ferðum getur seinkað vegna slæmrar færðar. Frá aðgerðum á Grindarvíkurvegi.Landsbjörg „Margir ætla að nota daginn í innkaup og snatt svo fólk þarf að taka því rólega þangað til er búið að ryðja göturnar almennilega,“segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með starfsmann á Twittervaktinni í gærkvöldi og í nótt, sem er árlegur viðburður, þar sem greint var frá öllum útköllum lögreglu. Veðurtengdar tilkynningar voru áberandi og mikið um minniháttar umferðarslys tengd snjókomunni. Þá þurfti lögregla að koma nokkrum til aðstoðar í miðborginni í nótt sem komust ekki leiðar sinnar vegna ófærðarinnar. Minniháttar umferðarslys í snjónum, dráttarbílar færðu ökutæki af vettvangi. #löggutíst #færðin— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Tilkynnt var um sídettandi manneskju með trefil og húfu í miðbæ Reykjavíkur. Lögregla fór á stúfana og fann viðkomandi og kom henni heim #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2022 Snjórinn mældist dýpstur við Vogsósa í morgun, eða átján sentímetrar. Jólasnjórinn er því líklega kominn en stytta á upp í dag. Veðrið verður þó áfram leiðinlegt. „Það hvessir dálítið annað kvöld og svo verður mjög hvasst á mánudaginn og við erum komin með gula viðvörun fyrir Suðausturlandið þá út af stormi og öflugum vindhviðum,“ segir Þorsteinn. Björgunarsveitir hafa átt í nógu að snúast, sérstaklega á suðvesturhorninu, þar sem hundrað björgunarsveitarmenn eru að störfum. „Það er búið að kalla út sveitir á nánast öllu Suðvesturhorninu frá Vogum, Suðurnesjum og Grindavík. Það er fjöldi bíla í vandræðum á Grindavíkurvegi. Einhverjir fastir, einhverjir sem komast ekki út af föstum bílum,“ segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Helstu verkefni í morgun voru að koma heilbrigðisstarfsfólki til vinnu en útköllum fjölgaði í dagrenningu. „Við hvetjum fólk til að taka því rólega og huga að færð og veðri en í augnablikinu er best að vera heima,“ sagði Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar.
Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29 Gular viðvaranir í gildi til hádegis Búist er við snjókomu sunnan- og vestanlands fram yfir hádegi. Gular viðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Breiðafirði og Suðurlandi gilda til hádegis. 17. desember 2022 09:09 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29
Gular viðvaranir í gildi til hádegis Búist er við snjókomu sunnan- og vestanlands fram yfir hádegi. Gular viðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Breiðafirði og Suðurlandi gilda til hádegis. 17. desember 2022 09:09
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum