Tónlist

Ótrúlega samrýmdir jólabræður á Íslenska listanum

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Friðrik Dór og Jón Jónsson eru mættir með jólaskapið á Íslenska listann á FM.
Friðrik Dór og Jón Jónsson eru mættir með jólaskapið á Íslenska listann á FM. Aðsend

Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson dreifa jólaskapinu á Íslenska listanum á FM í þessari viku en lagið þeirra Jólabróðir er kynnt inn sem líklegt til vinsælda.

Lagið er létt og skemmtilegt jólalag og fjallar um að þeir bræður sakni hvers annars um jólin en að eigin sögn hafa þeir alltaf átt náið og gott bræðrasamband.

„Lagið Jólabróðir fjallar um æsku okkar bræðra, jólaæsku okkar það er að segja. Við áttum auðvitað alveg ótrúlega falleg jól alla okkar æsku og vorum ótrúlega samrýmdir,“ segir Friðrik Dór í samtali við Íslenska listann.

Söngkonan Bríet skaust svo aftur í fyrsta sæti listans með einstaka ábreiðu sína af laginu Dýrð í dauðaþögn. Lagið sat í tíunda sæti í síðustu viku og átti öfluga endurkomu í dag.

Í dag var jafnframt síðasti Íslenski listi ársins fluttur en á gamlársdag verður svo árslistinn 2022 afhjúpaður.

Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.

Lög Íslenska listans:

Íslenski listinn á Spotify:


Tengdar fréttir

P!nk með vinsælasta lagið

Tónlistarkonan P!nk situr í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið sitt „Never Gonna Not Dance Again“. Lagið hefur verið á stöðugri siglingu upp listann undanfarnar vikur og er þetta í fyrsta skipti í dágóðan tíma sem hún er mætt á toppinn.

Adele drekkur vín og þykir líkleg til vinsælda

Breska stórstjarnan og söngkonan Adele var kynnt inn sem líkleg til vinsælda á Íslenska listanum á FM í dag með lagið I Drink Wine. Lagið er að finna á plötunni 30 sem Adele sendi frá sér í fyrra.

Bríet í fyrsta sæti Íslenska listans

Íslenska stórstjarnan Bríet situr á toppi Íslenska listans í þessari viku með ábreiðu af laginu Dýrð í dauðaþögn en lagið hefur verið á leið upp listann að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×