Kannast ekki við meint hundrað milljóna loforð aðstoðarmanns Kristín Ólafsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 16. desember 2022 14:01 Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki rétt að aðstoðarmaður hans hafi lofað ÍBV hundrað milljóna króna styrk vegna tekjubrests í kórónuveirufaraldrinum. Það sé hvorki hlutverk hans, ráðherrans, né aðstoðarmanna að lofa einstökum félögum fjárhæðum. Fjárlaganefnd fari með úthlutunarvald í málaflokknum. Greint var frá því í gær að Haraldur Pálsson framkvæmdastjóri ÍBV hefði sent fjárlaganefnd erindi, þar sem hann óskaði eftir því að nefndin tryggði að ríkið greiddi félaginu sextíu milljóna króna eftirstöðvar af hundrað milljóna króna styrk. Haraldur hélt því enn fremur fram að aðstoðarmaður Ásmundar Einars hafi „staðfest að félagið fengi 100 milljónir króna úr sjóðnum bæði í samtölum og í smáskilaboðum“. Ásmundur Einar segir í samtali við fréttastofu að fjárlaganefnd hafi vissulega samþykkt fjárveitingu sem ætluð var íþróttafélögum sem urðu fyrir tapi í kórónuveirufaraldrinum, eins og ÍBV. „Hins vegar var það þannig að skilaboðin sem samþykkt voru á Alþingi kölluðu á það að við færum í samtal við fleiri íþróttafélög. Úr því varð miklu stærri úthlutun sem er nú búið að samþykkja fjárveitingar til upp á hátt í hálfan milljarð, sem þetta rennur inn í. Og er til allra íþróttafélaga og þar með ÍBV,“ segir Ásmundur. Hreinlega ekki rétt að aðstoðarmaðurinn hafi lofað peningnum Þannig að ÍBV fær engan sérdíl þarna? „Ja, það er þannig eins og ég segi að fjárlaganefnd samþykkti ákveðnar fjárhæðir þarna og það var með þeim skilyrðum að við ættum að skoða þetta í víðara samhengi. Það gerðum við og unnum eftir því. En hins vegar skil ég vel stöðu ÍBV sem voru búin að undirbúa þjóðhátíð og allt slikt, þannig að við munum reyna að vinna það líka.“ En hvað finnst þér um að aðstoðarmaður þinn sé að lofa svona einu félagi pening? „Það er bara ekki rétt. Það er fjárveitingavaldið, það er fjárlaganefnd á Alþingi sem fer með fjárveitingar. Það var gert í þessu tilfelli, það var sérstaklega tekið fram að þetta væri til ÍBV og annarra félaga sem væru í sambærilegri stöðu.“ Þannig að það er ekki rétt að hann hafi lofað þessum peningum? „Ég kannast ekki við það. Það er fjárlaganefnd sem lagði þetta til, ákveðnar fjárveitingar og stuðning með þessum hætti. Það höfum við unnið enda er það hvorki í mínu valdi né aðstoðarmanna að lofa einstökum félögum háum fjárhæðum. En það er hins vegar líka rétt að ÍBV varð fyrir miklu tjóni þegar þjóðhátíð var slaufað í Covid-faraldri. Og ástæða þess að brugðist var við af hálfu fjárlaganefndar og ríkisvaldsins var meðal annars sú. En það eru fleiri íþróttafélög í þessari stöðu og við erum að vinna með það.“ Vestmannaeyjar ÍBV Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Greint var frá því í gær að Haraldur Pálsson framkvæmdastjóri ÍBV hefði sent fjárlaganefnd erindi, þar sem hann óskaði eftir því að nefndin tryggði að ríkið greiddi félaginu sextíu milljóna króna eftirstöðvar af hundrað milljóna króna styrk. Haraldur hélt því enn fremur fram að aðstoðarmaður Ásmundar Einars hafi „staðfest að félagið fengi 100 milljónir króna úr sjóðnum bæði í samtölum og í smáskilaboðum“. Ásmundur Einar segir í samtali við fréttastofu að fjárlaganefnd hafi vissulega samþykkt fjárveitingu sem ætluð var íþróttafélögum sem urðu fyrir tapi í kórónuveirufaraldrinum, eins og ÍBV. „Hins vegar var það þannig að skilaboðin sem samþykkt voru á Alþingi kölluðu á það að við færum í samtal við fleiri íþróttafélög. Úr því varð miklu stærri úthlutun sem er nú búið að samþykkja fjárveitingar til upp á hátt í hálfan milljarð, sem þetta rennur inn í. Og er til allra íþróttafélaga og þar með ÍBV,“ segir Ásmundur. Hreinlega ekki rétt að aðstoðarmaðurinn hafi lofað peningnum Þannig að ÍBV fær engan sérdíl þarna? „Ja, það er þannig eins og ég segi að fjárlaganefnd samþykkti ákveðnar fjárhæðir þarna og það var með þeim skilyrðum að við ættum að skoða þetta í víðara samhengi. Það gerðum við og unnum eftir því. En hins vegar skil ég vel stöðu ÍBV sem voru búin að undirbúa þjóðhátíð og allt slikt, þannig að við munum reyna að vinna það líka.“ En hvað finnst þér um að aðstoðarmaður þinn sé að lofa svona einu félagi pening? „Það er bara ekki rétt. Það er fjárveitingavaldið, það er fjárlaganefnd á Alþingi sem fer með fjárveitingar. Það var gert í þessu tilfelli, það var sérstaklega tekið fram að þetta væri til ÍBV og annarra félaga sem væru í sambærilegri stöðu.“ Þannig að það er ekki rétt að hann hafi lofað þessum peningum? „Ég kannast ekki við það. Það er fjárlaganefnd sem lagði þetta til, ákveðnar fjárveitingar og stuðning með þessum hætti. Það höfum við unnið enda er það hvorki í mínu valdi né aðstoðarmanna að lofa einstökum félögum háum fjárhæðum. En það er hins vegar líka rétt að ÍBV varð fyrir miklu tjóni þegar þjóðhátíð var slaufað í Covid-faraldri. Og ástæða þess að brugðist var við af hálfu fjárlaganefndar og ríkisvaldsins var meðal annars sú. En það eru fleiri íþróttafélög í þessari stöðu og við erum að vinna með það.“
Vestmannaeyjar ÍBV Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira