Lífið

Pakkar jólagjöfunum inn í klúta og gömul föt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega frumleg innpökkun.
Einstaklega frumleg innpökkun.

Fatahönnuðurinn og jógakennarinn Eva Dögg Rúnarsdóttir er mjög frumleg þegar kemur að innpökkun á gjöfum og hátíðarskreytingum.

Pakkarnir hennar eru einfaldlega engu líkir eins og kemur fram í nýjasta innslagi Íslands í dag sem var sýnt á Stöð 2 í gærkvöldi. Þá fór Vala Matt í heimsókn til Evu og fékk að sjá nokkra vel valdar innpakkaðar gjafir.

Eva til að mynda pakkar inn gjöfum í klúta eða skemmtileg gömul föt eða falleg litrík efni. Svo notar hún gamlar flöskur og skreytir og einnig þurrkaða ávexti og krydd. Allt mjög ódýrt og flott eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×