Tillögu fulltrúa VG í Múlaþingi um fýsileika kjarnorkuvers hafnað Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2022 09:56 Helgi Hlynur Ásgrímsson er sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna í sveitarstjórn Múlaþings. Getty/VG Tillögu sveitarstjórnarfulltrúa Vinstri grænna í Múlaþingi um að sveitarfélagið ráðist í gerð fýsileikakönnunar um uppsetningu og rekstur kjarnorkuvers var hafnað á fundi sveitarstjórnar í gær. Helgi Hlynur Ásgrímsson, fulltrúi VG í sveitarstjórn, segist í samtali við Vísi að einhver alvara hafi verið að baki tillögunni, en hann hafi fyrst og fremst viljað skapa umræðu um hugmyndir um uppsetningu vindmyllugarða á landinu. „Ég er að reyna að setja hlutina í aðeins stærra samhengi. Þessi vindorkuáform sem uppi eru í dag eru svo sturluð. Það er verið að tala um svo ofboðslegt magn og svo víða. Ég vildi því kasta fram þeirri spurningu hvort að ekki sé skynsamlegra að kanna möguleika á því að setja upp kjarnorkuver í stað þúsunda vindmylla sem myndu sjá fólki fyrir mjög óstöðugu rafmagni,“ segir Helgi Hlynur. Sjá má upptöku af fundinum að neðan. Umræðan um fýsileikakönnunina má sjá þegar rúmlega tveir tímar og ellefu mínútur eru liðnar. Fékk umræðu Helgi Hlynur segist hafa fengið umræðu í sveitarstjórn, líkt og óskað hafi verið eftir. Tillögunni hafi þó verið hafnað af meirihlutanum, en minnihlutinn sat hjá, Helgi Hlynur þar með talinn. Hann segir að sveitarfélagið hafi á síðustu árum látið greina mögulegar staðsetningar fyrir hugsanleg vindorkumannvirki innan marka sveitarfélagsins. Rúmlega fimm milljónum króna hafi verið varið í slíka greiningu. „Þetta eru sturlaðar hugmyndir sem þarna eru uppi. Ég vildi með þessu vilja koma umræðunni upp úr hjólförunum,“ segir Helgi Hlynur. Helgi Hlynur segir að sveitarfélagið hafi á síðustu árum látið greina mögulegar staðsetningar fyrir hugsanleg vindorkumannvirki innan marka sveitarfélagsins.Getty Stórkarlaleg umræða Í ræðu sinni á fundi sveitarstjórnar sagði Helgi að orkuumræðan hafi undanfarið verið ansi stórkarlaleg og á forsendum erlendra stórfyrirtækja sem sjái möguleika á rekstri vindorkuvera í stórum stíl á Íslandi. Öllum megi þó vera ljóst vera að sá rekstur gangi ekki upp fjárhagslega miðað við núverandi orkuverð á Íslandi. „Og hvernig á þessi vindorkuvæðing að geta gengið upp miðað við íslenska raforkukerfið eins og það er? Á Landsvirkjun að jafna framboðið inn á kerfið fyrir erlendu fyrirtækin? Á Landsvirkjun þá að auka framleiðslugetu vatnsaflsvirkjana svo hægt verði að draga úr framleiðslu þegar vind hreyfir og auka þegar lygnir og verja til þess hundruðum milljarða? Eða er planið bara að leggja streng til Evrópu?“ Að lokinni umræðu var eftirfarandi tillaga lögð fram á fundinum: „Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki láta fara fram fýsileikakönnun á uppsetningu og rekstri kjarnorkuvers í Múlaþingi enda engin aðili sýnt áhuga á slíkum rekstri í sveitarfélaginu.“ Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum. Fimm sátu hjá. Múlaþing Kjarnorka Orkumál Vindorka Vinstri græn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira
Helgi Hlynur Ásgrímsson, fulltrúi VG í sveitarstjórn, segist í samtali við Vísi að einhver alvara hafi verið að baki tillögunni, en hann hafi fyrst og fremst viljað skapa umræðu um hugmyndir um uppsetningu vindmyllugarða á landinu. „Ég er að reyna að setja hlutina í aðeins stærra samhengi. Þessi vindorkuáform sem uppi eru í dag eru svo sturluð. Það er verið að tala um svo ofboðslegt magn og svo víða. Ég vildi því kasta fram þeirri spurningu hvort að ekki sé skynsamlegra að kanna möguleika á því að setja upp kjarnorkuver í stað þúsunda vindmylla sem myndu sjá fólki fyrir mjög óstöðugu rafmagni,“ segir Helgi Hlynur. Sjá má upptöku af fundinum að neðan. Umræðan um fýsileikakönnunina má sjá þegar rúmlega tveir tímar og ellefu mínútur eru liðnar. Fékk umræðu Helgi Hlynur segist hafa fengið umræðu í sveitarstjórn, líkt og óskað hafi verið eftir. Tillögunni hafi þó verið hafnað af meirihlutanum, en minnihlutinn sat hjá, Helgi Hlynur þar með talinn. Hann segir að sveitarfélagið hafi á síðustu árum látið greina mögulegar staðsetningar fyrir hugsanleg vindorkumannvirki innan marka sveitarfélagsins. Rúmlega fimm milljónum króna hafi verið varið í slíka greiningu. „Þetta eru sturlaðar hugmyndir sem þarna eru uppi. Ég vildi með þessu vilja koma umræðunni upp úr hjólförunum,“ segir Helgi Hlynur. Helgi Hlynur segir að sveitarfélagið hafi á síðustu árum látið greina mögulegar staðsetningar fyrir hugsanleg vindorkumannvirki innan marka sveitarfélagsins.Getty Stórkarlaleg umræða Í ræðu sinni á fundi sveitarstjórnar sagði Helgi að orkuumræðan hafi undanfarið verið ansi stórkarlaleg og á forsendum erlendra stórfyrirtækja sem sjái möguleika á rekstri vindorkuvera í stórum stíl á Íslandi. Öllum megi þó vera ljóst vera að sá rekstur gangi ekki upp fjárhagslega miðað við núverandi orkuverð á Íslandi. „Og hvernig á þessi vindorkuvæðing að geta gengið upp miðað við íslenska raforkukerfið eins og það er? Á Landsvirkjun að jafna framboðið inn á kerfið fyrir erlendu fyrirtækin? Á Landsvirkjun þá að auka framleiðslugetu vatnsaflsvirkjana svo hægt verði að draga úr framleiðslu þegar vind hreyfir og auka þegar lygnir og verja til þess hundruðum milljarða? Eða er planið bara að leggja streng til Evrópu?“ Að lokinni umræðu var eftirfarandi tillaga lögð fram á fundinum: „Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki láta fara fram fýsileikakönnun á uppsetningu og rekstri kjarnorkuvers í Múlaþingi enda engin aðili sýnt áhuga á slíkum rekstri í sveitarfélaginu.“ Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum. Fimm sátu hjá.
Múlaþing Kjarnorka Orkumál Vindorka Vinstri græn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira