Tillögu fulltrúa VG í Múlaþingi um fýsileika kjarnorkuvers hafnað Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2022 09:56 Helgi Hlynur Ásgrímsson er sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna í sveitarstjórn Múlaþings. Getty/VG Tillögu sveitarstjórnarfulltrúa Vinstri grænna í Múlaþingi um að sveitarfélagið ráðist í gerð fýsileikakönnunar um uppsetningu og rekstur kjarnorkuvers var hafnað á fundi sveitarstjórnar í gær. Helgi Hlynur Ásgrímsson, fulltrúi VG í sveitarstjórn, segist í samtali við Vísi að einhver alvara hafi verið að baki tillögunni, en hann hafi fyrst og fremst viljað skapa umræðu um hugmyndir um uppsetningu vindmyllugarða á landinu. „Ég er að reyna að setja hlutina í aðeins stærra samhengi. Þessi vindorkuáform sem uppi eru í dag eru svo sturluð. Það er verið að tala um svo ofboðslegt magn og svo víða. Ég vildi því kasta fram þeirri spurningu hvort að ekki sé skynsamlegra að kanna möguleika á því að setja upp kjarnorkuver í stað þúsunda vindmylla sem myndu sjá fólki fyrir mjög óstöðugu rafmagni,“ segir Helgi Hlynur. Sjá má upptöku af fundinum að neðan. Umræðan um fýsileikakönnunina má sjá þegar rúmlega tveir tímar og ellefu mínútur eru liðnar. Fékk umræðu Helgi Hlynur segist hafa fengið umræðu í sveitarstjórn, líkt og óskað hafi verið eftir. Tillögunni hafi þó verið hafnað af meirihlutanum, en minnihlutinn sat hjá, Helgi Hlynur þar með talinn. Hann segir að sveitarfélagið hafi á síðustu árum látið greina mögulegar staðsetningar fyrir hugsanleg vindorkumannvirki innan marka sveitarfélagsins. Rúmlega fimm milljónum króna hafi verið varið í slíka greiningu. „Þetta eru sturlaðar hugmyndir sem þarna eru uppi. Ég vildi með þessu vilja koma umræðunni upp úr hjólförunum,“ segir Helgi Hlynur. Helgi Hlynur segir að sveitarfélagið hafi á síðustu árum látið greina mögulegar staðsetningar fyrir hugsanleg vindorkumannvirki innan marka sveitarfélagsins.Getty Stórkarlaleg umræða Í ræðu sinni á fundi sveitarstjórnar sagði Helgi að orkuumræðan hafi undanfarið verið ansi stórkarlaleg og á forsendum erlendra stórfyrirtækja sem sjái möguleika á rekstri vindorkuvera í stórum stíl á Íslandi. Öllum megi þó vera ljóst vera að sá rekstur gangi ekki upp fjárhagslega miðað við núverandi orkuverð á Íslandi. „Og hvernig á þessi vindorkuvæðing að geta gengið upp miðað við íslenska raforkukerfið eins og það er? Á Landsvirkjun að jafna framboðið inn á kerfið fyrir erlendu fyrirtækin? Á Landsvirkjun þá að auka framleiðslugetu vatnsaflsvirkjana svo hægt verði að draga úr framleiðslu þegar vind hreyfir og auka þegar lygnir og verja til þess hundruðum milljarða? Eða er planið bara að leggja streng til Evrópu?“ Að lokinni umræðu var eftirfarandi tillaga lögð fram á fundinum: „Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki láta fara fram fýsileikakönnun á uppsetningu og rekstri kjarnorkuvers í Múlaþingi enda engin aðili sýnt áhuga á slíkum rekstri í sveitarfélaginu.“ Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum. Fimm sátu hjá. Múlaþing Kjarnorka Orkumál Vindorka Vinstri græn Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Helgi Hlynur Ásgrímsson, fulltrúi VG í sveitarstjórn, segist í samtali við Vísi að einhver alvara hafi verið að baki tillögunni, en hann hafi fyrst og fremst viljað skapa umræðu um hugmyndir um uppsetningu vindmyllugarða á landinu. „Ég er að reyna að setja hlutina í aðeins stærra samhengi. Þessi vindorkuáform sem uppi eru í dag eru svo sturluð. Það er verið að tala um svo ofboðslegt magn og svo víða. Ég vildi því kasta fram þeirri spurningu hvort að ekki sé skynsamlegra að kanna möguleika á því að setja upp kjarnorkuver í stað þúsunda vindmylla sem myndu sjá fólki fyrir mjög óstöðugu rafmagni,“ segir Helgi Hlynur. Sjá má upptöku af fundinum að neðan. Umræðan um fýsileikakönnunina má sjá þegar rúmlega tveir tímar og ellefu mínútur eru liðnar. Fékk umræðu Helgi Hlynur segist hafa fengið umræðu í sveitarstjórn, líkt og óskað hafi verið eftir. Tillögunni hafi þó verið hafnað af meirihlutanum, en minnihlutinn sat hjá, Helgi Hlynur þar með talinn. Hann segir að sveitarfélagið hafi á síðustu árum látið greina mögulegar staðsetningar fyrir hugsanleg vindorkumannvirki innan marka sveitarfélagsins. Rúmlega fimm milljónum króna hafi verið varið í slíka greiningu. „Þetta eru sturlaðar hugmyndir sem þarna eru uppi. Ég vildi með þessu vilja koma umræðunni upp úr hjólförunum,“ segir Helgi Hlynur. Helgi Hlynur segir að sveitarfélagið hafi á síðustu árum látið greina mögulegar staðsetningar fyrir hugsanleg vindorkumannvirki innan marka sveitarfélagsins.Getty Stórkarlaleg umræða Í ræðu sinni á fundi sveitarstjórnar sagði Helgi að orkuumræðan hafi undanfarið verið ansi stórkarlaleg og á forsendum erlendra stórfyrirtækja sem sjái möguleika á rekstri vindorkuvera í stórum stíl á Íslandi. Öllum megi þó vera ljóst vera að sá rekstur gangi ekki upp fjárhagslega miðað við núverandi orkuverð á Íslandi. „Og hvernig á þessi vindorkuvæðing að geta gengið upp miðað við íslenska raforkukerfið eins og það er? Á Landsvirkjun að jafna framboðið inn á kerfið fyrir erlendu fyrirtækin? Á Landsvirkjun þá að auka framleiðslugetu vatnsaflsvirkjana svo hægt verði að draga úr framleiðslu þegar vind hreyfir og auka þegar lygnir og verja til þess hundruðum milljarða? Eða er planið bara að leggja streng til Evrópu?“ Að lokinni umræðu var eftirfarandi tillaga lögð fram á fundinum: „Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki láta fara fram fýsileikakönnun á uppsetningu og rekstri kjarnorkuvers í Múlaþingi enda engin aðili sýnt áhuga á slíkum rekstri í sveitarfélaginu.“ Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum. Fimm sátu hjá.
Múlaþing Kjarnorka Orkumál Vindorka Vinstri græn Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira