Fela ráðherra að endurskoða styrki í ljósi fjölmiðlaumræðu Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2022 20:53 Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fær það verkefni að útfæra viðbótarstyrk við einkarekna fjölmiðla sem meirihluti fjárlaganefndar lagði til. Vísir/Vilhelm Meirihluti fjárlaganefndar beinir því til ráðherra að endurskoða reglur um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um ákvörðun nefndarinnar um hundrað milljón króna styrk til framleiðslu sjónvarpsefnis. Tillaga meirihluta fjárlaganefndar um að veita hundrað milljónir króna til þess að styrkja einkarekna fjölmiðla sem framleiða sjónvarpsefni um landsbyggðina var samþykkt í annarri umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á dögunum. Kjarninn greindi frá því í dag að tillagan hefði verið sett inn í nefndarálit fjárlaganefndar eftir beiðni framkvæmdastjóra sjónvarpsstöðvarinnar N4 á Akureyri. Framkvæmdastjórinn er mágkona Stefáns Vagns Stefánssonar, fulltrúa Framsóknarflokksins, í fjárlaganefnd sem stóð að meirihlutaálitinu. Gagnrýnendur tillögunnar sögðu hana í reynd fela í sér styrk við einn tiltekinn fjölmiðil, N4. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði meirihluta nefndarinnar hafa tekið úr sambandi leikreglur um hvernig styrkjum til einkarekinna fjölmiðla er úthlutað í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Formaður Blaðamannafélagsins sagði ekki hægt að réttlæta styrkveitingu á svo duttlungafullan hátt í dag. Í viðbótarnefndaráliti sem var birt á vef Alþingis í kvöld er vísað til umræðu í fjölmiðlum þegar meirihlutinn beinir því til ráðherra að endurskoða þær reglur sem gildi um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni þannig að aukið tillit verði tekið til þeirra sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Kjarninn og Stundin segja að með þessu falli meirihlutinn frá þeirri tillögu sem hefði falið í sér styrk til N4. Vísar Kjarninn til heimilda um að hundrað milljónirnar renni í staðinn inn í það styrkjakerfi sem er til staðar fyrir einkareikna fjölmiðla. Vísir hefur ekki náð tali af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formanni fjárlaganefndar, eða öðrum nefndarmanni sem gæti skýrt hvað nýjasta tillaga meirihlutans þýðir í reynd. Vilhjálmur Árnason, annar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, segir hins vegar að af sinni hálfu hafi aldrei staðið til að styrkja aðeins einn fjölmiðil. Ætlunin hafi verið að styrkurinn væri opinn öllum fjölmiðlum sem fjölluðu um landsbyggðina, óháð staðsetningu. Fjölmiðlar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Styrkbeiðni N4 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Tillaga meirihluta fjárlaganefndar um að veita hundrað milljónir króna til þess að styrkja einkarekna fjölmiðla sem framleiða sjónvarpsefni um landsbyggðina var samþykkt í annarri umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á dögunum. Kjarninn greindi frá því í dag að tillagan hefði verið sett inn í nefndarálit fjárlaganefndar eftir beiðni framkvæmdastjóra sjónvarpsstöðvarinnar N4 á Akureyri. Framkvæmdastjórinn er mágkona Stefáns Vagns Stefánssonar, fulltrúa Framsóknarflokksins, í fjárlaganefnd sem stóð að meirihlutaálitinu. Gagnrýnendur tillögunnar sögðu hana í reynd fela í sér styrk við einn tiltekinn fjölmiðil, N4. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði meirihluta nefndarinnar hafa tekið úr sambandi leikreglur um hvernig styrkjum til einkarekinna fjölmiðla er úthlutað í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Formaður Blaðamannafélagsins sagði ekki hægt að réttlæta styrkveitingu á svo duttlungafullan hátt í dag. Í viðbótarnefndaráliti sem var birt á vef Alþingis í kvöld er vísað til umræðu í fjölmiðlum þegar meirihlutinn beinir því til ráðherra að endurskoða þær reglur sem gildi um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni þannig að aukið tillit verði tekið til þeirra sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Kjarninn og Stundin segja að með þessu falli meirihlutinn frá þeirri tillögu sem hefði falið í sér styrk til N4. Vísar Kjarninn til heimilda um að hundrað milljónirnar renni í staðinn inn í það styrkjakerfi sem er til staðar fyrir einkareikna fjölmiðla. Vísir hefur ekki náð tali af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formanni fjárlaganefndar, eða öðrum nefndarmanni sem gæti skýrt hvað nýjasta tillaga meirihlutans þýðir í reynd. Vilhjálmur Árnason, annar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, segir hins vegar að af sinni hálfu hafi aldrei staðið til að styrkja aðeins einn fjölmiðil. Ætlunin hafi verið að styrkurinn væri opinn öllum fjölmiðlum sem fjölluðu um landsbyggðina, óháð staðsetningu.
Fjölmiðlar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Styrkbeiðni N4 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira