Þorvaldur Davíð valinn í Shooting Stars hópinn fyrir 2023 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. desember 2022 09:30 Þorvaldur Davíð útskrifaðist fyrstur Íslendinga af leiklistarbraut Juilliard-listaháskólans í New York. Aðsent Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur verið valinn í Shooting Stars hópinn árið 2023. Á hverju ári velja samtökin European Film Promotion (EFP) tíu unga og efnilega leikara og leikkonur. Leikararnir eru valdir úr hópi aðildarlanda samtakana, sem hafa vakið sérstaka athygli í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi. Hópurinn verður kynntur sérstaklega á Berlinale kvikmyndahátíðinni sem fer fram 16. til 26. febrúar 2023. Meðlimir EFP samtakanna eru kvikmynda- og kynningarmiðstöðvar frá 37 löndum og er Kvikmyndamiðstöð Íslands ein af þeim. Hraustlegt yfirbragð og viðkvæmni Átta konur og tveir karlar voru valin í hópinn í ár, af 27 tilnefndum. Það er fjölþjóðleg dómnefnd sem velur hópinn, skipuð Jan Komasa frá Póllandi, Rebeccu van Unen frá Hollandi, Mariu Ekerhovd frá Noregi, Leo Barraclough frá Englandi og Veronicu Echegui, sem áður var í hópi Shooting Stars. „Um leið og Þorvaldur Davíð birtist í kvikmynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, Svari við bréfi Helgu, stafar af honum mikil útgeislun. Hann fangar fullkomlega hlutverk ástsjúks bónda sem verður heltekinn af ástríðu fyrir upprennandi skáldkonu,“ segir í umsögn dómnefndar EFP. „Í honum sameinast hraustlegt yfirbragð og viðkvæmni, sem laðar áhorfendur að honum og fær þá til að taka afstöðu með honum.“ Þorvaldur Davíð í hlutverki sínu í kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu.Aðsent Fyrstur í Juilliard „Þorvaldur Davíð lærði við hinn virta Juilliard-listaháskóla í New York. Hann útskrifaðist úr leiklistardeild skólans 2011, fyrstur Íslendinga, og naut meðal annars stuðnings styrktarsjóðs Robins Williams leikara á meðan náminu stóð. Ári eftir útskriftina fór hann með fyrsta aðalhlutverkið sitt í kvikmynd, í Svörtum á leik, og hlaut fyrir það tilnefningu til Edduverðlauna fyrir besta leik í aðalhlutverki. Árið 2020 hlaut hann Edduverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir sjónvarpsþáttaröðina Ráðherrann,“ segir í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Myndirnar Vonarstræti og Ég man þig nutu mikilla vinsælda á Íslandi og hafa myndir sem hann hefur leikið í verið sýndar á virtum kvikmyndahátíðum. Þorvaldur Davíð hefur að auki talsett teiknimyndir. Skemmst er að nefna Já-fólkið, eftir Gísla Darra Halldórsson, sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna 2021. „Þorvaldur Davíð hefur einnig notið velgengni sem sviðsleikari og leikið í uppfærslum í bæði Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Hann var tilnefndur til Grímuverðlauna, sem besti leikari í aðalhlutverki, fyrir frammistöðu sína í Furðulegu háttalagi hunds um nótt sem sýnt var í Borgarleikhúsinu,“ segir í tilkynningunni um valið. Nýjasta kvikmynd hans, Svar við bréfi Helgu, sem frumsýnd var 2022, hefur hlotið jákvæð viðbrögð gagnrýnenda og áhorfenda. Var myndin nýverið sýnd á Tallinn Black Nights kvikmyndahátíðinni í Eistlandi, sem er á meðal virtustu kvikmyndahátíða Evrópu. Hera Hilmarsdóttir sem leikur aðalhlutverk á móti honum í myndinni var í þessum sama Shooting Stars hóp árið 2015. Aðsent Í hópi með Daniel Craig og Ingvari E. Sigurðssyni Dæmi um þekkta leikara sem hafa verið í Shooting Stars eru meðal annars Maisie Williams (2015), Riz Ahmed (2012), Alicia Vikander (2010), Carey Mulligan (2009), Nikolaj Lie Kaas (2003), Daniel Brühl (2003) og Daniel Craig (2000). Íslenskir leikarar sem áður hafa verið í Shooting Stars hópnum eru: Ingvar E. Sigurðsson 1999. Hilmir Snær Guðnason 2000. Baltasar Kormákur 2001. Margrét Vilhjálmsdóttir 2002. Nína Dögg Filippusdóttir 2003. Tómas Lemarquis 2004. Álfrún Örnólfsdóttir 2005. Björn Hlynur Haraldsson 2006. Gísli Örn Garðarsson 2007. Hilmar Guðjónsson 2012. Edda Magnason (íslensk/sænsk leikkona sem var valin fyrir hönd Svíþjóðar) 2014. Hera Hilmarsdóttir 2015. Atli Óskar Fjalarsson 2016. Krístín Þóra Haraldsdóttir 2019. Bíó og sjónvarp Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Sjá meira
Leikararnir eru valdir úr hópi aðildarlanda samtakana, sem hafa vakið sérstaka athygli í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi. Hópurinn verður kynntur sérstaklega á Berlinale kvikmyndahátíðinni sem fer fram 16. til 26. febrúar 2023. Meðlimir EFP samtakanna eru kvikmynda- og kynningarmiðstöðvar frá 37 löndum og er Kvikmyndamiðstöð Íslands ein af þeim. Hraustlegt yfirbragð og viðkvæmni Átta konur og tveir karlar voru valin í hópinn í ár, af 27 tilnefndum. Það er fjölþjóðleg dómnefnd sem velur hópinn, skipuð Jan Komasa frá Póllandi, Rebeccu van Unen frá Hollandi, Mariu Ekerhovd frá Noregi, Leo Barraclough frá Englandi og Veronicu Echegui, sem áður var í hópi Shooting Stars. „Um leið og Þorvaldur Davíð birtist í kvikmynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, Svari við bréfi Helgu, stafar af honum mikil útgeislun. Hann fangar fullkomlega hlutverk ástsjúks bónda sem verður heltekinn af ástríðu fyrir upprennandi skáldkonu,“ segir í umsögn dómnefndar EFP. „Í honum sameinast hraustlegt yfirbragð og viðkvæmni, sem laðar áhorfendur að honum og fær þá til að taka afstöðu með honum.“ Þorvaldur Davíð í hlutverki sínu í kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu.Aðsent Fyrstur í Juilliard „Þorvaldur Davíð lærði við hinn virta Juilliard-listaháskóla í New York. Hann útskrifaðist úr leiklistardeild skólans 2011, fyrstur Íslendinga, og naut meðal annars stuðnings styrktarsjóðs Robins Williams leikara á meðan náminu stóð. Ári eftir útskriftina fór hann með fyrsta aðalhlutverkið sitt í kvikmynd, í Svörtum á leik, og hlaut fyrir það tilnefningu til Edduverðlauna fyrir besta leik í aðalhlutverki. Árið 2020 hlaut hann Edduverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir sjónvarpsþáttaröðina Ráðherrann,“ segir í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Myndirnar Vonarstræti og Ég man þig nutu mikilla vinsælda á Íslandi og hafa myndir sem hann hefur leikið í verið sýndar á virtum kvikmyndahátíðum. Þorvaldur Davíð hefur að auki talsett teiknimyndir. Skemmst er að nefna Já-fólkið, eftir Gísla Darra Halldórsson, sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna 2021. „Þorvaldur Davíð hefur einnig notið velgengni sem sviðsleikari og leikið í uppfærslum í bæði Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Hann var tilnefndur til Grímuverðlauna, sem besti leikari í aðalhlutverki, fyrir frammistöðu sína í Furðulegu háttalagi hunds um nótt sem sýnt var í Borgarleikhúsinu,“ segir í tilkynningunni um valið. Nýjasta kvikmynd hans, Svar við bréfi Helgu, sem frumsýnd var 2022, hefur hlotið jákvæð viðbrögð gagnrýnenda og áhorfenda. Var myndin nýverið sýnd á Tallinn Black Nights kvikmyndahátíðinni í Eistlandi, sem er á meðal virtustu kvikmyndahátíða Evrópu. Hera Hilmarsdóttir sem leikur aðalhlutverk á móti honum í myndinni var í þessum sama Shooting Stars hóp árið 2015. Aðsent Í hópi með Daniel Craig og Ingvari E. Sigurðssyni Dæmi um þekkta leikara sem hafa verið í Shooting Stars eru meðal annars Maisie Williams (2015), Riz Ahmed (2012), Alicia Vikander (2010), Carey Mulligan (2009), Nikolaj Lie Kaas (2003), Daniel Brühl (2003) og Daniel Craig (2000). Íslenskir leikarar sem áður hafa verið í Shooting Stars hópnum eru: Ingvar E. Sigurðsson 1999. Hilmir Snær Guðnason 2000. Baltasar Kormákur 2001. Margrét Vilhjálmsdóttir 2002. Nína Dögg Filippusdóttir 2003. Tómas Lemarquis 2004. Álfrún Örnólfsdóttir 2005. Björn Hlynur Haraldsson 2006. Gísli Örn Garðarsson 2007. Hilmar Guðjónsson 2012. Edda Magnason (íslensk/sænsk leikkona sem var valin fyrir hönd Svíþjóðar) 2014. Hera Hilmarsdóttir 2015. Atli Óskar Fjalarsson 2016. Krístín Þóra Haraldsdóttir 2019.
Bíó og sjónvarp Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Sjá meira