Áminntur fyrir að ræða um óheiðarleika í framsetningu Katrínar á barnabótum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. desember 2022 16:16 Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingar sakaði forsætisráðherra um óheiðarlega framsetningu á breytingum á barnabótum vegna kjarasamninga í ræðustól Alþingis í dag og var í kjölfarið beðinn um að gæta orða sinna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku áminninguna óstinnt upp og kölluðu eftir sérstökum umræðum um fundarstjórn forseta. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndu báðir framsetningu stjórnvalda á aðgerðapakkanum í tengslum við kjarasamningana í gær í umræðum um störf þingsins. Þeir sátu báðir fund fjárlagnefndar í dag þar sem aðgerðirnar voru til umræðu. Björn Leví hélt því fram að við nánari skoðun séu í raun engar viðbætur við barnabætur í aðgerðapakkanum þar sem fjárheimildin sé sú sama. Sökum umsamdra launahækkana ættu bætur að skerðast hjá stærri hóp og að með breytingunni sé skerðingamörkum einungis breytt þannig að sama fjárheimild nýtist samt að fullu. „Það á alltaf að bregðast við til að kjarahækkun komi ekki niður á barnafólki og það er verið að gera það, en ekki til aukningar,“ sagði Björn Leví og sakaði forsætisráðherra um blekkingar. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Tónninn harðnaði nokkuð þegar Jóhann Páll steig upp í pontu vegna sama máls, en hann sakaði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að hafa villt um fyrir almenningi þegar fjallað var um umfang breytinganna á þinginu í gær. „Þetta er ótrúlega óheiðarlegt og ég er bara hálf miður mín yfir því hvers konar stjórnmálamaður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er orðinn. Að óheiðarleikinn sé svona, að svona sé gengið fram gagnvart þjóðþinginu í landinu. Ég fordæmi þetta.“ Þá greip Birgir Ármannsson orðið og bað um að þingmenn gæti orða sinna þegar vikið sé að öðrum þingmönnum og ráðherrum. Birgir Ármannsson forseti AlþingisVísir/Vilhelm Björn Leví óskaði í kjölfarið eftir umræðum um fundarstjórn forseta og gagnrýndi áminninguna. „Það sem við erum að upplifa hérna er það nákvæmlega sama og gerist í afsláttartíð. Þá er sett hærra verð fyrst og svo gefinn afsláttur af hærra verðinu. Við erum að sjá það nákvæmlega sama gerast með barnabætur. Það er í rauninni lægri fjárheimild sem er útreiknuð miðað við fyrri aðstæður og látið líta út fyrir að það sé hækkun. Þetta er óheiðarleg framsetning og við þurfum að geta talað um það með skýrum orðum,“ sagði Björn og vísaði til þess að í siðareglum ráðherra sé rætt um heiðarleika. Birgir sagði það það vissulega ekki óþekkt að í þingsal séu þingmenn gagnrýndir fyrir óheiðarlega framsetningu. „En þegar sagt er að viðkomandi sé óheiðarlegur stjórnmálamaður eða óheiðarleg manneskja þá hrekkur forseti við og það var það sem hann taldi ástæðu til að staldra við,“ sagði Birgir. Lenya Rún Taha Karim, þingmaður Pírata, tók undir með flokksfélaga sínum og sagði nú þegar búið að klippa vængina af stjórnarandstöðunni sem gegndi til að mynda ekki lengur formennsku í þingnefndum og sagðist telja það hættulega slóð að fara að taka fyrir gagnrýni þeirra á framkvæmdavaldið. Jóhann Páll steig að lokum upp og skýrði mál sitt. „Ég vil halda því til haga að ég hélt því ekki fram að hæstvirtur forsætisráðherra væri almennt óheiðarleg manneskja og ég ber gríðarlega virðingu fyrir henni og finnst hún að mörgu leyti mjög aðdáunarverður stjórnmálamaður. En þar af leiðandi geri ég ríkar kröfur til hennar. Ég stend við þau orð mín að það sé ákveðinn óheiðarleiki sem felst í hennar orðum,“ sagði Jóhann. „Hæstvirtur forsætisráðherra fór með rangt mál í gær og við verðum að geta talað um það.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Félagsmál Samfylkingin Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndu báðir framsetningu stjórnvalda á aðgerðapakkanum í tengslum við kjarasamningana í gær í umræðum um störf þingsins. Þeir sátu báðir fund fjárlagnefndar í dag þar sem aðgerðirnar voru til umræðu. Björn Leví hélt því fram að við nánari skoðun séu í raun engar viðbætur við barnabætur í aðgerðapakkanum þar sem fjárheimildin sé sú sama. Sökum umsamdra launahækkana ættu bætur að skerðast hjá stærri hóp og að með breytingunni sé skerðingamörkum einungis breytt þannig að sama fjárheimild nýtist samt að fullu. „Það á alltaf að bregðast við til að kjarahækkun komi ekki niður á barnafólki og það er verið að gera það, en ekki til aukningar,“ sagði Björn Leví og sakaði forsætisráðherra um blekkingar. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Tónninn harðnaði nokkuð þegar Jóhann Páll steig upp í pontu vegna sama máls, en hann sakaði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að hafa villt um fyrir almenningi þegar fjallað var um umfang breytinganna á þinginu í gær. „Þetta er ótrúlega óheiðarlegt og ég er bara hálf miður mín yfir því hvers konar stjórnmálamaður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er orðinn. Að óheiðarleikinn sé svona, að svona sé gengið fram gagnvart þjóðþinginu í landinu. Ég fordæmi þetta.“ Þá greip Birgir Ármannsson orðið og bað um að þingmenn gæti orða sinna þegar vikið sé að öðrum þingmönnum og ráðherrum. Birgir Ármannsson forseti AlþingisVísir/Vilhelm Björn Leví óskaði í kjölfarið eftir umræðum um fundarstjórn forseta og gagnrýndi áminninguna. „Það sem við erum að upplifa hérna er það nákvæmlega sama og gerist í afsláttartíð. Þá er sett hærra verð fyrst og svo gefinn afsláttur af hærra verðinu. Við erum að sjá það nákvæmlega sama gerast með barnabætur. Það er í rauninni lægri fjárheimild sem er útreiknuð miðað við fyrri aðstæður og látið líta út fyrir að það sé hækkun. Þetta er óheiðarleg framsetning og við þurfum að geta talað um það með skýrum orðum,“ sagði Björn og vísaði til þess að í siðareglum ráðherra sé rætt um heiðarleika. Birgir sagði það það vissulega ekki óþekkt að í þingsal séu þingmenn gagnrýndir fyrir óheiðarlega framsetningu. „En þegar sagt er að viðkomandi sé óheiðarlegur stjórnmálamaður eða óheiðarleg manneskja þá hrekkur forseti við og það var það sem hann taldi ástæðu til að staldra við,“ sagði Birgir. Lenya Rún Taha Karim, þingmaður Pírata, tók undir með flokksfélaga sínum og sagði nú þegar búið að klippa vængina af stjórnarandstöðunni sem gegndi til að mynda ekki lengur formennsku í þingnefndum og sagðist telja það hættulega slóð að fara að taka fyrir gagnrýni þeirra á framkvæmdavaldið. Jóhann Páll steig að lokum upp og skýrði mál sitt. „Ég vil halda því til haga að ég hélt því ekki fram að hæstvirtur forsætisráðherra væri almennt óheiðarleg manneskja og ég ber gríðarlega virðingu fyrir henni og finnst hún að mörgu leyti mjög aðdáunarverður stjórnmálamaður. En þar af leiðandi geri ég ríkar kröfur til hennar. Ég stend við þau orð mín að það sé ákveðinn óheiðarleiki sem felst í hennar orðum,“ sagði Jóhann. „Hæstvirtur forsætisráðherra fór með rangt mál í gær og við verðum að geta talað um það.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Félagsmál Samfylkingin Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira