Nú hægt að fylgjast með íbúðauppbyggingu í rauntíma Bjarki Sigurðsson skrifar 13. desember 2022 12:16 Með nýju korti HMS verða upplýsingar um íbúðauppbyggingu birtar í rauntíma en ekki tvisvar á ári líkt og gert var áður fyrr. Vísir/Vilhelm Nýtt gagnvirkt Íslandskort Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) er komið í loftið. Þar er hægt að skoða öll byggingaráform á landinu í rauntíma sem og skoða allar íbúðir í byggingu. Hingað til hafa upplýsingarnar einungis verið birtar tvisvar á ári. Tölfræðingur hjá HMS segir að kortið verði mikilvægt stjórntæki á sviði húsnæðismála. Nýja kortið sýnir rauntímaupplýsingar um fjölda íbúða í byggingu samkvæmt mannvirkjaskrá. Þetta er í fyrsta sinn sem hægt er að sjá fjölda íbúða í byggingu á einum stað. Með kortinu geta sveitarfélög, verktakar, lánastofnanir og fleiri byggt áætlanir sýnar á nákvæmari tölum en áður. Þorsteinn Arnalds, tölfræðingur hjá HMS, segir nýja kortið vera grundvöllur fyrir að geta séð hvernig byggingamarkaður er að þróast. „Þetta verður mikilvægt stjórntæki bæði, á sviði húsnæðismála til þess að gera raunhæfar áætlanir, og einnig til þess að fylgjast með í byggingareftirliti sem tryggir það að verið sé að fylgjast með þeim framkvæmdum sem eru í gangi. Það er hægt að sjá í fyrsta lagi fjöldann sem er í byggingu, svo er hægt að sjá hvar þær eru. Í mannvirkjaskrá er einnig hægt að sjá stöðu allra bygginga, sama hvort þær eru í byggingu eða eru fullbúnar. Bæði byggingarleyfi og úttektir sem farið hafa fram á byggingunum,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. Á opnum fundi sem fer nú fram í húsnæði stofnunarinnar í Borgartúni er fjallað um þetta nýja kort en einnig íbúðaþörf á Íslandi. Þorsteinn segir að miðað við áætlanir þeirra sé einhver óuppfyllt íbúðaþörf en fjallað verður um hvað hefur áhrif á metna íbúðaþörf og helstu óvissuþætti hennar. „Það hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni hugsanlegt ofmat á mannfjölda. Það sem skiptir meira máli fyrir framtíðaríbúðaþörf er þróun á mannfjölda, hversu mikið og hratt okkur fjölgar. Það hefur undanfarið verið megindrifkrafturinn í því hvernig við leggjum mat á þörf fyrir nýjar íbúðir. Í meginatriðum hefur matið verið mjög sambærilegt frá árinu 2019 þegar við byrjuðum á þessu. Til þess að fullnægja þörf fyrir íbúðir þá þyrfti að byggja um þrjú til fjögur þúsund íbúðir á ári næstu fimm árin,“ segir Þorsteinn. Miðað við áætlanir HMS þá er einhver óuppfyllt íbúðaþörf en Þorsteinn segir það erfitt að átta sig á því í núinu hversu mikill skortur sé á íbúðum. Eftirspurn á fasteignamarkaði ráðist oft til skamms tíma, sérstaklega út af þáttum eins og vöxtum og kaupmætti. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Sjá meira
Nýja kortið sýnir rauntímaupplýsingar um fjölda íbúða í byggingu samkvæmt mannvirkjaskrá. Þetta er í fyrsta sinn sem hægt er að sjá fjölda íbúða í byggingu á einum stað. Með kortinu geta sveitarfélög, verktakar, lánastofnanir og fleiri byggt áætlanir sýnar á nákvæmari tölum en áður. Þorsteinn Arnalds, tölfræðingur hjá HMS, segir nýja kortið vera grundvöllur fyrir að geta séð hvernig byggingamarkaður er að þróast. „Þetta verður mikilvægt stjórntæki bæði, á sviði húsnæðismála til þess að gera raunhæfar áætlanir, og einnig til þess að fylgjast með í byggingareftirliti sem tryggir það að verið sé að fylgjast með þeim framkvæmdum sem eru í gangi. Það er hægt að sjá í fyrsta lagi fjöldann sem er í byggingu, svo er hægt að sjá hvar þær eru. Í mannvirkjaskrá er einnig hægt að sjá stöðu allra bygginga, sama hvort þær eru í byggingu eða eru fullbúnar. Bæði byggingarleyfi og úttektir sem farið hafa fram á byggingunum,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. Á opnum fundi sem fer nú fram í húsnæði stofnunarinnar í Borgartúni er fjallað um þetta nýja kort en einnig íbúðaþörf á Íslandi. Þorsteinn segir að miðað við áætlanir þeirra sé einhver óuppfyllt íbúðaþörf en fjallað verður um hvað hefur áhrif á metna íbúðaþörf og helstu óvissuþætti hennar. „Það hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni hugsanlegt ofmat á mannfjölda. Það sem skiptir meira máli fyrir framtíðaríbúðaþörf er þróun á mannfjölda, hversu mikið og hratt okkur fjölgar. Það hefur undanfarið verið megindrifkrafturinn í því hvernig við leggjum mat á þörf fyrir nýjar íbúðir. Í meginatriðum hefur matið verið mjög sambærilegt frá árinu 2019 þegar við byrjuðum á þessu. Til þess að fullnægja þörf fyrir íbúðir þá þyrfti að byggja um þrjú til fjögur þúsund íbúðir á ári næstu fimm árin,“ segir Þorsteinn. Miðað við áætlanir HMS þá er einhver óuppfyllt íbúðaþörf en Þorsteinn segir það erfitt að átta sig á því í núinu hversu mikill skortur sé á íbúðum. Eftirspurn á fasteignamarkaði ráðist oft til skamms tíma, sérstaklega út af þáttum eins og vöxtum og kaupmætti.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent