Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2022 14:30 Ragnar Þór undirritar kjarasamninginn í Karphúsinu á öðrum tímanum. Vísir/Vilhelm Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. Greint var frá því nokkuð óvænt á tólfta tímanum í dag að samningar hefðu náðst. Maraþonfundarhelgi lauk á fimmta tímanum í nótt og engar vísbendingar um að búið væri að nást samkomulag. Hálftíma eða svo tók að skrifa undir samningana í Karphúsinu. Bæði þarf að undirrita mörg skjöl og um leið margir að undirrita þessi sömu skjöl. Að því loknu voru forystusauðirnir boðaðir inn í annað herbergi með fjölda ljósmyndara til að taka hópmynd. Beðið var eftir því að Ragnar Þór mætti. „Hvar er Ragnar?“, „fór Ragnar beint í vöfflurnar?“ var spurt. Svo var ákveðið að ljósmyndaherinn tæki sínar myndir. Viðsemjendur brostu, gerðu grín og hlýddu tilmælum ljósmyndara varðandi uppstillingu. Ekkert sást þó til Ragnars Þórs en nokkru síðar sást hann á ganginum og hélt út úr húsakynnum Ríkissáttasemjara. Aðalsteinn S. Leifsson ríkisáttasemjari fær samninginn í hendurnar frá Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA.Vísir/Vilhelm Beiðnum fjölmiðlamanna á staðnum um viðtal var hafnað. Þá hefur fréttastofa ekki náð tali af Ragnari síðan. Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. SA og SGS skrifuðu undir samning fyrir rúmri viku, samning sem formaður SGS fagnaði en Ragnar Þór gagnrýndi. Hann sagði samningsstöðu VR og annarra verkalýðsfélaga verri eftir undirritun þess samnings. „Eins og ég hef sagt þá hefði það verið óskastaðan ef hreyfingin hefði verið svona sameinaðari í þessarði nálgun. Þá kannski fyrst og fremst vegna þess að möguleikar okkar til þess að ná kannski meiri og betri eða stærri aðgerðapökkum frá stjórnvöldum og síðan önnur mál sem að geta verið öllum félögum mikilvæg, sameiginleg mál. Við hefðum átt meiri möguleika þar já,“ sagði Ragnar. Hann hefur enn ekki tjáð sig um ylvolga kjarasamninginn sem skrifað var undir á öðrum tímanum. Uppfært klukkan 15:35 Ragnar Þór tjáði fréttastofu rétt í þessu að hann ætlaði ekkert að tjá sig í dag. Hann væri varla búinn að sofa alla helgina og ætlaði að bíða með að ræða við fólk þangað til á morgun. Þá stóð í fyrri útgáfu fréttarinnar að þess hefði verið beðið að Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, varaformaður VR, kæmi í myndatökuna. Hún upplýsti fréttastofu síðar að hún hefði ekki verið boðuð í myndatökuna. Enda hefði hún annars að sjálfsögðu mætt í hana. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Greint var frá því nokkuð óvænt á tólfta tímanum í dag að samningar hefðu náðst. Maraþonfundarhelgi lauk á fimmta tímanum í nótt og engar vísbendingar um að búið væri að nást samkomulag. Hálftíma eða svo tók að skrifa undir samningana í Karphúsinu. Bæði þarf að undirrita mörg skjöl og um leið margir að undirrita þessi sömu skjöl. Að því loknu voru forystusauðirnir boðaðir inn í annað herbergi með fjölda ljósmyndara til að taka hópmynd. Beðið var eftir því að Ragnar Þór mætti. „Hvar er Ragnar?“, „fór Ragnar beint í vöfflurnar?“ var spurt. Svo var ákveðið að ljósmyndaherinn tæki sínar myndir. Viðsemjendur brostu, gerðu grín og hlýddu tilmælum ljósmyndara varðandi uppstillingu. Ekkert sást þó til Ragnars Þórs en nokkru síðar sást hann á ganginum og hélt út úr húsakynnum Ríkissáttasemjara. Aðalsteinn S. Leifsson ríkisáttasemjari fær samninginn í hendurnar frá Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA.Vísir/Vilhelm Beiðnum fjölmiðlamanna á staðnum um viðtal var hafnað. Þá hefur fréttastofa ekki náð tali af Ragnari síðan. Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. SA og SGS skrifuðu undir samning fyrir rúmri viku, samning sem formaður SGS fagnaði en Ragnar Þór gagnrýndi. Hann sagði samningsstöðu VR og annarra verkalýðsfélaga verri eftir undirritun þess samnings. „Eins og ég hef sagt þá hefði það verið óskastaðan ef hreyfingin hefði verið svona sameinaðari í þessarði nálgun. Þá kannski fyrst og fremst vegna þess að möguleikar okkar til þess að ná kannski meiri og betri eða stærri aðgerðapökkum frá stjórnvöldum og síðan önnur mál sem að geta verið öllum félögum mikilvæg, sameiginleg mál. Við hefðum átt meiri möguleika þar já,“ sagði Ragnar. Hann hefur enn ekki tjáð sig um ylvolga kjarasamninginn sem skrifað var undir á öðrum tímanum. Uppfært klukkan 15:35 Ragnar Þór tjáði fréttastofu rétt í þessu að hann ætlaði ekkert að tjá sig í dag. Hann væri varla búinn að sofa alla helgina og ætlaði að bíða með að ræða við fólk þangað til á morgun. Þá stóð í fyrri útgáfu fréttarinnar að þess hefði verið beðið að Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, varaformaður VR, kæmi í myndatökuna. Hún upplýsti fréttastofu síðar að hún hefði ekki verið boðuð í myndatökuna. Enda hefði hún annars að sjálfsögðu mætt í hana.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira