Í apríl tilkynnti parið að von væri á erfingja og fæddist drengurinn þann 10. nóvember síðastliðinn. Hrafnkatla hefur sett inn nokkrar myndir af syninum sem er með dökkt og mikið hár.
Flóni er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og Hrafnkatla nemur fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Benjamín er þeirra fyrsta barn. Flóni og Hrafnkatla keyptu sér íbúð fyrr á árinu sem þau tóku í gegn. Íbúðin er orðin hin glæsilegasta og hefur litla fjölskyldan hreiðrað um sig þar.
