Lífið

Flóni og Hrafn­katla eiga von á barni

Árni Sæberg skrifar
Rapparinn Flóni verður brátt einnig pabbinn Flóni.
Rapparinn Flóni verður brátt einnig pabbinn Flóni. Snorri Björnsson

Tónlistarmaðurinn Flóni og Hrafnkatla Unnarsdóttir kærasta hans eiga von á sínu fyrsta barni.

Flóni og Hrafnkatla, sem nemur fatahönnun við Listaháskóla Íslands, greindu sameiginlega frá því að þau eigi von á barni, á Instagram í kvöld.

Þau beittu hinni sígildu aðferð að birta einfaldlega mynd af niðurstöðu sónarskoðunar.

Hamingjuóskum hefur rignt yfir parið unga í kvöld og tekur Vísir að sjálfsögðu undir þær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.