Tillögum frá starfshópi lekið: Lagði til að rekið yrði spilavíti á Íslandi Bjarki Sigurðsson skrifar 11. desember 2022 13:31 Spilakassar í Vídeómarkaðnum í Hamraborg. Vísir/Vilhelm Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) hefur óskað eftir því að fá að reka spilavíti hér á landi og bjóða upp á fjárhættuspil á netinu. Heimspekingur líkir notkun háskólans á fjármunum úr spilakassarekstri við notkun á fjármunum frá Jeffrey Epstein. Miðillinn Times Higher Education (THE) kveður sig hafa gögn sem starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins sendi ráðuneytinu þar sem rætt er um að fá að reka spilavíti hér á landi. Gögnin hafa ekki verið gerð opinber en í grein THE segir að fjöldi sérfræðinga sem hópurinn ræddi við hafi mælt gegn rekstri spilavítis. Rétt er að taka fram að fréttastofa hefur gögnin ekki undir höndunum og þessi grein því byggð á skrifum THE. Skoða að víkka löggjöfina Starfshópurinn skilaði tillögunum til ráðuneytisins í síðustu viku. Í þeim er meðal annars sá vandi skoðaður að fleiri og fleiri eru að stunda veðmál í spilakössum á erlendum vefsíðum. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ, er sögð hafa velt því fyrir sér hvort lausnin sé að víkka spilavítislöggjöfina hér á landi og mögulega hefja rekstur spilavítis. „Íslensk stjórnvöld hafa verið andvaralaus með því að berjast ekki gegn þessum vefsíðum og hægt væri að færa rök fyrir því að aðgerðarleysi þeirra sé helst ógnin við íslenskan fjárhættuspila- og happdrættismarkað,“ hefur blaðamaður THE eftir Bryndísi í grein sinni. Spilarakort í vinnslu Þá kemur fram að HHÍ hafi byrjað vinnu við að innleiða svokölluð spilarakort í staðinn fyrir að fólk setji seðla í spilakassana líkt og eini möguleikinn er í dag. Með því sé auðveldara fyrir spilara að takmarka fjárhæðirnar sem þeir eyða í kössunum. Fjallað var ítarlega um spilakassa í Kompási fyrir tveimur árum síðan. Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kompás - Spilafíkn í samkomubanni Fleiri starfshópar hafa starfað í kringum rekstur spilakassa, þar á meðal einn á vegum Háskóla Íslands sem skilaði tillögum sínum í fyrrasumar. Einn meðlimur þess hóps var heimspekinginn Henry Alexander Henrysson. Að hans mati er það eina í stöðunni að háskólinn takmarki og að lokum hætti allri starfsemi spilakassa hér á landi. Mikið af því fjármagni sem HHÍ fær í gegnum spilakassana fer í uppbyggingu og viðhald bygginga Háskóla Íslands. Henry líkti þeirri fjármögnun við það ef Jeffrey Epstein hefði greitt fyrir byggingarnar. „Það skiptir máli hvaðan peningarnir koma. Kröfur samfélagsins hafa breyst í gegnum árin. Það vill enginn vera á háskólasvæði þar sem rannsóknarstöð fjármögnuð af Jeffrey Epstein er staðsett,“ er haft eftir Henry. Hann vill meina að siðfræðilega finnist fólki það svipað að vera í byggingu fjármagnaðri af barnaníðingi og byggingu fjármagnaðri af stofnun sem græðir á spilafíklum. Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og jafnframt formaður, án tilnefningar Fanney Óskarsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu réttinda einstaklinga, án tilnefningar Sveinn M. Bragason, sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar, án tilnefningar Auður Cela Sigrúnardóttir, starfsmaður Íslandsspila, tilnefnd af Íslandsspilum Lárus Blöndal, lögmaður og forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Guðni Bergsson, lögmaður og formaður Knattspyrnusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Anna Lilja Ragnarsdóttir, löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Höfn, tilnefnd af sýslumanninum á Suðurlandi Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri, tilnefndur af happdrætti SÍBS Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri, tilnefnd af happdrætti HHÍ Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri, tilnefndur af happdrætti DAS Alma Björk Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi, tilnefnd af Samtökum áhugafólks um spilafíkn Fíkn Heilbrigðismál Fjárhættuspil Stjórnsýsla Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Miðillinn Times Higher Education (THE) kveður sig hafa gögn sem starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins sendi ráðuneytinu þar sem rætt er um að fá að reka spilavíti hér á landi. Gögnin hafa ekki verið gerð opinber en í grein THE segir að fjöldi sérfræðinga sem hópurinn ræddi við hafi mælt gegn rekstri spilavítis. Rétt er að taka fram að fréttastofa hefur gögnin ekki undir höndunum og þessi grein því byggð á skrifum THE. Skoða að víkka löggjöfina Starfshópurinn skilaði tillögunum til ráðuneytisins í síðustu viku. Í þeim er meðal annars sá vandi skoðaður að fleiri og fleiri eru að stunda veðmál í spilakössum á erlendum vefsíðum. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ, er sögð hafa velt því fyrir sér hvort lausnin sé að víkka spilavítislöggjöfina hér á landi og mögulega hefja rekstur spilavítis. „Íslensk stjórnvöld hafa verið andvaralaus með því að berjast ekki gegn þessum vefsíðum og hægt væri að færa rök fyrir því að aðgerðarleysi þeirra sé helst ógnin við íslenskan fjárhættuspila- og happdrættismarkað,“ hefur blaðamaður THE eftir Bryndísi í grein sinni. Spilarakort í vinnslu Þá kemur fram að HHÍ hafi byrjað vinnu við að innleiða svokölluð spilarakort í staðinn fyrir að fólk setji seðla í spilakassana líkt og eini möguleikinn er í dag. Með því sé auðveldara fyrir spilara að takmarka fjárhæðirnar sem þeir eyða í kössunum. Fjallað var ítarlega um spilakassa í Kompási fyrir tveimur árum síðan. Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kompás - Spilafíkn í samkomubanni Fleiri starfshópar hafa starfað í kringum rekstur spilakassa, þar á meðal einn á vegum Háskóla Íslands sem skilaði tillögum sínum í fyrrasumar. Einn meðlimur þess hóps var heimspekinginn Henry Alexander Henrysson. Að hans mati er það eina í stöðunni að háskólinn takmarki og að lokum hætti allri starfsemi spilakassa hér á landi. Mikið af því fjármagni sem HHÍ fær í gegnum spilakassana fer í uppbyggingu og viðhald bygginga Háskóla Íslands. Henry líkti þeirri fjármögnun við það ef Jeffrey Epstein hefði greitt fyrir byggingarnar. „Það skiptir máli hvaðan peningarnir koma. Kröfur samfélagsins hafa breyst í gegnum árin. Það vill enginn vera á háskólasvæði þar sem rannsóknarstöð fjármögnuð af Jeffrey Epstein er staðsett,“ er haft eftir Henry. Hann vill meina að siðfræðilega finnist fólki það svipað að vera í byggingu fjármagnaðri af barnaníðingi og byggingu fjármagnaðri af stofnun sem græðir á spilafíklum. Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og jafnframt formaður, án tilnefningar Fanney Óskarsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu réttinda einstaklinga, án tilnefningar Sveinn M. Bragason, sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar, án tilnefningar Auður Cela Sigrúnardóttir, starfsmaður Íslandsspila, tilnefnd af Íslandsspilum Lárus Blöndal, lögmaður og forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Guðni Bergsson, lögmaður og formaður Knattspyrnusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Anna Lilja Ragnarsdóttir, löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Höfn, tilnefnd af sýslumanninum á Suðurlandi Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri, tilnefndur af happdrætti SÍBS Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri, tilnefnd af happdrætti HHÍ Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri, tilnefndur af happdrætti DAS Alma Björk Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi, tilnefnd af Samtökum áhugafólks um spilafíkn
Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og jafnframt formaður, án tilnefningar Fanney Óskarsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu réttinda einstaklinga, án tilnefningar Sveinn M. Bragason, sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar, án tilnefningar Auður Cela Sigrúnardóttir, starfsmaður Íslandsspila, tilnefnd af Íslandsspilum Lárus Blöndal, lögmaður og forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Guðni Bergsson, lögmaður og formaður Knattspyrnusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Anna Lilja Ragnarsdóttir, löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Höfn, tilnefnd af sýslumanninum á Suðurlandi Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri, tilnefndur af happdrætti SÍBS Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri, tilnefnd af happdrætti HHÍ Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri, tilnefndur af happdrætti DAS Alma Björk Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi, tilnefnd af Samtökum áhugafólks um spilafíkn
Fíkn Heilbrigðismál Fjárhættuspil Stjórnsýsla Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira