Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir/arnar

Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

VR og iðnaðar- og tæknimenn hafa í allan dag fundað með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara þar sem reynt er til þrautar að landa kjarasamningi. Við verðum í beinni þaðan og förum yfir stöðu mála.

Þá hittum við fastagesti í sundlauginni á Selfossi sem eru heldur súrir í dag þar sem lauginni var lokað vegna heitavatnsskorts. Auk þess kynnum við okkur uppáhalds kokteila nokkurra rithöfunda sem verða í boði á bókakvöldi í Ásmundasal í kvöld og skoðum magnaða gervigreindartækni sem tröllríður samfélagsmiðlum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×