Fótbolti

Sveindís skoraði og lagði upp í sigri Wolfsburg

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir átti frábæra innkomu fyrir Wolfsburg í kvöld.
Sveindís Jane Jónsdóttir átti frábæra innkomu fyrir Wolfsburg í kvöld. Getty/Cathrin Mueller

Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir átti frábæra innkomu fyrir Wolfsburg er liðið vann 4-2 sigur gegn Roma í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Sveindís kom inn af varamannabekknum strax á 12. mínútu leiksins fyrir Jill Roord sem þurfti frá að hverfa. Rétt rúmum tíu mínútum síðar lagði hún upp fyrsta mark liðsins fyrir Ewa Pajor og um fimm mínútum fyrir hálfleikshléið bætti hún sjálf við örðu marki liðsins.

Gestirnir í Roma minnkuðu þó muninn stuttu fyrir hálfleikinn og staðan því 2-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Heimakonur í Wolfsburg bættu þó tveimur mörkum við snemma í síðari hálfleik áður en gestirnir klóruðu í bakkann þegar um stundarfjórðungur lifði leiks. Niðurstaðan því 4-2 sigur Wolfsburg sem trónir á toppi B-riðils með tíu stig eftir fjóra leiki, þremur stigum meira en Roma sem situr í öðru sæti.

Þá vann Paris Saint-Germain öruggan 4-0 sigur gegn Vllaznia í A-riðli á sama tíma. PSG situr í öðru sæti riðilsins með sjö stig, en Berglind Björg Þorvaldsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Parísarliðsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.