Steinunn Ása heiðruð með Kærleikskúlunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2022 12:49 Steinunn Ása með Kærleikskúluna. Vísir/Vilhelm Tuttugasta Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn. Ár hvert velur Styrktarfélagið handhafa Kærleikskúlunnar, einhvern sem hefur með verkum sínum breytt viðhorfum og bætt líf samborgara sinna og samfélag, vakið athygli á mikilvægum gildum og sjálfsögðum réttindum. Eva Þengilsdóttir, hugmyndasmiður Kærleikskúlunnar og framkvæmdarstjóri ÖBÍ, afhenti Steinunni Ásu Þorvaldsdóttur Kærleikskúlu ársins 2022. Steinunn Ása hefur látið til sín taka á mörgum sviðum samfélagsins, í rétttindabaráttu fatlaðs fólks, boðið sig fram til alþingis til að fylgja eftir hugsjónum sínum, tekist á við stofnanir og stjórnvöld ef þurft hefur og er hún einn af þáttastjórnendum sjónvarpsþáttarins margverðlaunaða Með okkar augum. Nýlega kom út bæklingurinn „Saga Steinunnar“ hjá Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. Þar rekur Steinunn Ása sína sögu og reynslu af fordómum og ofbeldi - og segir meðal annars: „Fáfræði er líka hræðsla - og fordómar eru hluti af okkur en við megum ekki láta fordóma stjórna okkur (...) það er mikilvægt að samfélagið taki fötluðu fólki eins og það er, beri virðingu fyrir því og geri ráð fyrir okkur. ... Eins og margoft hefur komið fram þá er það mikilvægt að halda áfram og gefast ekki upp. Reynslan okkar hjálpar til. Í dag er ég sjálf sterk og hugrökk kona sem vil segja söguna mína …“ Það var árið 2003 sem Steinunn Ása afhenti fyrstu Kærleikskúluna þáverandi forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, sem gerð var af Erró. Kúla úr smiðju Karin Sander Kúla með stroku eftir þýsku listakonuna Karin Sander er Kærleikskúla ársins 2022. Karin hefur verið viðloðandi íslenskt listalíf síðan snemma á tíunda áratugnum og er í dag einn fremsti og afkastamesti listamaður sinnar kynslóðar. Verk hennar hafa verið sýnd um heim allan og finnast í opinberum söfnum og safneignum víða um lönd en hún verður fulltrúi Sviss á átjánda alþjóðlega arkitektúrtvíæringnum í Feneyjum á komandi ári. Auk hinnar auk hinnar árlegu útgáfu Kærleikskúlunnar hefur Karin Sander einnig útbúið og gefið Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra sérstakt verk sem kemur út í aðeins tuttugu eintökum í tilefni af 20 ára útgáfuári Kærleikskúlunnar. Sérútgáfan verður afhjúpuð föstudaginn 9. desember kl. 17 í i8 gallerí við Tryggvagötu 16. „Kærleikskúlan er fallegur listmunur og skemmtileg til söfnunar en það sem gerir hana dýrmæta er innihaldið – kærleikurinn. Nafn kúlunnar er táknrænt en markmið með sölu hennar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og allur ágóði rennur til starfsemi sumarbúðanna Reykjadal þar sem gleði, jákvæðni og ævintýri eru í fyrirrúmi. Þetta er í tuttugasta sinn sem félagið gefur út Kærleikskúluna en margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar hafa lagt félaginu lið með því að skapa listaverk á glerkúluna,“ segir í tilkynningu. Allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar rennur til sumarbúðanna í Reykjadal. Sölutímabil Kærleikskúlunnar er 8.-23. desember. Kærleikskúlan kemur í takmörkuðu upplagi og er fáanleg í völdum verslunum um land allt og netverslun SLF, kærleikskúlan.is. FYRRI KÆRLEIKSKÚLUR 2003 – 2 MÁLARAR – Erró 2004 – AUGAÐ – Ólafur Elíasson 2005 – ÁN UPPHAFS – ÁN ENDIS – Rúrí 2006 – SALT JARÐAR – Gabríela Friðriksdóttir 2007 – HRINGUR – Eggert Pétursson 2008 – ALLT SEM ANDANN DREGUR – Gjörningaklúbburinn 2009 – SNERTING – Hreinn Friðfinnsson 2010 – FJARLÆGÐ – Katrín Sigurðardóttir 2011 – SKAPAÐU ÞINN EIGIN HEIM – Yoko Ono 2012 – LOKKANDI – Hrafnhildur Arnardóttir 2013 – HUGVEKJA - Ragnar Kjartansson 2014 – MANDARÍNA - Davíð Örn Halldórsson 2015 – LANDSLAG - Ragna Róbertsdóttir 2016 - SÝN - Sigurður Árni Sigurðsson 2017 - ŪGH & BõÖGâr – Egill Sæbjörnsson 2018 – TERELLA – Elín Hansdóttir 2019 – SÓL ÉG SÁ – Ólöf Nordal 2020 – ÞÖGN – Finnbogi Pétursson 2021 – EITT ÁR – Sirra Sigrún Siguðardóttir 2022 – KÚLA MEÐ STROKU – Karin Sander Málefni fatlaðs fólks Félagasamtök Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Eva Þengilsdóttir, hugmyndasmiður Kærleikskúlunnar og framkvæmdarstjóri ÖBÍ, afhenti Steinunni Ásu Þorvaldsdóttur Kærleikskúlu ársins 2022. Steinunn Ása hefur látið til sín taka á mörgum sviðum samfélagsins, í rétttindabaráttu fatlaðs fólks, boðið sig fram til alþingis til að fylgja eftir hugsjónum sínum, tekist á við stofnanir og stjórnvöld ef þurft hefur og er hún einn af þáttastjórnendum sjónvarpsþáttarins margverðlaunaða Með okkar augum. Nýlega kom út bæklingurinn „Saga Steinunnar“ hjá Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. Þar rekur Steinunn Ása sína sögu og reynslu af fordómum og ofbeldi - og segir meðal annars: „Fáfræði er líka hræðsla - og fordómar eru hluti af okkur en við megum ekki láta fordóma stjórna okkur (...) það er mikilvægt að samfélagið taki fötluðu fólki eins og það er, beri virðingu fyrir því og geri ráð fyrir okkur. ... Eins og margoft hefur komið fram þá er það mikilvægt að halda áfram og gefast ekki upp. Reynslan okkar hjálpar til. Í dag er ég sjálf sterk og hugrökk kona sem vil segja söguna mína …“ Það var árið 2003 sem Steinunn Ása afhenti fyrstu Kærleikskúluna þáverandi forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, sem gerð var af Erró. Kúla úr smiðju Karin Sander Kúla með stroku eftir þýsku listakonuna Karin Sander er Kærleikskúla ársins 2022. Karin hefur verið viðloðandi íslenskt listalíf síðan snemma á tíunda áratugnum og er í dag einn fremsti og afkastamesti listamaður sinnar kynslóðar. Verk hennar hafa verið sýnd um heim allan og finnast í opinberum söfnum og safneignum víða um lönd en hún verður fulltrúi Sviss á átjánda alþjóðlega arkitektúrtvíæringnum í Feneyjum á komandi ári. Auk hinnar auk hinnar árlegu útgáfu Kærleikskúlunnar hefur Karin Sander einnig útbúið og gefið Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra sérstakt verk sem kemur út í aðeins tuttugu eintökum í tilefni af 20 ára útgáfuári Kærleikskúlunnar. Sérútgáfan verður afhjúpuð föstudaginn 9. desember kl. 17 í i8 gallerí við Tryggvagötu 16. „Kærleikskúlan er fallegur listmunur og skemmtileg til söfnunar en það sem gerir hana dýrmæta er innihaldið – kærleikurinn. Nafn kúlunnar er táknrænt en markmið með sölu hennar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og allur ágóði rennur til starfsemi sumarbúðanna Reykjadal þar sem gleði, jákvæðni og ævintýri eru í fyrirrúmi. Þetta er í tuttugasta sinn sem félagið gefur út Kærleikskúluna en margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar hafa lagt félaginu lið með því að skapa listaverk á glerkúluna,“ segir í tilkynningu. Allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar rennur til sumarbúðanna í Reykjadal. Sölutímabil Kærleikskúlunnar er 8.-23. desember. Kærleikskúlan kemur í takmörkuðu upplagi og er fáanleg í völdum verslunum um land allt og netverslun SLF, kærleikskúlan.is. FYRRI KÆRLEIKSKÚLUR 2003 – 2 MÁLARAR – Erró 2004 – AUGAÐ – Ólafur Elíasson 2005 – ÁN UPPHAFS – ÁN ENDIS – Rúrí 2006 – SALT JARÐAR – Gabríela Friðriksdóttir 2007 – HRINGUR – Eggert Pétursson 2008 – ALLT SEM ANDANN DREGUR – Gjörningaklúbburinn 2009 – SNERTING – Hreinn Friðfinnsson 2010 – FJARLÆGÐ – Katrín Sigurðardóttir 2011 – SKAPAÐU ÞINN EIGIN HEIM – Yoko Ono 2012 – LOKKANDI – Hrafnhildur Arnardóttir 2013 – HUGVEKJA - Ragnar Kjartansson 2014 – MANDARÍNA - Davíð Örn Halldórsson 2015 – LANDSLAG - Ragna Róbertsdóttir 2016 - SÝN - Sigurður Árni Sigurðsson 2017 - ŪGH & BõÖGâr – Egill Sæbjörnsson 2018 – TERELLA – Elín Hansdóttir 2019 – SÓL ÉG SÁ – Ólöf Nordal 2020 – ÞÖGN – Finnbogi Pétursson 2021 – EITT ÁR – Sirra Sigrún Siguðardóttir 2022 – KÚLA MEÐ STROKU – Karin Sander
Málefni fatlaðs fólks Félagasamtök Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira