Fótbolti

Þungavigtarbikarinn leysir af Fotbolti.net mótið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, með Íslandsskjöldinn þunga eftir sigurinn í Bestu deildinni.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, með Íslandsskjöldinn þunga eftir sigurinn í Bestu deildinni. Vísir/Hulda Margrét

Örlög Fótbolta.net-mótsins eru ráðin en Þungavigtarbikarinn mætir til leiks í staðinn.

Hið árlega Fótbolta.net-mót fer ekki fram í ár eftir að Félag deildardómara (FDD) í fótbolta ákvað að slíta samstarfi sínu við Fótbolta.net varðandi umsjón dómgæslu á Fótbolta.net-mótinu vegna óánægju með umfjöllun um dómara á vegum miðilsins.

Í bréfi frá Félagi deildardómara til Fótbolta.net sögðust dómarar ósáttir við það hvernig ákveðnir starfsmenn miðilsins hafi sakað dómara um óheiðarleika eða beinlínis svindl.

Það verður samt mót fyrir lið sem hafa ekki þátttökurétt í Reykjavíkurmótinu.

Þungavigtin náði samningum við sex félög í efstu deild og mun æfingamótið heita Þungavigtarbikarinn. Þetta verða tveir riðlar með þremur liðum í hvorum riðli.

Efstu liðin í hverjum riðli leika til úrslita, einnig verður leikið um þriðja og fimmta sæti.

Riðlarnir verða leiknir 7., 14. og 21. janúar. Leikið verður um sæti 28. janúar.

 • Riðlarnir líta svona út:
 • -

 • A-Riðill
 • Breiðablik
 • HK
 • Stjarnan
 • -
 • B-Riðill
 • FH
 • ÍBV
 • KeflavíkFleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.