Forsætisráðherra birtir ítarlega skýrslu um horfur í þjóðaröryggismálum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2022 08:04 Skýrslan er afar yfirgripsmikil og í henni að finna margar ábendingar um leiðina fram á við. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra hefur skilað skýrslu um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. Skýrslan er löng og yfirgripsmikil og ljóst að verkefnin framundan eru mörg, ekki síst í ljósi stöðu öryggismála í Evrópu. Í skýrslunni segir meðal annars að í kjölfar innrásar Rússa hafi skapast eitt alvarlegasta hættuástand í öryggismálum Evrópu frá lokum síðari heimstyrjaldar. Um sé að ræða skýrt brot á alþjóðalögum sem hafi gjörbreytt stöðu öryggismála og alþjóðasamstarfs. Stigmögnun stríðsins í Úkraínu og hættan á að átökin breiðist út fyrir landamæri Úkraínu séu meðal áhættuþátta. Í upphafskafla skýrslunnar er fjallað um þessa nýju stöðu og þær aðgerðir sem aðildarríki Atlantshafsbandalagsina hafa gripið til. Þá er einnig fjallað um kjarnorkuógnina. „Rússar gætu freistast til að taka meiri áhættu samhliða óförum í hefðbundnum hernaði og hafa sumir ráðamenn vísað beint og óbeint í notkun gereyðingavopna. Yfirlýsingar rússneskra ráðamanna um mögulega beitingu kjarnavopna í Úkraínu eru teknar alvarlega. Þó er ljóst að geri Rússar alvöru úr þeim mun það hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér og gerbreyta eðli átakanna ásamt því stuðla að frekari einangrun Rússlands á alþjóðavettvangi,“ segir í skýrslunni. Mikillar óvissu gæti um þróun stríðsins í Úkraínu, hversu lengi það muni vara og áhrif þess til lengri tíma á heimsvísu. Í kaflanum „Áfallaþol samfélagsins“ segir að Ísland búi að mörgu leyti við gott öryggi hvað varðar mikilvæga innviði. „Hér má nefna aðgengi að neysluvatni, sjálfbærni þegar kemur að raforku og varmaorku, góð fjarskipti, opið lýðræðislegt samfélag og mikið traust til stofnana á borð við lögreglu og Landhelgisgæsluna.“ Þar segir að helstu áhrifaþættir sem taka þurfi mið af í viðleitni til að tryggja virkni mikilvægra innviða séu náttúruvá, þar með talin eldgos (aska, hraun), jarðskjálftar, jökulhlaup, flóðbylgjur af sjó, vatnsflóð, árflóð og öfgar í veðurfari; stórfelldar tæknilegar bilanir á sviði orkuöryggis, fjarskiptaöryggis eða netöryggis; vá af mannavöldum, þar með talin vanræksla, yfirsjón eða mistök; hótanir, skemmdarverk, netárásir, hryðjuverk, hernaður, pólitískt ástand eða efnahagsástand; heilbrigðisógnir, svo sem farsóttir; og skortur á starfsmönnum sem búa yfir þekkingu og þjálfun í rekstri slíkra innviða. Þá er fjallað um mikilvægi þess að fyrir hendi séu nauðsynlegar birgðir til að tryggja lífsafkomu á hættutímum. „Hér er t.d. um að ræða birgðir af matvælum og nauðsynlegum aðföngum vegna matvælaframleiðslu, jarðefnaeldsneyti, lyf og lækningatæki og viðhaldshluti og þjónustu vegna mikilvægra innviða.“ Í skýrslunni er ítarlega fjallað um stöðu áðurnefndra innviða. Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Sjá meira
Í skýrslunni segir meðal annars að í kjölfar innrásar Rússa hafi skapast eitt alvarlegasta hættuástand í öryggismálum Evrópu frá lokum síðari heimstyrjaldar. Um sé að ræða skýrt brot á alþjóðalögum sem hafi gjörbreytt stöðu öryggismála og alþjóðasamstarfs. Stigmögnun stríðsins í Úkraínu og hættan á að átökin breiðist út fyrir landamæri Úkraínu séu meðal áhættuþátta. Í upphafskafla skýrslunnar er fjallað um þessa nýju stöðu og þær aðgerðir sem aðildarríki Atlantshafsbandalagsina hafa gripið til. Þá er einnig fjallað um kjarnorkuógnina. „Rússar gætu freistast til að taka meiri áhættu samhliða óförum í hefðbundnum hernaði og hafa sumir ráðamenn vísað beint og óbeint í notkun gereyðingavopna. Yfirlýsingar rússneskra ráðamanna um mögulega beitingu kjarnavopna í Úkraínu eru teknar alvarlega. Þó er ljóst að geri Rússar alvöru úr þeim mun það hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér og gerbreyta eðli átakanna ásamt því stuðla að frekari einangrun Rússlands á alþjóðavettvangi,“ segir í skýrslunni. Mikillar óvissu gæti um þróun stríðsins í Úkraínu, hversu lengi það muni vara og áhrif þess til lengri tíma á heimsvísu. Í kaflanum „Áfallaþol samfélagsins“ segir að Ísland búi að mörgu leyti við gott öryggi hvað varðar mikilvæga innviði. „Hér má nefna aðgengi að neysluvatni, sjálfbærni þegar kemur að raforku og varmaorku, góð fjarskipti, opið lýðræðislegt samfélag og mikið traust til stofnana á borð við lögreglu og Landhelgisgæsluna.“ Þar segir að helstu áhrifaþættir sem taka þurfi mið af í viðleitni til að tryggja virkni mikilvægra innviða séu náttúruvá, þar með talin eldgos (aska, hraun), jarðskjálftar, jökulhlaup, flóðbylgjur af sjó, vatnsflóð, árflóð og öfgar í veðurfari; stórfelldar tæknilegar bilanir á sviði orkuöryggis, fjarskiptaöryggis eða netöryggis; vá af mannavöldum, þar með talin vanræksla, yfirsjón eða mistök; hótanir, skemmdarverk, netárásir, hryðjuverk, hernaður, pólitískt ástand eða efnahagsástand; heilbrigðisógnir, svo sem farsóttir; og skortur á starfsmönnum sem búa yfir þekkingu og þjálfun í rekstri slíkra innviða. Þá er fjallað um mikilvægi þess að fyrir hendi séu nauðsynlegar birgðir til að tryggja lífsafkomu á hættutímum. „Hér er t.d. um að ræða birgðir af matvælum og nauðsynlegum aðföngum vegna matvælaframleiðslu, jarðefnaeldsneyti, lyf og lækningatæki og viðhaldshluti og þjónustu vegna mikilvægra innviða.“ Í skýrslunni er ítarlega fjallað um stöðu áðurnefndra innviða.
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu