Eignarhlutar ríkisins í fjármálafyrirtækjunum metnir á 354 milljarða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2022 08:05 Ráðherra staðfestir að ekki verður ráðist í frekari sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fyrr en eftir umræður á Alþingi. Vísir/Arnar Samanlagt virði eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka, Landsbankanum og Sparisjóði Austurlands nam 354 milljörðum króna miðað við sex mánaða uppgjör bankanna og hlutdeild ríkisins í eigin fé. Þá stóð eignarhlutur ríkisins í Íslandsbanka í 42,5 prósentum. Þetta kemur fram í svörum fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, um frekari sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka. Þorbjörg spurði meðal annars um samanlagt virði allra eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, sem Bankasýsla ríkisins hefði umsjón með. „Samkvæmt ríkisreikningi 2021 var samanlagt virði eignarhlutanna þriggja í Íslandsbanka, Landsbankanum og Sparisjóði Austurlands út frá eigin fé (hlutdeildarvirði) um 415 milljarðar kr. í lok 2021, en þá átti ríkið 65% hlut í Íslandsbanka. Við sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars sl. lækkaði hlutdeild ríkisins í eigin fé bankans í sama mæli og þar með einnig samanlagt virði ríkisins í fjármálafyrirtækjum sem Bankasýsla ríkisins hefur umsjón með,“ segir í svarinu. Þorbjörg spurði einnig um „hið nýja fyrirkomulag við frekari sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka sem ríkisstjórnin boðaði 19. apríl sl.“ og fékk þau svör að á þingmálaskrá væri gert ráð fyrir frumvarpi til laga um meðferð eingarhluta ríkisins í fyrirtækjum á haustþingi. „Í því frumvarpi, eða sérstöku frumvarpi sem lagt verður fram samhliða, verða settar fram tillögur um sölumeðferð eignarhluta í fjármálafyrirtækjum. Ráðuneytið taldi rétt að bíða með að fullvinna tillögur um breytt fyrirkomulag þar til úttekt Ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022 hefði verið gefin út og rædd á Alþingi. Horft verður til niðurstaðna skýrslunnar og ábendinga sem í henni koma fram við þá vinnu,“ segir í svari ráðherra. Þá er ítrekað að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka í bili en þegar ný löggjöf liggi fyrir muni ákvörðun um mögulega sölu verða tekin fyrir á Alþingi. Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Efnahagsmál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, um frekari sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka. Þorbjörg spurði meðal annars um samanlagt virði allra eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, sem Bankasýsla ríkisins hefði umsjón með. „Samkvæmt ríkisreikningi 2021 var samanlagt virði eignarhlutanna þriggja í Íslandsbanka, Landsbankanum og Sparisjóði Austurlands út frá eigin fé (hlutdeildarvirði) um 415 milljarðar kr. í lok 2021, en þá átti ríkið 65% hlut í Íslandsbanka. Við sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars sl. lækkaði hlutdeild ríkisins í eigin fé bankans í sama mæli og þar með einnig samanlagt virði ríkisins í fjármálafyrirtækjum sem Bankasýsla ríkisins hefur umsjón með,“ segir í svarinu. Þorbjörg spurði einnig um „hið nýja fyrirkomulag við frekari sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka sem ríkisstjórnin boðaði 19. apríl sl.“ og fékk þau svör að á þingmálaskrá væri gert ráð fyrir frumvarpi til laga um meðferð eingarhluta ríkisins í fyrirtækjum á haustþingi. „Í því frumvarpi, eða sérstöku frumvarpi sem lagt verður fram samhliða, verða settar fram tillögur um sölumeðferð eignarhluta í fjármálafyrirtækjum. Ráðuneytið taldi rétt að bíða með að fullvinna tillögur um breytt fyrirkomulag þar til úttekt Ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022 hefði verið gefin út og rædd á Alþingi. Horft verður til niðurstaðna skýrslunnar og ábendinga sem í henni koma fram við þá vinnu,“ segir í svari ráðherra. Þá er ítrekað að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka í bili en þegar ný löggjöf liggi fyrir muni ákvörðun um mögulega sölu verða tekin fyrir á Alþingi.
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Efnahagsmál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira