Innlent

Leggja til sparnaðar­að­gerðir upp á sjö milljarða

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sjálfstæðismenn vilja minnka launakostnað um 5 prósent.
Sjálfstæðismenn vilja minnka launakostnað um 5 prósent. Vísir/Vilhelm

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.

Þar segir að borgarfulltrúarnir muni einnig leggja til að ráðist verði í sölu lóða og eigna borgarinnar sem ekki tengjast lögboðnum skyldum, til að mynda Ljósleiðarans. 

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna, segir ágóðan gætu numið tugum milljarða, sem nýta mætti til að lækka skuldir og fjármagnskostnað.

Ein af tillögunum gengur út á að spara 5,2 milljarða í rekstrarkostnað með því að draga saman í yfirbyggingu stjórnkerfisins. Í tillögunni felst meðal annars að skera niður launakostnað um 5 prósent.

„Hér í ráðhúsinu hefur báknið þanist út fyrir augunum á okkur. Borgarstarfsmönnum hefur fjölgað um 25% á síðustu fimm árum, langt umfram íbúaþróun, og borgin hefur leitt launahækkanir. Við viljum verja störf í framlínunni, en það þarf að fækka fólki í yfirbyggingunni, þar á meðal borgarfulltrúum,“ segir Hildur.

Auk þessa er lagt til að ýmsum fjárfestingum verði slegið á frest.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×