Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi tvo sjúkrabíla ásamt dælubíl á vettvang. Viðbragðsaðilar voru búnir flotgöllum, bát og flotbretti og var flotbrettið notað til þess að koma drengjunum í land. Mbl greindi frá.
Að sögn Sigurjóns Hendrikssonar, varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru drengirnir blautir í fæturna en annars hraustir og keyrðir heim eftir skoðun á vettvangi.
Hann segir björgunaraðgerðir hafa gengið fljótt fyrir sig. Móðir eins drengsins hafi hringt á slökkviliðið eftir að hafa fengið hringingu frá syni sínum.