Innlent

Netþrjótar herja á fólk í aðdraganda jólanna

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Þórhildur Ólöf Helgadóttir forstjóri Póstsins segir álagið jafnan mikið á þessum árstíma.
Þórhildur Ólöf Helgadóttir forstjóri Póstsins segir álagið jafnan mikið á þessum árstíma. Vísir/Ívar

Netþrjótar hafa undanfarið herjað á viðskiptavini Póstsins og eru dæmi um að fólk hafi orðið fyrir tjóni vegna þessa.

Undanfarið hefur verið nokkuð álag hjá Póstinum enda jólin og aðdragandi þeirra jafnan annasamur tími þar. Þá eru tilboðsdagar eins og svartur föstudagur og stafrænn mánudagur eru orðnir mjög stórir hjá Póstinum.

„Þeir er náttúrulega miklu stærra heldur en jólatörnin raunverulega,“ segir Þórhildur Ólöf Helgadóttir forstjóri Póstsins.

Svo virðist sem netþrjótar ætli að reyna að nýta sér þetta og senda þeir nú í nokkrum mæli tölvupósta á fólk sem virðast koma frá Póstinum en gera það þó ekki. Þar er fólk til dæmis beðið um að greiða ógreitt sendingargjald sem ekki þarf að greiða. Dæmi eru um að fólk hafi orðið fyrir tjóni vegna þessa.

„Fólk ber þetta tjón sjálft. Það er enginn sem grípur það. Bankarnir gera það ekki. Kreditkortafyrirtækin gera það ekki. Þannig að þetta er tjón og maður þarf að varst þetta.“

Þórhildur segir mjög mikilvægt sé að fólk sé varkárt.

„Það er náttúrlega þannig að ef maður fær tölvupóst frá fyrirtæki þar sem er tilgreind fjárhæð inni í tölvupóstinum þá á maður bara algjörlega ekki lesa hann einu sinni. En það sem hægt er að gera að ef maður downloadar appinu, Íslandspóstappinu eða póstappinu, eða fer inn á mínar síður með rafrænum auðkennum, þá náttúrulega ertu kominn með sendingarnar sem þú ert raunverulega að fá upplýsingar tengdu.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.