Um þrjátíu heilbrigðisstarfsmenn kallaðir á vakt vegna slyssins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2022 10:43 Þeir slösuðu voru fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Um þrjátíu starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða voru kallaðir til vegna slyssins sem varð á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi. Tildrög slyssins eru til rannsóknar. Töluverð hálka var á veginum í gær og þrjú flutt með flugi til Reykjavíkur. Yfirlögregluþjónn segir þau alvarlega slösuð. „Neyðarlínunni barst tilkynning um að harður árekstur hafi orðið á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi. Viðbragðsaðilar fara strax á staðinn og hópslysaáætlun virkjuð,“ sagði Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn. Tveir bílar sem komu úr sitt hvorri áttinni rákust á en í þeim voru samtals fimm manns, allir heimamenn. „Þetta er allt fólk sem býr hér á svæðinu. Flestir þeirra eru alvarlega slasaðir. Viðbragðsaðilar bjarga þeim úr bílunum og komu þeim fyrst á Sjúkrahúsið á Ísafirði þar sem fyrsta aðhlynning fór fram.“ Kallað var eftir tveimur sjúkraflugvélum frá Akureyri sem fluttu þrjá þeirra til Reykjavíkur til frekari meðferðar. Tveir urðu eftir á Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Hlynur segist ekki hafa upplýsingar um líðan fólksins. „En þessi þrjú sem voru flutt suður í gærkvöldi voru alvarlega slösuð, hin minna.“ Gylfi Ólafsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar VestfjarðaAðsend Allir heilbrigðisstarfsmenn kallaðir á vakt Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að allir heilbrigðisstarfsmenn hafi verið kallaðir á vakt vegna slyssins. „Við kölluðum út alla lækna, hjúkrunarfræðinga, geislafræðinga, lífeindafræðinga og aðra til að koma í hús og taka á móti þeim þegar sjúkrabílarnir komu. Þetta voru örugglega þrjátíu manns. Þetta gekk vel því við höfðum tekið æfingar fyrr í haust,“ segir Gylfi. Hann segist ekki hafa upplýsingar um líðan fólksins. Þá veitir Landspítalinn ekki upplýsingar um líðan. Oft sér maður þyrlu í svona aðgerðum en í gær voru notaðar flugvélar, hvers vegna? „Flugvél er aðal sjúkraflutningaleiðin í lofti. Þyrla er ekki kölluð út nema aðstæður séu þannig að flugvélar geti ekki komið eða þær ekki nægilega margar.“ Hálka á vegum Snjólaust er á Vestfjörðum en hálka varð seinnipartinn í gær. „Seinnipartinn í gær varð hálka og varð fram á kvöld og er enn í dag. Það gæti hafa átt þátt í þessu en þetta er til rannsóknar og ótímabært að gefa út ástæður slyssins,“ segir Hlynur Í hópslysaáætlun felst að viðbragðsaðilar eru kallaðir til. „Meira og minna frá Þingeyri og til Súðavíkur, Bolungavík. Sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn, slökkviliðsmenn, heilbrigðisstarfsmenn og fólk frá Rauða krossinum.“ Rýnifundur verður haldinn með viðbragðsaðilum klukkan þrjú í dag. „Ég vil færa öllum viðbragðsaðilum þakkir fyrir viðbragðið. Ómetanlegt að eiga svona hóp sem bregst snöggt við og vinnur af miklum metnaði.“ Ísafjarðarbær Almannavarnir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
„Neyðarlínunni barst tilkynning um að harður árekstur hafi orðið á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi. Viðbragðsaðilar fara strax á staðinn og hópslysaáætlun virkjuð,“ sagði Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn. Tveir bílar sem komu úr sitt hvorri áttinni rákust á en í þeim voru samtals fimm manns, allir heimamenn. „Þetta er allt fólk sem býr hér á svæðinu. Flestir þeirra eru alvarlega slasaðir. Viðbragðsaðilar bjarga þeim úr bílunum og komu þeim fyrst á Sjúkrahúsið á Ísafirði þar sem fyrsta aðhlynning fór fram.“ Kallað var eftir tveimur sjúkraflugvélum frá Akureyri sem fluttu þrjá þeirra til Reykjavíkur til frekari meðferðar. Tveir urðu eftir á Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Hlynur segist ekki hafa upplýsingar um líðan fólksins. „En þessi þrjú sem voru flutt suður í gærkvöldi voru alvarlega slösuð, hin minna.“ Gylfi Ólafsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar VestfjarðaAðsend Allir heilbrigðisstarfsmenn kallaðir á vakt Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að allir heilbrigðisstarfsmenn hafi verið kallaðir á vakt vegna slyssins. „Við kölluðum út alla lækna, hjúkrunarfræðinga, geislafræðinga, lífeindafræðinga og aðra til að koma í hús og taka á móti þeim þegar sjúkrabílarnir komu. Þetta voru örugglega þrjátíu manns. Þetta gekk vel því við höfðum tekið æfingar fyrr í haust,“ segir Gylfi. Hann segist ekki hafa upplýsingar um líðan fólksins. Þá veitir Landspítalinn ekki upplýsingar um líðan. Oft sér maður þyrlu í svona aðgerðum en í gær voru notaðar flugvélar, hvers vegna? „Flugvél er aðal sjúkraflutningaleiðin í lofti. Þyrla er ekki kölluð út nema aðstæður séu þannig að flugvélar geti ekki komið eða þær ekki nægilega margar.“ Hálka á vegum Snjólaust er á Vestfjörðum en hálka varð seinnipartinn í gær. „Seinnipartinn í gær varð hálka og varð fram á kvöld og er enn í dag. Það gæti hafa átt þátt í þessu en þetta er til rannsóknar og ótímabært að gefa út ástæður slyssins,“ segir Hlynur Í hópslysaáætlun felst að viðbragðsaðilar eru kallaðir til. „Meira og minna frá Þingeyri og til Súðavíkur, Bolungavík. Sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn, slökkviliðsmenn, heilbrigðisstarfsmenn og fólk frá Rauða krossinum.“ Rýnifundur verður haldinn með viðbragðsaðilum klukkan þrjú í dag. „Ég vil færa öllum viðbragðsaðilum þakkir fyrir viðbragðið. Ómetanlegt að eiga svona hóp sem bregst snöggt við og vinnur af miklum metnaði.“
Ísafjarðarbær Almannavarnir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent