„Lítið gert til að skera niður í fínum móttökum í Höfða og ráðhúsinu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. desember 2022 19:01 Reykjavíkurborg er í ákveðnum rekstrarvanda. vísir/vilhelm Með hagræðingaaðgerðum Reykjavíkurborgar vegna 11,1 milljarða króna er kroppað í hér og þar, en þær eru máttlausar og huglausar að sögn oddvita Sjálfstæðisflokksins. Í stað þess að skerða leikskólaþjónustu hefði að hennar mati heldur átt að minnka yfirbygginguna. Reykjavíkurborg hefur boðað 92 hagræðingaaðgerðir sem alls eiga að skila borginni á annan milljarð. Til dæmis á að lækka fundarkostnað borgarstjórnar, þó ekki sé tekið fram hvernig eigi að ná fram þeim sparnaði. Spara á tíu milljónir með frestun á ráðningu í laus stöðugildi á skrifstofu borgarstjórnar og borgarritara. Fimmtán milljónir koma í kassann vegna stækkunar á gjaldsvæði Bílastæðasjóðs og þá er útlit fyrir að þeir unglingar Vinnuskólans í sumar þurfi að eyða meiri tíma í beðum borgarinnar en undanfarin ár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni fagnar hagræðingu en finnst ekki nóg gert. „Þau hafa kynnt fjölmargar tillögur sem samanlagt munu skila hagræðingu upp á rétt rúman milljarð. Þetta er svolítið magn umfram gæði finnst mér. Mér finnst kroppað í hér og þar, máttlaust og huglaust. Ég hefði viljað sjá djarfari og stærri aðgerðir í þessu árferði,“ sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ákveðin skekkja sé í hagræðingum. „En við sjáum til að mynda að ein af umfangsmestu aðgerðunum er að skera niður mat til leikskólabarna um hundrað milljónir en það er lítið gert til að skera niður í fínum móttökum í Höfða og í ráðhúsinu þannig það er ákveðin skekkja í þessu. Ráðist beint í að skerða þjónustu við fólkið í borginni í stað þess að ráðast á yfirbygginguna og rekstrarvandann í þessari stjórnsýslu.“ Hildur vill mun frekar ráðast í eignasölu og minnka yfirbygginguna. Starfsmönnum borgarinnar hafi fjölgað um 25 prósent á síðustu fimm árum. „Það er til að mynda hérna í miðlægri stjórnsýslu rekin upplýsingadeild sem kostar um 85 milljónir árlega og við munum leggja til niðurskurð á henni. Við sjáum líka að á sama tíma og leikskólum er gert að halda að sér höndum í mannaráðningum þá er mest starfsmannafjölgun á næsta ári í miðlægri stjórnsýslu. Það er hérna í ráðhúsinu, skrifstofum í ráðhúsinu. Þar er þrettán prósent fjölgun.“ Leikskólastjórar í Reykjavík segja að 400 milljónir vanti inn í rekstur leikskólanna. Þetta kemur fram í bréfi til skóla og frístundasviðs þar sem hlutfall fjárframlags borgarinnar til sviðsins er gagnrýnt en einn tíundi af þeirri fjárhæð sem renna á til leikskóla fari til skóla- og frístundasviðs. „Við sjáum að það er ekki gerð krafa um að fækka starfsfólki á sviðinu en á sama tíma hafa allir leikskólastjórar fengið bréf um að halda að sér höndum í mannaráðningum. Það hafa komið fréttir og fréttatilkynningar frá skóla- og frístundasviði um að leikskólar séu yfirmannaðir. Manni finnst þetta bara dónalegt sem foreldri barna og allir foreldrar, ömmur og afar sem vita að þeir eru ekki yfirmannaðir.“ Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur boðað 92 hagræðingaaðgerðir sem alls eiga að skila borginni á annan milljarð. Til dæmis á að lækka fundarkostnað borgarstjórnar, þó ekki sé tekið fram hvernig eigi að ná fram þeim sparnaði. Spara á tíu milljónir með frestun á ráðningu í laus stöðugildi á skrifstofu borgarstjórnar og borgarritara. Fimmtán milljónir koma í kassann vegna stækkunar á gjaldsvæði Bílastæðasjóðs og þá er útlit fyrir að þeir unglingar Vinnuskólans í sumar þurfi að eyða meiri tíma í beðum borgarinnar en undanfarin ár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni fagnar hagræðingu en finnst ekki nóg gert. „Þau hafa kynnt fjölmargar tillögur sem samanlagt munu skila hagræðingu upp á rétt rúman milljarð. Þetta er svolítið magn umfram gæði finnst mér. Mér finnst kroppað í hér og þar, máttlaust og huglaust. Ég hefði viljað sjá djarfari og stærri aðgerðir í þessu árferði,“ sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ákveðin skekkja sé í hagræðingum. „En við sjáum til að mynda að ein af umfangsmestu aðgerðunum er að skera niður mat til leikskólabarna um hundrað milljónir en það er lítið gert til að skera niður í fínum móttökum í Höfða og í ráðhúsinu þannig það er ákveðin skekkja í þessu. Ráðist beint í að skerða þjónustu við fólkið í borginni í stað þess að ráðast á yfirbygginguna og rekstrarvandann í þessari stjórnsýslu.“ Hildur vill mun frekar ráðast í eignasölu og minnka yfirbygginguna. Starfsmönnum borgarinnar hafi fjölgað um 25 prósent á síðustu fimm árum. „Það er til að mynda hérna í miðlægri stjórnsýslu rekin upplýsingadeild sem kostar um 85 milljónir árlega og við munum leggja til niðurskurð á henni. Við sjáum líka að á sama tíma og leikskólum er gert að halda að sér höndum í mannaráðningum þá er mest starfsmannafjölgun á næsta ári í miðlægri stjórnsýslu. Það er hérna í ráðhúsinu, skrifstofum í ráðhúsinu. Þar er þrettán prósent fjölgun.“ Leikskólastjórar í Reykjavík segja að 400 milljónir vanti inn í rekstur leikskólanna. Þetta kemur fram í bréfi til skóla og frístundasviðs þar sem hlutfall fjárframlags borgarinnar til sviðsins er gagnrýnt en einn tíundi af þeirri fjárhæð sem renna á til leikskóla fari til skóla- og frístundasviðs. „Við sjáum að það er ekki gerð krafa um að fækka starfsfólki á sviðinu en á sama tíma hafa allir leikskólastjórar fengið bréf um að halda að sér höndum í mannaráðningum. Það hafa komið fréttir og fréttatilkynningar frá skóla- og frístundasviði um að leikskólar séu yfirmannaðir. Manni finnst þetta bara dónalegt sem foreldri barna og allir foreldrar, ömmur og afar sem vita að þeir eru ekki yfirmannaðir.“
Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira