Pétur Örn hættir sér út úr skelinni: „Á líf hins útskúfaða virkilega að vera svona?“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. desember 2022 22:23 Færsla Péturs Arnar hefur fengið misjöfn viðbrögð. Andað Lítið hefur spurst til tónlistarmannsins Péturs Arnar, oft þekktur sem Pétur Jesú, undanfarna mánuði. Pétur dró sig í hlé frá sviðsljósinu og samfélagsmiðlum eftir að söngkonan Elísabet Ormslev steig fram í viðtali við Fréttablaðið og lýsti sambandi sínu við Pétur á sínum tíma. Hún var 16 ára þegar á sambandinu stóð en hann 38 ára. Í viðtalinu sagði Elísabet að sambandið hafi verið stormasamt, litað af andlegu ofbeldi og umsátri. Þá hefur hún lýst því hvernig ítrekaðar komur hans fyrir utan heimili hennar, löngu eftir að sambandi þeirra lauk, hafi valdið henni óhug. Hún nefndi Pétur ekki á nafn en miðað við upplýsingarnar sem fram komu voru flestir ekki lengi að tengja hann við frásögnina. Í kjölfarið var Pétri vikið úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum. „Á líf hins útskúfaða virkilega að vera svona?“ Pétur birti færslu á Facebook í dag þar sem hann segist „eftir mjög erfiða tíma hafa hætt sér hægt og bítandi út úr skelinni sinni á samfélagsmiðlum.“ Hann bætir við; „Og þá fæ ég þetta sent. Á líf hins útskúfaða virkilega að vera svona?“ Skilaboðin sem Pétur vísar til eru skilaboð sem hann virðist hafa fengið í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. Skilaboðin lýsa talsverðri heift og reiði og þess er meðal annars óskað að Pétur „rotni í helvíti“. Misjöfn viðbrögð Færsla Péturs hefur fengið talsverð viðbrögð. Margir hvetja hann áfram og biðja hann að láta skilaboðin ekki á sig fá en þó eru alls ekki allir á þeim vagni. Dæmi um athugasemdir við færsluna eru: „Kannski er sú sem skrifaði þetta nákomin þolanda þínum og hefur horft upp vanlíðan og hræðslu sem þú varst valdandi. Kannski lýsir þetta afstöðu hennar til þinnar framkomu frekar en andlegs ástands hennar eins og flestir uppklapparar þínir halda fram.“ „Það sem þú hefur gert af þer er svo miklu miklu meira, stærra og alvarlegra en einhver leiðinleg skilaboð, leitaðu þér aðstoðar, þú sást um þetta allt saman sjálfur! Fórnalambið sem þú leikur núna er nákvæmlega sama taktíkin og aðrir á þínu plani gera.“ „Það alveg hrikalegt að maðurinn fái svona skilaboð. Má ekki sofa hjá unglingum og stalka þá síðan allar götur síðan þar til viðkomandi fær nóg og opnar sig um það? Díses. Það hefði kannski mátt orða þetta á annan hátt, ég skal þýða þetta fyrir þig: Fólk er reitt út í þig af góðri ástæðu. Þín eigin hegðun sem þú stoppaðir ekki sjálfur, heldur var komið upp á yfirborðið af manneskju sem þú beittir ofbeldi og áreittir árum saman fékk nóg og sagði frá því. Þú ert samt manneskja með tilfinningar eins og við öll, auðvitað er leiðinlegt að fá svona skilaboð. Það er mjög skiljanlegt að finnast vont lesa svona, en þú getur engum nema sjálfum þér um kennt. Sýndu öðrum smá skilning. Ertu hissa að fólk sé reitt út í þig? Til hvers ertu að pósta þessu? Ég vorkenni þér allavega ekki neitt.“ „Æh. Ömurlegt að mega ekki grooma unglingsstelpur og stalka þær svo. Má bara ekki neitt lengur. Heimur versnandi fer. Samúð.“ Elísabet Ormslev opnaði sig um málið á Twitter á sínum tíma: TW Grooming, andlegt ofbeldi og umsáturÞetta gerðist í gær og var kornið sem fyllti mælinn. Ég er búin með andlega bolmagnið og komin með nóg. Og þú sem um ræðir - ég veit að þú munt lesa þetta og nú á ég til myndbönd af þér. Í síðasta skiptið, hættu! pic.twitter.com/LuA9lEnc1j— Elísabet Ormslev (@elisabet0rmslev) February 20, 2022 MeToo Tónlist Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira
Í viðtalinu sagði Elísabet að sambandið hafi verið stormasamt, litað af andlegu ofbeldi og umsátri. Þá hefur hún lýst því hvernig ítrekaðar komur hans fyrir utan heimili hennar, löngu eftir að sambandi þeirra lauk, hafi valdið henni óhug. Hún nefndi Pétur ekki á nafn en miðað við upplýsingarnar sem fram komu voru flestir ekki lengi að tengja hann við frásögnina. Í kjölfarið var Pétri vikið úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum. „Á líf hins útskúfaða virkilega að vera svona?“ Pétur birti færslu á Facebook í dag þar sem hann segist „eftir mjög erfiða tíma hafa hætt sér hægt og bítandi út úr skelinni sinni á samfélagsmiðlum.“ Hann bætir við; „Og þá fæ ég þetta sent. Á líf hins útskúfaða virkilega að vera svona?“ Skilaboðin sem Pétur vísar til eru skilaboð sem hann virðist hafa fengið í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. Skilaboðin lýsa talsverðri heift og reiði og þess er meðal annars óskað að Pétur „rotni í helvíti“. Misjöfn viðbrögð Færsla Péturs hefur fengið talsverð viðbrögð. Margir hvetja hann áfram og biðja hann að láta skilaboðin ekki á sig fá en þó eru alls ekki allir á þeim vagni. Dæmi um athugasemdir við færsluna eru: „Kannski er sú sem skrifaði þetta nákomin þolanda þínum og hefur horft upp vanlíðan og hræðslu sem þú varst valdandi. Kannski lýsir þetta afstöðu hennar til þinnar framkomu frekar en andlegs ástands hennar eins og flestir uppklapparar þínir halda fram.“ „Það sem þú hefur gert af þer er svo miklu miklu meira, stærra og alvarlegra en einhver leiðinleg skilaboð, leitaðu þér aðstoðar, þú sást um þetta allt saman sjálfur! Fórnalambið sem þú leikur núna er nákvæmlega sama taktíkin og aðrir á þínu plani gera.“ „Það alveg hrikalegt að maðurinn fái svona skilaboð. Má ekki sofa hjá unglingum og stalka þá síðan allar götur síðan þar til viðkomandi fær nóg og opnar sig um það? Díses. Það hefði kannski mátt orða þetta á annan hátt, ég skal þýða þetta fyrir þig: Fólk er reitt út í þig af góðri ástæðu. Þín eigin hegðun sem þú stoppaðir ekki sjálfur, heldur var komið upp á yfirborðið af manneskju sem þú beittir ofbeldi og áreittir árum saman fékk nóg og sagði frá því. Þú ert samt manneskja með tilfinningar eins og við öll, auðvitað er leiðinlegt að fá svona skilaboð. Það er mjög skiljanlegt að finnast vont lesa svona, en þú getur engum nema sjálfum þér um kennt. Sýndu öðrum smá skilning. Ertu hissa að fólk sé reitt út í þig? Til hvers ertu að pósta þessu? Ég vorkenni þér allavega ekki neitt.“ „Æh. Ömurlegt að mega ekki grooma unglingsstelpur og stalka þær svo. Má bara ekki neitt lengur. Heimur versnandi fer. Samúð.“ Elísabet Ormslev opnaði sig um málið á Twitter á sínum tíma: TW Grooming, andlegt ofbeldi og umsáturÞetta gerðist í gær og var kornið sem fyllti mælinn. Ég er búin með andlega bolmagnið og komin með nóg. Og þú sem um ræðir - ég veit að þú munt lesa þetta og nú á ég til myndbönd af þér. Í síðasta skiptið, hættu! pic.twitter.com/LuA9lEnc1j— Elísabet Ormslev (@elisabet0rmslev) February 20, 2022
MeToo Tónlist Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira