Lífið

Ari Eldjárn einhleypur

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Uppistandarinn Ari Eldjárn er einhleypur eftir tuttugu ára samband.
Uppistandarinn Ari Eldjárn er einhleypur eftir tuttugu ára samband. Netflix

Uppistandarinn Ari Eldjárn er orðinn einhleypur. Ari og kona hans Linda Guðrún Karlsdóttir hafa ákveðið að halda í sitthvora áttina eftir tuttugu ára samband.

Saman eiga þau Ari og Linda tvær dætur og hafði fjölskyldan hreiðrað um sig í fallegu húsi á Seltjarnarnesi. Smartland sagði fyrst frá skilnaðinum.

Ari er löngu orðinn einn ástsælasti uppistandari þjóðarinnar en vinsældir hans teygðu sig út fyrir landsteinana þegar uppistand hans, Pardon My Icelandic, var sýnt á streymisveitunni Netflix.

Linda Guðrún er ljósmyndari og hefur einnig verið að gera það gott í myndlistarheiminum.


Tengdar fréttir

Heimili Ara hangir saman á lyginni

Skítamix fór af stað á nýjan leik á dögunum og er um að ræða þáttaröð númer tvö. Í þættinum í gær fór Halldór heim til vinar síns Ara Eldjárns grínista.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.