Lífið

Heimili Ara hangir saman á lyginni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ari Eldjárn fékk góða aðstoð frá Dóra.
Ari Eldjárn fékk góða aðstoð frá Dóra.

Skítamix fór af stað á nýjan leik á dögunum og er um að ræða þáttaröð númer tvö. Í þættinum í gær fór Halldór heim til vinar síns Ara Eldjárns grínista.

Dóri og Ari þekkjast vel og var þátturinn í raun eitt stórt uppistand þar sem þeir félagarnir fóru á kostum.

Ari er í raun meistari í því sem kallast að skítamixa saman húsgögn á heimilinu og það kom heldur betur í ljós. Verkefnið í þættinum var að lagfæra hillusamstæður inni á heimilinu sem Ari hafði áður lagað sjálfur með tímabundinni lausn.

Hér að neðan má sjá skemmtilegt atriði úr þætti gærkvöldsins.

Klippa: Heimili Ara hangir saman á lyginniFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.