Fordómar enn til staðar fjórum áratugum síðar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. desember 2022 14:01 Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV samtakanna, greindist sjálfur með sjúkdóminn fyrir rúmum þremur áratugum. Vísir/Egill Á fjórða tug hafa greinst með HIV hér á landi það sem af er ári en tæplega fjórir áratugir eru liðnir frá því að fyrsti Íslendingurinn greindist. Framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi segir HIV smitaða enn mismunað þrátt fyrir að margt hafi áunnist í baráttunni. Ef alþjóðasamfélagið hefði brugðist við HIV líkt og gert var með Covid væri staðan mögulega önnur. Alþjóðlegi alnæmisdagurinn fer fram í dag en rúmlega 38 milljónir manna lifa með HIV víða um heim. 34 hafa greinst jákvæðir hér á landi í ár og stefnir í að þeir verði hátt í 40 fyrir lok árs. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV samtakanna, segir það skýrast af stórum hluta af fjölda flóttamanna sem leita hingað til landsins, frekar en að veiran sé í mikilli dreifingu innanlands. Því þurfi engu að síður að bregðast við en jaðarsettir einstaklingar eru líklegri en ella til að greinast með sjúkdóminn. „Við erum með háa tölu og þessu þarf að sinna og þar er auðvitað þessi mannlegi harmleikur, að fólk þurfi ekki að fá svona alvarlega sjúkdóma, að það séu í boði forvarnir, fræðsla og upplýsingar, aðgengi og þjónusta,“ segir Einar. "We have #UequalsU, we have #PrEP, we have effective treatments and yet last year 1.5 million people still acquired HIV and 650,000 died from AIDS. This is because of inequalities," says @RossQuiroga. This #WorldAIDSDay, let's unite to #Equalize! pic.twitter.com/UaKkcZdQ3y— UNAIDS (@UNAIDS) December 1, 2022 Margt áunnist en áfram langt í land Sjálfur greindist Einar með HIV aðeins nokkrum árum eftir að fyrsti einstaklingurinn greindist fyrir tæpum fjörutíu árum. Ýmislegt hafi gerst á þeim tíma en fyrstu lyfin við HIV komu á markað fyrir um 25 árum. „Mér finnst alveg með ólíkindum að það séu að verða komin fjörutíu ár síðan að, ég kalla þetta bara harmleik, að þetta byrjaði og þessi saga er alveg hreint ótrúleg. Það komu lyf og fólk bjargaðist og menn hreinlega, sumir hverjir, gátu bara klifrað upp úr gröfinni aftur. Þeir voru deyjandi, við vorum deyjandi,“ segir Einar. Í dag er einnig til fyrirbyggjandi lyfjameðferð, PrEP, sem hundruð karlmanna eru skráðir í og segir Einar Íslendinga heppna að eiga íslenska heilbrigðiskerfið. Staðreyndin er þó sú að ekkert bóluefni er til við sjúkdóminum og á meðan svo er segir Einar að heimsbyggðin muni áfram þurfa að eiga við sjúkdóminn. „HIV er ekki búið, það eru 38 milljónir með HIV í heiminum og á ákveðnum svæðum fær fólk ekki einu sinni lyf eða aðstoð, í þróunarríkjum og fátækari löndum, og það er ekki komið bóluefni og meðan það er ekki komið bóluefni þá þarf að eiga við þetta,“ segir hann. Covid faraldurinn hafi þó sýnt fram á að þróunin getur verið hröð og væri hægt að draga lærdóm af viðbrögðunum við kórónuveirunni, þó vissulega sé um allt öðruvísi sjúkdóm að ræða. „Alþjóðasamfélagið lagðist saman á það með Covid, og ef það hefði verið þannig með HIV þá værum við kannski á öðrum stað með upplýsingagjöf, með rannsóknir, fjármagn og allt þetta,“ segir hann. Fólki áfram mismunað vegna sjúkdómsins Annar hluti af baráttunni við HIV er hvernig smituðum er tekið innan samfélagsins en þeir fá oft á sig ákveðinn stimpil. „Annað hvort ertu hommi, lauslátur hommi kannski, eða þú ert fíkniefnanotandi sem sprautar þig í æð eða þú ert ung kona sem lendir í því að fá HIV og færð bara; já vá er hún með eitthvað mjög skrýtið líferni eða er hún svona lauslát, eða eitthvað í þeim dúr. Þannig fólk veigrar sér við því að koma fram og segja frá því að það sé með HIV og þetta auðvitað hamlar fólki,“ segir Einar. Þörf sé á að taka umræðuna reglulega og ekki síst núna þegar talað hefur verið um ákveðið bakslag í baráttu hinsegin einstaklinga. „Enn þá erum við einhvern veginn að eiga við ákveðna fordóma og ákveðna stigmatíseringu og fólki hefur og er mismunað vegna þess að það er með þennan sjúkdóm. Það eru allt önnur handtök í kringum HIV heldur en í kringum margt annað því miður,“ segir hann. „En við erum í ljósinu og við erum þakklát vegna þess að það hefur gríðarlega mikið áunnist,“ segir hann enn fremur. Heilbrigðismál Hinsegin Lyf Tengdar fréttir „Það eru 38 milljónir í heiminum með HIV og það er ekki búið að finna lækningu“ HIV-faraldrinum er ekki lokið í heiminum og sjúkdómnum fylgja enn fordómar, segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi. 34 hafa komið nýir inn með HIV í þjónustu á göngudeild smitsjúkdóma á þessu ári og Einar gerir ráð fyrir því að fjöldinn nái 40 fyrir árslok. 1. desember 2022 06:41 Fyrsta konan sögð læknuð af HIV-veirunni Bandarísk kona með hvítblæði er sögð hafa læknast af HIV-veirunni við stofnfrumuígræðslu frá gjafa með náttúrlegar varnir gegn veirunni sem veldur alnæmi. Um er að ræða fyrstu konuna sem læknast af veirunni en tveir menn hafa áður læknast. 16. febrúar 2022 14:57 Stundar loksins áhyggjulaust kynlíf þökk sé einni pillu á dag Um 140 karlmenn á Íslandi sem stunda kynlíf með karlmönnum taka daglega inn lyfið Truvada, betur þekkt af mörgum sem PrEP. Um er að ræða forvörn gegn HIV smiti. 3. desember 2019 14:00 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Alþjóðlegi alnæmisdagurinn fer fram í dag en rúmlega 38 milljónir manna lifa með HIV víða um heim. 34 hafa greinst jákvæðir hér á landi í ár og stefnir í að þeir verði hátt í 40 fyrir lok árs. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV samtakanna, segir það skýrast af stórum hluta af fjölda flóttamanna sem leita hingað til landsins, frekar en að veiran sé í mikilli dreifingu innanlands. Því þurfi engu að síður að bregðast við en jaðarsettir einstaklingar eru líklegri en ella til að greinast með sjúkdóminn. „Við erum með háa tölu og þessu þarf að sinna og þar er auðvitað þessi mannlegi harmleikur, að fólk þurfi ekki að fá svona alvarlega sjúkdóma, að það séu í boði forvarnir, fræðsla og upplýsingar, aðgengi og þjónusta,“ segir Einar. "We have #UequalsU, we have #PrEP, we have effective treatments and yet last year 1.5 million people still acquired HIV and 650,000 died from AIDS. This is because of inequalities," says @RossQuiroga. This #WorldAIDSDay, let's unite to #Equalize! pic.twitter.com/UaKkcZdQ3y— UNAIDS (@UNAIDS) December 1, 2022 Margt áunnist en áfram langt í land Sjálfur greindist Einar með HIV aðeins nokkrum árum eftir að fyrsti einstaklingurinn greindist fyrir tæpum fjörutíu árum. Ýmislegt hafi gerst á þeim tíma en fyrstu lyfin við HIV komu á markað fyrir um 25 árum. „Mér finnst alveg með ólíkindum að það séu að verða komin fjörutíu ár síðan að, ég kalla þetta bara harmleik, að þetta byrjaði og þessi saga er alveg hreint ótrúleg. Það komu lyf og fólk bjargaðist og menn hreinlega, sumir hverjir, gátu bara klifrað upp úr gröfinni aftur. Þeir voru deyjandi, við vorum deyjandi,“ segir Einar. Í dag er einnig til fyrirbyggjandi lyfjameðferð, PrEP, sem hundruð karlmanna eru skráðir í og segir Einar Íslendinga heppna að eiga íslenska heilbrigðiskerfið. Staðreyndin er þó sú að ekkert bóluefni er til við sjúkdóminum og á meðan svo er segir Einar að heimsbyggðin muni áfram þurfa að eiga við sjúkdóminn. „HIV er ekki búið, það eru 38 milljónir með HIV í heiminum og á ákveðnum svæðum fær fólk ekki einu sinni lyf eða aðstoð, í þróunarríkjum og fátækari löndum, og það er ekki komið bóluefni og meðan það er ekki komið bóluefni þá þarf að eiga við þetta,“ segir hann. Covid faraldurinn hafi þó sýnt fram á að þróunin getur verið hröð og væri hægt að draga lærdóm af viðbrögðunum við kórónuveirunni, þó vissulega sé um allt öðruvísi sjúkdóm að ræða. „Alþjóðasamfélagið lagðist saman á það með Covid, og ef það hefði verið þannig með HIV þá værum við kannski á öðrum stað með upplýsingagjöf, með rannsóknir, fjármagn og allt þetta,“ segir hann. Fólki áfram mismunað vegna sjúkdómsins Annar hluti af baráttunni við HIV er hvernig smituðum er tekið innan samfélagsins en þeir fá oft á sig ákveðinn stimpil. „Annað hvort ertu hommi, lauslátur hommi kannski, eða þú ert fíkniefnanotandi sem sprautar þig í æð eða þú ert ung kona sem lendir í því að fá HIV og færð bara; já vá er hún með eitthvað mjög skrýtið líferni eða er hún svona lauslát, eða eitthvað í þeim dúr. Þannig fólk veigrar sér við því að koma fram og segja frá því að það sé með HIV og þetta auðvitað hamlar fólki,“ segir Einar. Þörf sé á að taka umræðuna reglulega og ekki síst núna þegar talað hefur verið um ákveðið bakslag í baráttu hinsegin einstaklinga. „Enn þá erum við einhvern veginn að eiga við ákveðna fordóma og ákveðna stigmatíseringu og fólki hefur og er mismunað vegna þess að það er með þennan sjúkdóm. Það eru allt önnur handtök í kringum HIV heldur en í kringum margt annað því miður,“ segir hann. „En við erum í ljósinu og við erum þakklát vegna þess að það hefur gríðarlega mikið áunnist,“ segir hann enn fremur.
Heilbrigðismál Hinsegin Lyf Tengdar fréttir „Það eru 38 milljónir í heiminum með HIV og það er ekki búið að finna lækningu“ HIV-faraldrinum er ekki lokið í heiminum og sjúkdómnum fylgja enn fordómar, segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi. 34 hafa komið nýir inn með HIV í þjónustu á göngudeild smitsjúkdóma á þessu ári og Einar gerir ráð fyrir því að fjöldinn nái 40 fyrir árslok. 1. desember 2022 06:41 Fyrsta konan sögð læknuð af HIV-veirunni Bandarísk kona með hvítblæði er sögð hafa læknast af HIV-veirunni við stofnfrumuígræðslu frá gjafa með náttúrlegar varnir gegn veirunni sem veldur alnæmi. Um er að ræða fyrstu konuna sem læknast af veirunni en tveir menn hafa áður læknast. 16. febrúar 2022 14:57 Stundar loksins áhyggjulaust kynlíf þökk sé einni pillu á dag Um 140 karlmenn á Íslandi sem stunda kynlíf með karlmönnum taka daglega inn lyfið Truvada, betur þekkt af mörgum sem PrEP. Um er að ræða forvörn gegn HIV smiti. 3. desember 2019 14:00 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
„Það eru 38 milljónir í heiminum með HIV og það er ekki búið að finna lækningu“ HIV-faraldrinum er ekki lokið í heiminum og sjúkdómnum fylgja enn fordómar, segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi. 34 hafa komið nýir inn með HIV í þjónustu á göngudeild smitsjúkdóma á þessu ári og Einar gerir ráð fyrir því að fjöldinn nái 40 fyrir árslok. 1. desember 2022 06:41
Fyrsta konan sögð læknuð af HIV-veirunni Bandarísk kona með hvítblæði er sögð hafa læknast af HIV-veirunni við stofnfrumuígræðslu frá gjafa með náttúrlegar varnir gegn veirunni sem veldur alnæmi. Um er að ræða fyrstu konuna sem læknast af veirunni en tveir menn hafa áður læknast. 16. febrúar 2022 14:57
Stundar loksins áhyggjulaust kynlíf þökk sé einni pillu á dag Um 140 karlmenn á Íslandi sem stunda kynlíf með karlmönnum taka daglega inn lyfið Truvada, betur þekkt af mörgum sem PrEP. Um er að ræða forvörn gegn HIV smiti. 3. desember 2019 14:00