VG gerir fyrirvara við frumvarp Jóns um lögregluna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. desember 2022 13:00 Orri Páll segir VG hafa sett nokkra fyrirvara við frumvarpið, sem hefur verið lagt fyrir þingið. Vísir Þingflokkur VG hefur afgreitt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum og sent það til þinglegrar meðferðar. Þingflokkurinn gerði nokkra fyrirvara við frumvarpið, til dæmis hvað varðar heimildir lögreglu til að hafa eftirlit með borgurum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um auknar forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. Meðal þess sem í því felst er að lögregla fær auknar heimildir til eftirlits en dómsmálaráðherra hefur sagt að þær heimildir eigi aðeins við um skipulagða brotastarfsemi og ógn við ríkið. Lögregla verði að gæta hófs Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu þegar afgreitt frumvarpið úr þingflokki en VG lauk því verki í gær. „Við í þingflokki Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs teljum ástæðu til að árétta að þó sé gert ráð fyrir að lögregla hafi eftirlit með einstaklingum eða hópum til að sporna við skipulagðri brotastarfsemi þá skuli lögregla alltaf gæta hófs við beitingu slíkra rannsóknaraðferða,“ segir Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna. Þannig sé slíkum rannsóknaraðferðum aðeins beitt þegar það telst nauðsynlegt og gangi ekki lengra en raunverulegt og rökstutt tilefni er til. Þá er að sögn Orra Páls hluti af frumvarpinu aukið eftirlit með störfum lögreglu, sem bæði lögmenn, þingmenn og lögregla sjálf hefur kallað eftir. Alþingi verði að koma að borðinu þegar reglum um vopnaburð er breytt Þá hefur verið til umræðu að auka við vopnaburð lögreglu og heimila rafvopn, þó það sé ekki hluti af frumvarpinu. „Það markar styrk samfélagsins og Íslands sem réttarríkis að það heyrir til algerra undantekninga að lögregla þurfi að beita vopnavaldi. Þannig að við leggjum líka áherslu á það hjá okkur og viljum árétta þá afstöðu að vopnaburður lögreglu skuli ekki verða almennur hér á landi og slíkt skuli forðast í lengstu lög,“ segir Orri Páll. Þá vilji þingflokkurinn að þingnefndin sem taki málið fyrir skoði hvort ráðherra beri að hafa samráð við Alþingi áður en reglum um vopnaburð lögreglu verður breytt. Á mánudag lagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra til auknar fjárheimildir til lögreglu. Hluti þeirra fjármuna er eyrnamerktur baráttu gegn skipulagðri brotastarfsemi. „Þó svo þetta frumvarp næði ekki fram að ganga, sem ég er ekki að segja að það geri ekki, þá sé full ástæða til að styðja og styrkja við lögregluna,“ sagði Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður VG. Vinstri græn Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lögreglan kalli ekki eftir forvirkum rannsóknarheimildum Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 21. nóvember 2022 21:08 Ráðherra hætti að ráðast að fangelsum í stað þess að ráðast í stríð Þingmaður Viðreisnar sakar dómsmálaráðherra um að fjársvelta fangelsi landsins þannig að dæmdir menn komist ekki í afplánun. Ráðherrann ætti frekar að hætta að ráðast að fangelsunum í stað þess að hefja stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. 21. nóvember 2022 14:30 Boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi Dómsmálaráðherra boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi með átaki sem lögreglan ætlar að ráðast í á næstunni. Vel geti verið að stigin verði umdeild skref í því átaki, meðal annars varðandi vopnaburð lögreglumanna. 21. nóvember 2022 08:58 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um auknar forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. Meðal þess sem í því felst er að lögregla fær auknar heimildir til eftirlits en dómsmálaráðherra hefur sagt að þær heimildir eigi aðeins við um skipulagða brotastarfsemi og ógn við ríkið. Lögregla verði að gæta hófs Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu þegar afgreitt frumvarpið úr þingflokki en VG lauk því verki í gær. „Við í þingflokki Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs teljum ástæðu til að árétta að þó sé gert ráð fyrir að lögregla hafi eftirlit með einstaklingum eða hópum til að sporna við skipulagðri brotastarfsemi þá skuli lögregla alltaf gæta hófs við beitingu slíkra rannsóknaraðferða,“ segir Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna. Þannig sé slíkum rannsóknaraðferðum aðeins beitt þegar það telst nauðsynlegt og gangi ekki lengra en raunverulegt og rökstutt tilefni er til. Þá er að sögn Orra Páls hluti af frumvarpinu aukið eftirlit með störfum lögreglu, sem bæði lögmenn, þingmenn og lögregla sjálf hefur kallað eftir. Alþingi verði að koma að borðinu þegar reglum um vopnaburð er breytt Þá hefur verið til umræðu að auka við vopnaburð lögreglu og heimila rafvopn, þó það sé ekki hluti af frumvarpinu. „Það markar styrk samfélagsins og Íslands sem réttarríkis að það heyrir til algerra undantekninga að lögregla þurfi að beita vopnavaldi. Þannig að við leggjum líka áherslu á það hjá okkur og viljum árétta þá afstöðu að vopnaburður lögreglu skuli ekki verða almennur hér á landi og slíkt skuli forðast í lengstu lög,“ segir Orri Páll. Þá vilji þingflokkurinn að þingnefndin sem taki málið fyrir skoði hvort ráðherra beri að hafa samráð við Alþingi áður en reglum um vopnaburð lögreglu verður breytt. Á mánudag lagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra til auknar fjárheimildir til lögreglu. Hluti þeirra fjármuna er eyrnamerktur baráttu gegn skipulagðri brotastarfsemi. „Þó svo þetta frumvarp næði ekki fram að ganga, sem ég er ekki að segja að það geri ekki, þá sé full ástæða til að styðja og styrkja við lögregluna,“ sagði Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður VG.
Vinstri græn Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lögreglan kalli ekki eftir forvirkum rannsóknarheimildum Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 21. nóvember 2022 21:08 Ráðherra hætti að ráðast að fangelsum í stað þess að ráðast í stríð Þingmaður Viðreisnar sakar dómsmálaráðherra um að fjársvelta fangelsi landsins þannig að dæmdir menn komist ekki í afplánun. Ráðherrann ætti frekar að hætta að ráðast að fangelsunum í stað þess að hefja stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. 21. nóvember 2022 14:30 Boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi Dómsmálaráðherra boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi með átaki sem lögreglan ætlar að ráðast í á næstunni. Vel geti verið að stigin verði umdeild skref í því átaki, meðal annars varðandi vopnaburð lögreglumanna. 21. nóvember 2022 08:58 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Lögreglan kalli ekki eftir forvirkum rannsóknarheimildum Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 21. nóvember 2022 21:08
Ráðherra hætti að ráðast að fangelsum í stað þess að ráðast í stríð Þingmaður Viðreisnar sakar dómsmálaráðherra um að fjársvelta fangelsi landsins þannig að dæmdir menn komist ekki í afplánun. Ráðherrann ætti frekar að hætta að ráðast að fangelsunum í stað þess að hefja stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. 21. nóvember 2022 14:30
Boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi Dómsmálaráðherra boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi með átaki sem lögreglan ætlar að ráðast í á næstunni. Vel geti verið að stigin verði umdeild skref í því átaki, meðal annars varðandi vopnaburð lögreglumanna. 21. nóvember 2022 08:58