Gerir stjórnvöldum kleift að stíga mjög ákveðin skref Atli Ísleifsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. nóvember 2022 11:03 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að til skoðunar sé að nýta fjármagn í að auka varnarmátt lögreglumanna og fangavarða til að bregðast við nýju umhverfi. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að aukin framlög til löggæslu- og fangelsismála sem gert sé ráð fyrir í breytingartillögum fjármálaráðherra við fjárlög muni gera mönnum kleift að stíga mjög ákveðin skref í rannsóknum og greiningum á skipulagðri glæpastarfsemi. Þetta sagði Jón í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gær. Tilkynnt var um að framlög til lögreglunnar og fangelsismála verði stóraukin þar sem lagt er til að fjárheimildir til verkefna á vegum dómsmálaráðuneytisins verði auknar um 2,5 milljarða króna. 900 milljónir króna eigi að fara í aukið öryggi, aukinn viðbragðstíma og málsmeðferðarhraða, en 500 milljónir til viðbótar í sérstakar aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Jón segir að fjárveitingarnar þýði að lögreglan geti fjölgað rannssóknarteymum sem eru að vinna að baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. „Það tekur smá tíma að byggja það upp. En það verður þá bara hægt að hefjast handa núna.“ Á að skapa sérstaka deild innan lögreglunnar? „Þær deildir eru þegar til,“ segir Jón. „Við erum bara að efla þá starfsemi svo um munar og í raun að margfalda afköstin í þeim frá því sem nú er.“ Aðspurður hvort að til standi að nýja hluta fjármagnsins í að fjárfesta í rafbyssum handa lögreglu segir Jón að það eigi eftir að skoða það. „En það verða einhverjar fjárfestingar í kringum þetta líka. Ég horfi sérstaklega þar til varnarbúnaðar löggæslufólksins, lögreglumanna og við erum eining að horfa til þess hjá fangavörðum. Þannig að það er ekki ólíklegt. Það hefur verið ákall eftir rafvarnarvopnum hjá bæði lögreglu og fangavörðum. Þannig að það er til skoðunar. Við munum tilkynna niðurstöðu um það fyrr en síðar.“ Það hefur verið einnig verið talað um að ofbeldi, meðal annars í miðbæ Reykjavíkur á milli hópa, hafi verið að aukast. Er nóg að fara í aukin viðbrögð hjá lögreglunni eða þarf að gera eitthvað meira? „Við erum að horfa til margra þátta,“ segir Jón. „Til dæmis forvarnir er eitthvað sem við þurfum að horfa til –í skólakerfinu og í samvinnu við heimilin í landinu. Það er mikilvægt. En við þurfum líka að bregðast við ástandinu eins og það er í dag til að tryggja öryggi borgaranna. Það gerum við með aukinni löggæslu, aukinnar rannsóknarstarfsemi og reynum að vinna gegn þessari þróun. Það eru margir þættir sem þurfa að vinna hér saman. Við erum að horfa til lengri tíma í forvarnarvinnu og slíku og það gerum við í samvinnu við skólayfirvöld og aðra. Og svo bregðumst við með því að auka varnarmátt lögreglumanna og aukna löggæslu til að mynda hér í miðborginni.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Lögreglan Lögreglumál Fangelsismál Rafbyssur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Þetta sagði Jón í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gær. Tilkynnt var um að framlög til lögreglunnar og fangelsismála verði stóraukin þar sem lagt er til að fjárheimildir til verkefna á vegum dómsmálaráðuneytisins verði auknar um 2,5 milljarða króna. 900 milljónir króna eigi að fara í aukið öryggi, aukinn viðbragðstíma og málsmeðferðarhraða, en 500 milljónir til viðbótar í sérstakar aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Jón segir að fjárveitingarnar þýði að lögreglan geti fjölgað rannssóknarteymum sem eru að vinna að baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. „Það tekur smá tíma að byggja það upp. En það verður þá bara hægt að hefjast handa núna.“ Á að skapa sérstaka deild innan lögreglunnar? „Þær deildir eru þegar til,“ segir Jón. „Við erum bara að efla þá starfsemi svo um munar og í raun að margfalda afköstin í þeim frá því sem nú er.“ Aðspurður hvort að til standi að nýja hluta fjármagnsins í að fjárfesta í rafbyssum handa lögreglu segir Jón að það eigi eftir að skoða það. „En það verða einhverjar fjárfestingar í kringum þetta líka. Ég horfi sérstaklega þar til varnarbúnaðar löggæslufólksins, lögreglumanna og við erum eining að horfa til þess hjá fangavörðum. Þannig að það er ekki ólíklegt. Það hefur verið ákall eftir rafvarnarvopnum hjá bæði lögreglu og fangavörðum. Þannig að það er til skoðunar. Við munum tilkynna niðurstöðu um það fyrr en síðar.“ Það hefur verið einnig verið talað um að ofbeldi, meðal annars í miðbæ Reykjavíkur á milli hópa, hafi verið að aukast. Er nóg að fara í aukin viðbrögð hjá lögreglunni eða þarf að gera eitthvað meira? „Við erum að horfa til margra þátta,“ segir Jón. „Til dæmis forvarnir er eitthvað sem við þurfum að horfa til –í skólakerfinu og í samvinnu við heimilin í landinu. Það er mikilvægt. En við þurfum líka að bregðast við ástandinu eins og það er í dag til að tryggja öryggi borgaranna. Það gerum við með aukinni löggæslu, aukinnar rannsóknarstarfsemi og reynum að vinna gegn þessari þróun. Það eru margir þættir sem þurfa að vinna hér saman. Við erum að horfa til lengri tíma í forvarnarvinnu og slíku og það gerum við í samvinnu við skólayfirvöld og aðra. Og svo bregðumst við með því að auka varnarmátt lögreglumanna og aukna löggæslu til að mynda hér í miðborginni.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Lögreglan Lögreglumál Fangelsismál Rafbyssur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira