Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Kjaramál, salan á hlutum ríkisins í Íslandsbanka og rétturinn til að gleymast á internetinu verða á meðal þess sem tekið er fyrir í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Gert er ráð fyrir löngum degi í Karphúsinu en Starfsgreinasambandið mætir aftur að samningaborðinu í dag eftir maraþonfund í gær.

Forsætisráðherra og viðskiptaráðherra eru báðir sammála um að mikið hafi skort á gegsæi og upplýsingagjöf í tengslum við söluna á Íslandsbanka.

Persónuvernd er sammála niðurstöðu Google um að hagsmunir almennings vegi þyngra en einkalífshagsmunir þjóðþekkts einstaklings sem reyndi að fá frétt um meint einelti afmáð af leitarvélum tæknirisans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×