Erfiðast fyrir leikmenn að fara leikbann á Íslandi vegna gulra spjalda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2022 11:01 Erlendur Eiríksson sýnir hér Víkingnum Kyle McLagan gula spjaldið í leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deildinni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Gulu spjöldin og refsingar vegna þeirra voru til umræðu á Formanna- og framkvæmdastjórarfundi Knattspyrnusambands Íslands. Birkir Sveinsson, yfirmaður móta- og dómaramála hjá Knattspyrnusambandi Íslands, hélt fyrirlestur um mótamál á fundinum um síðustu helgi og tók þá sérstaklega fyrir gagnrýni á leikbönn vegna gulra spjalda. Eftir að leikjum var fjölgað úr 22 í 27 á síðasta tímabili þá þótti mörgum ósanngjarnt að leikmenn væru áfram að fara í leikbann eftir fjórar áminningar. Fleiri leikir en sömu reglur með leikbönn Birkir reyndi að svara því hvort fjölgun leikja í Bestu deildunum kalli á breytingar hjá okkur á Íslandi og notaði samanburð við hin Norðurlöndin til að kanna það. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ þar sem skoða má glærur frá fyrirlestri Birkis. Leikmenn fara í fyrsta leikbann vegna spjalda eftir fjögur gul spjöld og skiptir þar engu máli þótt sé um fjórða leik eða 26. leik að ræða. Birkir sýndi hins vegar fram á það í fyrirlestri sínum að það sé í raun vægari reglur á Íslandi en í deildum í nágrannalöndunum. Hann lagi líka áherslu á að þessi leikbönn eru til að verja leikmenn fyrir meiðslum. Losna við spjöld í Svíþjóð Í Svíþjóð er þó möguleiki á að losna við gult spjald með því að leik tíu leiki í röð án þess að fá spjald. Svíarnir fara aftur á móti í fyrsta leikbann við þriðja gula spjald. Hér fyrir neðan má sjá samanburð Birkis á gulum spjöldum í deildum á Norðurlöndunum. KSÍ „Það er því erfiðast fyrir leikmenn að fara leikbann á Íslandi vegna áminninga. Ég tel því ekki nauðsynlegt að gera breytingu á okkar reglum sem miði að því að fjölga áminningum sem þarf til að fara í leikbann. Nema auðvitað að markmiðið sé að draga úr verndinni sem leikmenn eiga að fá,“ skrifaði Birkir í niðurstöðum sínum. Brot í undanúrslitaleikjum bikarsins Birkir hefur líka áhyggjur af miklum fjölda gulra spjalda i undanúrslitaleikjum bikarsins. Áminningar í undanúrslitum karla árin 2021 og 2022 voru 6,75 á hvern leik en til samanburðar voru 4,70 gul spjöld á hvern leik í Bestu deild karla 2022. „Spurning hvort við verðum ekki að finna aðferð til að þessi spjöld telji án þess þó að taka úrslitaleikinn af viðkomandi,“ skrifaði Birkir. Besta deild karla Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Sjá meira
Birkir Sveinsson, yfirmaður móta- og dómaramála hjá Knattspyrnusambandi Íslands, hélt fyrirlestur um mótamál á fundinum um síðustu helgi og tók þá sérstaklega fyrir gagnrýni á leikbönn vegna gulra spjalda. Eftir að leikjum var fjölgað úr 22 í 27 á síðasta tímabili þá þótti mörgum ósanngjarnt að leikmenn væru áfram að fara í leikbann eftir fjórar áminningar. Fleiri leikir en sömu reglur með leikbönn Birkir reyndi að svara því hvort fjölgun leikja í Bestu deildunum kalli á breytingar hjá okkur á Íslandi og notaði samanburð við hin Norðurlöndin til að kanna það. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ þar sem skoða má glærur frá fyrirlestri Birkis. Leikmenn fara í fyrsta leikbann vegna spjalda eftir fjögur gul spjöld og skiptir þar engu máli þótt sé um fjórða leik eða 26. leik að ræða. Birkir sýndi hins vegar fram á það í fyrirlestri sínum að það sé í raun vægari reglur á Íslandi en í deildum í nágrannalöndunum. Hann lagi líka áherslu á að þessi leikbönn eru til að verja leikmenn fyrir meiðslum. Losna við spjöld í Svíþjóð Í Svíþjóð er þó möguleiki á að losna við gult spjald með því að leik tíu leiki í röð án þess að fá spjald. Svíarnir fara aftur á móti í fyrsta leikbann við þriðja gula spjald. Hér fyrir neðan má sjá samanburð Birkis á gulum spjöldum í deildum á Norðurlöndunum. KSÍ „Það er því erfiðast fyrir leikmenn að fara leikbann á Íslandi vegna áminninga. Ég tel því ekki nauðsynlegt að gera breytingu á okkar reglum sem miði að því að fjölga áminningum sem þarf til að fara í leikbann. Nema auðvitað að markmiðið sé að draga úr verndinni sem leikmenn eiga að fá,“ skrifaði Birkir í niðurstöðum sínum. Brot í undanúrslitaleikjum bikarsins Birkir hefur líka áhyggjur af miklum fjölda gulra spjalda i undanúrslitaleikjum bikarsins. Áminningar í undanúrslitum karla árin 2021 og 2022 voru 6,75 á hvern leik en til samanburðar voru 4,70 gul spjöld á hvern leik í Bestu deild karla 2022. „Spurning hvort við verðum ekki að finna aðferð til að þessi spjöld telji án þess þó að taka úrslitaleikinn af viðkomandi,“ skrifaði Birkir.
Besta deild karla Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Sjá meira