Ótrúlegar niðurstöður á augnabliki Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 10:01 Ótrúlegar framfarir hafa orðið á texta- og myndgreiningarforritum síðustu misseri, að sögn sérfræðings í gervigreind. Forritin, sem mörg eru opin öllum, eru farin að geta framkallað magnaðar niðurstöður á skömmum tíma. En þau leysa þó ekki mennska listamenn af hólmi í bráð. Uppgangur umræddra myndgreiningarforrita hefur vakið sérstaka eftirtekt og fögnuð netverja upp á síðkastið. Notandinn skrifar lýsingu á því sem hann vill, í myndskeiðinu hér fyrir ofan biður fréttamaður til dæmis um olíumálverk af Reykjavík að hausti, og eftir fáeinar sekúndur birtist afurðin. Mun betri en sú sem fréttamaður hefði getað skapað upp á gamla mátann - og á mun skemmri tíma. Saga Úlfarsdóttir, forstöðumaður gervigreindar hjá Travelshift.Vísir/bjarni Þessi forrit eru flókin; byggja á gríðarlegu magni mynda (sömu lögmál gilda raunar um texta) sem þegar er til á netinu og forritið lærir að þekkja. „Og út frá því lærir það að búa til myndir eins og það sér umheiminn,“ segir Saga Úlfarsdóttir, forstöðumaður gervigreindar hjá tæknifyrirtækinu Travelshift. Þróunin hefur verið gríðarhröð. „Á síðustu tveimur, þremur árum hafa komið fram gríðaröflug módel, kölluð generative models sem eru gerð með svokölluðum transformers, og við erum að sjá rosalega flottar niðurstöður á skömmum tíma,“ segir Saga. „Við erum bara að sjá nýja öld af þessum hlutum.“ Donald Trump „mættur“ til Reykjavíkur Til marks um þessa þróun má hér sjá túlkun fyrstu útgáfu eins vinsælasta forritsins, DALL-E, á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni dreypa á bjór og Bjarna Benediktssyni reykja sígarettu. Ákveðinn byrjendabragur á myndvinnslunni - en forritið þekkir þó greinilega mennina sem það er beðið um að túlka. Eldri útgáfa DALL-E en sú sem nú er í loftinu gaf okkur þessi listaverk. Fréttamaður spreytti sig svo áfram og lét nýjustu útgáfu af sambærilegu forriti, Midjourney, túlka eðlu á snjóbretti í íslensku landslagi, Donald Trump fá sér kokteil í Reykjavík og Seljalandsfoss á Mars. Niðurstöðurnar afar nákvæmar. Og tæknin er þegar farin að nýtast. Forritið Midjourney bjó þessi listaverk til að beiðni fréttamanns; eðlu á snjóbretti á Íslandi, Seljalandsfoss á Mars og Donald Trump fá sér kokteil í Reykjavík. „Fólk hefur búið til teiknimyndasögur. Ég þekki einn sem safnaði saman íslenskri list og þjálfaði módel. Og er þannig að búa til módel sem „representar“ íslenska list,“ segir Saga. En hvað þýðir þetta fyrir listamenn og textasmiði framtíðarinnar? „Þetta er nú ekki alveg þar að þetta komi í staðinn fyrir þá. Og það er kannski mjög áhugavert hvað þetta hefur að segja um höfundarétt, því þessi gögn eru þjálfuð á öðrum gögnum sem eru opin. En hver á gögnin? Hver á myndina sem algóritminn bjó til?“ Ósköp að sjá hana, blessaða. Ósjáleg túlkun nýjustu útgáfu DALL-E á íslenskri konu í handahlaupi á þilfari hér fyrir ofan er einmitt til marks um að tæknin er ekki orðin fullkomin. „Gallinn við þetta er að þú veist ekki á hverju þetta byggir, sérstaklega ef þetta er sett upp sem þjónusta sem fyrirtæki eiga. Þannig að þú gætir verið að byggja á einhverjum gögnum sem þú þekkir ekki neitt,“ segir Saga. Tækni Myndlist Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Uppgangur umræddra myndgreiningarforrita hefur vakið sérstaka eftirtekt og fögnuð netverja upp á síðkastið. Notandinn skrifar lýsingu á því sem hann vill, í myndskeiðinu hér fyrir ofan biður fréttamaður til dæmis um olíumálverk af Reykjavík að hausti, og eftir fáeinar sekúndur birtist afurðin. Mun betri en sú sem fréttamaður hefði getað skapað upp á gamla mátann - og á mun skemmri tíma. Saga Úlfarsdóttir, forstöðumaður gervigreindar hjá Travelshift.Vísir/bjarni Þessi forrit eru flókin; byggja á gríðarlegu magni mynda (sömu lögmál gilda raunar um texta) sem þegar er til á netinu og forritið lærir að þekkja. „Og út frá því lærir það að búa til myndir eins og það sér umheiminn,“ segir Saga Úlfarsdóttir, forstöðumaður gervigreindar hjá tæknifyrirtækinu Travelshift. Þróunin hefur verið gríðarhröð. „Á síðustu tveimur, þremur árum hafa komið fram gríðaröflug módel, kölluð generative models sem eru gerð með svokölluðum transformers, og við erum að sjá rosalega flottar niðurstöður á skömmum tíma,“ segir Saga. „Við erum bara að sjá nýja öld af þessum hlutum.“ Donald Trump „mættur“ til Reykjavíkur Til marks um þessa þróun má hér sjá túlkun fyrstu útgáfu eins vinsælasta forritsins, DALL-E, á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni dreypa á bjór og Bjarna Benediktssyni reykja sígarettu. Ákveðinn byrjendabragur á myndvinnslunni - en forritið þekkir þó greinilega mennina sem það er beðið um að túlka. Eldri útgáfa DALL-E en sú sem nú er í loftinu gaf okkur þessi listaverk. Fréttamaður spreytti sig svo áfram og lét nýjustu útgáfu af sambærilegu forriti, Midjourney, túlka eðlu á snjóbretti í íslensku landslagi, Donald Trump fá sér kokteil í Reykjavík og Seljalandsfoss á Mars. Niðurstöðurnar afar nákvæmar. Og tæknin er þegar farin að nýtast. Forritið Midjourney bjó þessi listaverk til að beiðni fréttamanns; eðlu á snjóbretti á Íslandi, Seljalandsfoss á Mars og Donald Trump fá sér kokteil í Reykjavík. „Fólk hefur búið til teiknimyndasögur. Ég þekki einn sem safnaði saman íslenskri list og þjálfaði módel. Og er þannig að búa til módel sem „representar“ íslenska list,“ segir Saga. En hvað þýðir þetta fyrir listamenn og textasmiði framtíðarinnar? „Þetta er nú ekki alveg þar að þetta komi í staðinn fyrir þá. Og það er kannski mjög áhugavert hvað þetta hefur að segja um höfundarétt, því þessi gögn eru þjálfuð á öðrum gögnum sem eru opin. En hver á gögnin? Hver á myndina sem algóritminn bjó til?“ Ósköp að sjá hana, blessaða. Ósjáleg túlkun nýjustu útgáfu DALL-E á íslenskri konu í handahlaupi á þilfari hér fyrir ofan er einmitt til marks um að tæknin er ekki orðin fullkomin. „Gallinn við þetta er að þú veist ekki á hverju þetta byggir, sérstaklega ef þetta er sett upp sem þjónusta sem fyrirtæki eiga. Þannig að þú gætir verið að byggja á einhverjum gögnum sem þú þekkir ekki neitt,“ segir Saga.
Tækni Myndlist Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira