Háskóli Íslands krefst 224 milljóna vegna vatnslekans Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2022 07:32 Áætlað er að ríflega tvö þúsund tonn af vatni hafi þá flætt um fimm byggingar skólans. Vísir/Egill Háskóli Íslands hefur krafið Veitur, tryggingafélagið VÍS og fleiri aðila um samtals 224 milljónir króna í skaðabætur vegna mikils vatnsleka sem varð á lóð skólans þann 21. janúar 2021. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Orkuveitu Reykjavíkur sem birt var í gær. Orkuveitan stóð fyrir framkvæmdum við Suðurgötu sem fólust meðal annars í endurnýjun á lögnum. Stofnlögn vatns fór í sundur að næturlagi sem varð til þess að vatn flæddi inn í byggingar Háskóla Íslands. Í fyrri tilkynningu frá Veitum kom fram að mistök hafi verið gerð til framkvæmdir sem fólust í að veggur lokahúss, sem styður við stofnlögnina, hafi verið rofinn of snemma í verkinu. Enn hafi verið þrýstingur á lögninni sem varð til þess að hún hafi farið sundur á samskeytum með þessum afleiðingum. Áætlað er að ríflega tvö þúsund tonn af vatni hafi þá flætt um fimm byggingar skólans. Í árshlutauppgjöri OR kemur fram að dómskvaddir matsmenn hafi skilað matsskýrslu til Háskóla Íslands í janúar á þessu ári og var kostnaður vegna endurbóta þar metinn á samtals 123,6 milljónir króna. Við annað mat var svo lagt mat á útlagðan kostnað sem háskólinn taldi sig hafa orðið fyrir og var í kjölfarið lögð fram skaðabótakrafa upp á tæplega 224 milljónir króna auk vaxta. Fram kemur að VÍS og Veitur hafi í sameiginlegu bréfi hafnað kröfunni. Enn sé beðið eftir mati undirmatsmanna og dómskvaddra yfirmatsmanna. Er reiknað með að matsgerðir þeirra verði mögulega tilbúnar fyrir lok þessa árs. „OR - vatns- og fráveita er með frjálsa ábyrgðatryggingu sem tekur til skaðabótaábyrgðar sem fellur á félagið. Skilmálar þeirrar tryggingar mæla fyrir um 5 milljóna króna sjálfsábyrgð og 50% af fjárhæð tjóns eftir það. Þak tryggingarinnar er 300 milljónir króna,“ segir í uppgjörinu. Orkumál Vatnsleki í Háskóla Íslands Reykjavík Tryggingar Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mistök ástæða vatnstjóns í Háskóla Íslands Veitur segja að mistök hafi verið gerðar við framkvæmdir á vegum fyrirtækisins við Suðurgötu sem olli því að stofnlögn vatns fór í sundur þannig að vatn flæddi inn í byggingar Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum sem viðurkenna mistök og segjast líta atvikið alvarlegum augum. 26. janúar 2021 14:55 Skoða hver ábyrgð Veitna sé vegna tjónsins í HÍ Arndís Ósk Ólafsdóttir, forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum, segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort fyrirtækið sé skaðabótaskylt vegna vatnstjónsins sem varð í byggingum Háskóla Íslands í nótt eftir að stór kaldavatnslögn við skólann rofnaði með tilheyrandi vatnsleka. 21. janúar 2021 11:58 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Orkuveitu Reykjavíkur sem birt var í gær. Orkuveitan stóð fyrir framkvæmdum við Suðurgötu sem fólust meðal annars í endurnýjun á lögnum. Stofnlögn vatns fór í sundur að næturlagi sem varð til þess að vatn flæddi inn í byggingar Háskóla Íslands. Í fyrri tilkynningu frá Veitum kom fram að mistök hafi verið gerð til framkvæmdir sem fólust í að veggur lokahúss, sem styður við stofnlögnina, hafi verið rofinn of snemma í verkinu. Enn hafi verið þrýstingur á lögninni sem varð til þess að hún hafi farið sundur á samskeytum með þessum afleiðingum. Áætlað er að ríflega tvö þúsund tonn af vatni hafi þá flætt um fimm byggingar skólans. Í árshlutauppgjöri OR kemur fram að dómskvaddir matsmenn hafi skilað matsskýrslu til Háskóla Íslands í janúar á þessu ári og var kostnaður vegna endurbóta þar metinn á samtals 123,6 milljónir króna. Við annað mat var svo lagt mat á útlagðan kostnað sem háskólinn taldi sig hafa orðið fyrir og var í kjölfarið lögð fram skaðabótakrafa upp á tæplega 224 milljónir króna auk vaxta. Fram kemur að VÍS og Veitur hafi í sameiginlegu bréfi hafnað kröfunni. Enn sé beðið eftir mati undirmatsmanna og dómskvaddra yfirmatsmanna. Er reiknað með að matsgerðir þeirra verði mögulega tilbúnar fyrir lok þessa árs. „OR - vatns- og fráveita er með frjálsa ábyrgðatryggingu sem tekur til skaðabótaábyrgðar sem fellur á félagið. Skilmálar þeirrar tryggingar mæla fyrir um 5 milljóna króna sjálfsábyrgð og 50% af fjárhæð tjóns eftir það. Þak tryggingarinnar er 300 milljónir króna,“ segir í uppgjörinu.
Orkumál Vatnsleki í Háskóla Íslands Reykjavík Tryggingar Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mistök ástæða vatnstjóns í Háskóla Íslands Veitur segja að mistök hafi verið gerðar við framkvæmdir á vegum fyrirtækisins við Suðurgötu sem olli því að stofnlögn vatns fór í sundur þannig að vatn flæddi inn í byggingar Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum sem viðurkenna mistök og segjast líta atvikið alvarlegum augum. 26. janúar 2021 14:55 Skoða hver ábyrgð Veitna sé vegna tjónsins í HÍ Arndís Ósk Ólafsdóttir, forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum, segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort fyrirtækið sé skaðabótaskylt vegna vatnstjónsins sem varð í byggingum Háskóla Íslands í nótt eftir að stór kaldavatnslögn við skólann rofnaði með tilheyrandi vatnsleka. 21. janúar 2021 11:58 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Mistök ástæða vatnstjóns í Háskóla Íslands Veitur segja að mistök hafi verið gerðar við framkvæmdir á vegum fyrirtækisins við Suðurgötu sem olli því að stofnlögn vatns fór í sundur þannig að vatn flæddi inn í byggingar Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum sem viðurkenna mistök og segjast líta atvikið alvarlegum augum. 26. janúar 2021 14:55
Skoða hver ábyrgð Veitna sé vegna tjónsins í HÍ Arndís Ósk Ólafsdóttir, forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum, segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort fyrirtækið sé skaðabótaskylt vegna vatnstjónsins sem varð í byggingum Háskóla Íslands í nótt eftir að stór kaldavatnslögn við skólann rofnaði með tilheyrandi vatnsleka. 21. janúar 2021 11:58