Lífið

Spennan mikil og eitt lið komið í úrslit

Stefán Árni Pálsson skrifar
KA og KR mættust í undanúrslitunum. 
KA og KR mættust í undanúrslitunum. 

Á laugardagskvöldið fór fram fyrri undanúrslitaviðureignin í Kviss þegar KA og KR mættust í hörkuviðureign.

Í liði KA eru þau Íris Tanja Flygenring og Vilhelm Anton Jónsson og í liði KR eru þau Aron Kristinn Jónasson og Nadine Guðrún Yaghi.

Keppnin var nokkuð spennandi og réðust úrslitin í næstsíðustu spurningunni þegar spurt var um nafn. Hér að neðan má sjá þegar úrslitin réðust í Kviss á laugardagskvöldið og annað liðið komst áfram í úrslitaviðureignina sem verður í beinni útsendingu á Stöð2.

Klippa: Spennan mikil og eitt lið komið í úrslit

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.