Í liði KA eru þau Íris Tanja Flygenring og Vilhelm Anton Jónsson og í liði KR eru þau Aron Kristinn Jónasson og Nadine Guðrún Yaghi.
Keppnin var nokkuð spennandi og réðust úrslitin í næstsíðustu spurningunni þegar spurt var um nafn. Hér að neðan má sjá þegar úrslitin réðust í Kviss á laugardagskvöldið og annað liðið komst áfram í úrslitaviðureignina sem verður í beinni útsendingu á Stöð2.