Innlent

Land­helgis­gæslan dró skip til Reykja­víkur og myndaði að­gerðir

Árni Sæberg skrifar
Áhöfn Þórs skaut línu yfir til togskipsins.
Áhöfn Þórs skaut línu yfir til togskipsins. Landhelgisgæsla Íslands

Áhöfn varðskipsins Þórs kom íslensku togskipi til bjargar í gær þegar upp kom vélarbilun og leki inn í skipið. Áhöfnin tók aðgerðir sínar upp.

Skipstjóri íslensks togskips hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í gærmorgun og óskaði eftir aðstoð varðskips vegna vélarbilunar. Skipið var þá um sextán sjómílur vestur af Látrabjargi, að því er segir í tilkynningu frá landhelgisgæslunni.

Skömmu síðar hafði skipstjórinn aftur samband við Landhelgisgæsluna eftir að lítils háttar leki var kominn að skipinu. Dælur um borð réðu við lekann.

Varðskipið Þór var við Bíldudal og var þegar í stað kallað út. Áhöfnin á Þór var snögg á staðinn og var komin að togskipinu á ellefta tímanum í gærmorgun. Varðskipsmenn skutu línu á milli skipanna og að því búnu var haldið áleiðis með togskipið til Reykjavíkur þangað sem skipin komu um hádegisbil í dag.

Myndskeið af aðgerðum áhafnarinnar má sjá í spilaranum hér að neðan:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×